Samtíðin - 01.11.1964, Side 35

Samtíðin - 01.11.1964, Side 35
SAMTÍÐIN 31 Þeir VITRU SÖgðll Nýjar bækur $ Séra HELGI TRYGGVASON; „Sam- starfsmenn eiga alltaf að vera fúsir til að tala saman. Ef þeir eru það ekki, þá er eitthvað verulegt að. Það er ekki nóg, að °ienn tali hverjir u m aðra, menn verða að tala hverjir við aðra, tala saman. Þeir, sem óska eftir meiri kristilegri uppfræðslu °S uppeldi barna í landinu fyrir áhrif heimila, skóla og kirkju, þurfa að ráðgast hverjir við aðra um málin og starfa sam- an, eins og Páll postuli sagði, að allur lík- aniinn eigi að starfa saman. Ef við gerum það ekki, mun okkur ekki vegna vel, og ég held, að um það megi vísa til reynslu nndanfarins tíma. Það á að vera hægt að segja með sannfæringu og gleði innan tíð- ar: Hinn kristilegi skóli er starfandi jafnt í heimilinu, í skólakerfinu og í kirkjunni.“ GELINA ULANOVA; „Það er hlutverk hstdansarans að gera tónlistina sýnilega.“ KONA; „Karlmenn geta verið svo fríðir, a<5 maður fái velgju af að horfa á þá.“ POVL SABROE: „Ástfanginn maður er eins og eldspýta. Hann fuðrar upp, þegar hviknað er í honum.“ MlSTINGUETT: „Koss getur verið homma, spurningarmerki, upphrópunar- merki eða punktur, og þessa merkjasetn- ingu verður sérhver kona að þekkja til hlítar.“ NIETZSCHE: „Orsökin til flestra ó- Sæfusamlegra hjónabanda er miklu frem- nr skortur á vináttu en ást.“ X: „Trúðu aldrei stúlku, sem segist vera ætt að elska karlmenn. Hún á bara við, að slitnað sé upp úr síðustu trúlofuninni sinni.“ SENECA: „Sá, sem rænir big tíma þín- Uni> telur sig aldrei skulda þér neitt, og Samt er tíminn ómetanlegur.“ Agnar Kl. Júnsson: Lögfræðingatal 173C—1936. MeS myndum. Bókin hefur að geyma persónu- legar upplýsingar um alla þá menn íslenzka, er lokið hafa lögfræðiprófi. 736 bls., íb. kr. 660.00. Helgi Hálfdanarson: Maddaman með kýrhaus- inn. Reynd ný leið í leitinni að Völuspá. 112 bls. ób. kr. 175.00. Margrét Jónsdóttir: í vökulok. Valið úr gömlum og nýjum ljóðum. 126 bls., íb. kr. 175.00. Charles Dickens: Oliver Twist. Saga munaðar- lauss drengs. Með myndum. 2. útg. Hannes J. Magnússon þýddi 367 bls., íb. kr. 150.00. Sigurjón Björnsson: Leiðin til skáldskapar. Hug- leiðingar um upptök og þróun skáldbneigðar Gunnars Gunnarssonar. 109 bls., íb. kr. 140.00. Fermingargjöfin: Stuttar ritgerðir um trú og siðgæði, eftir íslenzka höfunda. Hugljúf ævin- týri eftir erlenda böfunda. Litmyndir eftir Carl Blocli. 246 bls., íb. kr. 280.00. Ferðasöngbókin 2. útg. aukin og endurbætt. 124 bls., íb. kr. 55.00. Efnið, andinn og eilífðarmálin. Bókin fjallar um þær dýpstu gátur tilverunnar, sem sótt iiafa á fólk á öllum öldum. Með mynduin. Bókas. Félagsmálast. 4. bók. Ritstj. Hannes Jónsson. 216 bls. ób. kr. 200.00. Ólafur Björnsson: Þjóðarbúskapur íslendinga. 2. útg. Tilgangurinn með bók þessari er sá að gefa heildaryfirlit yfir þjóðarbúskap íslend- inga, á livaða grundvelli bann er rekinn og iivernig efnahagskerfið starfar. 423 bls., íb. kr. 500.00. Benjamín Sigvaldason: Gamlar sögur og nýj- ar. Sagnaþættir. 180 bls., ób. kr. 130.00. Thor Vilhjálmsson: Kjarval. Ævisaga. Myndir og litmyndir af verkum iistamannsins. 141 bls., íb. kr. 755.00. Ólafur H. Óskarsson: íslenzk-þýzk vasaorðabók. (Islandisch-deutsches Tascbenwörtenbuch). 215 bls., ib. kr. 75.00. Hubert Klinger-Klingerstorf: Sjálfsvörn, byggð á ju-jutsu. Með myndum. 62 bls., ób. kr. 64.00. Útvegum allar fáanlegar bækur. Kaupið bæk- urnar og ritföngin þar, sem úrvalið er mest. Sendum gcgn póstkröfu um land allt. Bókaverzlun Isafoldar Austurstræti 8. Reykjavík. Sími 1-45-27.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.