Fréttablaðið - 08.01.2010, Page 22

Fréttablaðið - 08.01.2010, Page 22
2 föstudagur 8. janúar helgin MÍNnúna ✽ nýtt og spennandi þetta HELST augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Ásta Kristjánsdóttir Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 GLÆSILEG Leikkonan Sarah Jessi- ca Parker var flott í bleiku á frumsýn- ingu kvikmyndarinnar Did You Hear About the Morgans í London. Þetta byrjaði auðvitað allt saman vegna þess að ég er sjúk í föt,“ útskýrir Harpa Pétursdóttir, mast- ersnemi í lögfræði, en hún var að setja á laggirnar síðuna www.loul- ou.is. Síðan sérhæfir sig í að selja fallegar flíkur sem eru jafnframt ódýrar. „Ég hef lengi verið að leita að leiðum til þess að geta keypt föt sem kosta mig ekki tugi þús- unda eins og oft vill verða hér á Ís- landi. Það virðist ekki vera hægt að kaupa fallega flík fyrir eitt tækifæri án þess að það kosti formúu og svo eru þetta kannski föt sem maður notar sjaldan aftur. Mér hreinlega ofbauð verðlagningin hér heima.“ Harpa pantar inn föt frá Bretlandi, Los Angeles og Ástralíu og selur þau á vefsíðunni. „Ég vel föt sem mig myndi sjálfa langa í og þau eru svona hæfilega klassísk en þó allt- af með einhverjum skemmtilegum avant-garde blæ.“ Þess má geta að Harpa selur einnig „vintage“ föt á Facebook undir síðunni Loulou Second Hand en þar er að finna lítið notaðar merkjavörur. - amb Vefverslunin Loulou fer í loftið Ofbauð verðlagið Ódýr og falleg föt Harpa Pétursdóttir er með vefsíðuna Loulou.is þar sem hægt er að versla á góðu verði. Glænýtt par Íslenska fyrirsætan Tinna Bergs og hönnuðurinn Mundi slitu sam- vistum fyrir nokkru en Tinna er nú komin með nýjan kærasta upp á arminn. Það mun vera enginn annar en plötusnúðurinn og hár- greiðslumaðurinn Jón Atli Helga- son en neistarnir flugu á milli þeirra í áramótafagnaði Jóns Jónsson- ar á skemmtistaðnum Austur. Þess má geta að Jón Atli framleiddi myndband fyrir Gus Gus, Add This Song, þar sem Tinna var í aðal- hlutverki. É g hef lengi haft brennandi áhuga á því að hjálpa fólki að hugsa vel um sig, breyta um lífsstíl og lifa góðu lífi,“ segir jógakenn- arinn, markþjálfinn og heilsuráðgjafinn Ingi- björg Stefánsdóttir. Hinn 18. janúar hefst sex vikna lífsstílsnámskeið í Manni lifandi sem hún skipuleggur, ásamt Arndísi Thorarensen, eiganda Manns lifandi. Á námskeiðinu ætlar hún að hjálpa fólki að virkja sinn innri kraft til að ná tökum á nýjum og betri venjum með þjálfun og aðhaldi. Það mun ekki einungis snú- ast um mat, heldur um það hvernig fólki líður almennt í lífinu, í sambandinu sínu, eða í vinn- unni og hvernig það tengist oft mataræðinu. Námskeiðið verður byggt upp á einstaklings- viðtölum, fyrirlestrum Ingibjargar og gesta- fyrirlesara og umræðum. Kennt verður í tíu manna hópum á þriðjudögum og fimmtudög- um, frá 18 til 19.30, samtals í níu skipti. Ingibjörg er nú í fjarnámi við Institute of In- tegrative Nutrition í New York, þar sem hún leggur stund á lífsstílsnæringarfræði. Hún nýtur sín vel þar. „Ég hef aldrei farið í svona flott nám áður, það er virkilega vel upp sett og ég er uppnumin eftir hvern fyrirlestur. Það er mikið efni að fara yfir en þetta er rosalega skemmtilegt,“ segir hún. Áður einbeitti hún sér fyrst og fremst að jóganu, þótt hún hafi alla tíð haft mikinn áhuga á hollu mataræði. „Það er oft þannig með fólk sem stundar jóga að það fer ósjálfrátt að verða meðvitaðra um hvað það setur ofan í sig. Í gegnum kennsluna hefur fólk svo oft verið að spyrja mig ráða um mataræð- ið, svo ég ákvað að drífa mig að læra meira. Mig langar virkilega að hafa meiri áhrif þarna, á hvað fólk setur ofan í sig.“ Meðal þeirra gestafyrirlesara sem koma að námskeiðinu eru þær Edda Björgvinsdótt- ir leikkona og Ásdís Olsen, sem hafði veg og vanda af útgáfu bókarinnar Meiri hamingja á íslensku, en hún fjallar um jákvæða sálfræði og leiðir að hamingjunni í gegnum hana. Námskeiðið er ætlað öllum, konum og körl- um, og kostar 39.900 krónur. Innifalið í því er gjafakort í jógastöð Ingibjargar, Yoga Shala, sem gildir meðan á námskeiðinu stendur. Þar að auki fá allir þátttakendur máltíð á Manni lifandi í hverjum tíma. - hhs Jógakennarinn Ingibjörg Stefánsdóttir fikrar sig inn á nýjar slóðir: BREYTTU UM LÍFSSTÍL Ingibjörg Stefánsdóttir Skipuleggur námskeið í Manni lifandi þar sem meðal annars verður farið í hvernig öðlast má betra líf með bættri næringu. MYND/HARI ÓLAFUR ARNALDS TÓNLISTARMAÐUR Fer í verk hjá Íslenska dansflokknum sem ég þarf eiginlega að skila bara í næstu viku svo ég verð væntanlega á fullu í því alla helgina. En ef ég finn ein- hvern tíma fyrir sjálfan mig ætla ég að taka því rólega og horfa á heimildarþætti sem ég var að detta inn í um pýramídana í Egyptalandi. Spenningur fyrir stefnumótaþætti Mikil eftirvænting ríkir fyrir nýrri og endurbættri Djúpri laug sem í þetta sinn verður stjórnað af fjöl- miðlakonunni Ragnhildi Magnús- dóttur sem áður var á Kiss FM og Bylgjunni, og Tobbu Marinósdóttur, blaðamanni á DV og Séð og heyrt. Þykir víst að þessar ofurskutlur verði hressar á skjánum og komi með nýjar og ferskar hugmynd- ir fyrir þennan vinsæla stefnumóta- þátt. Fyrsti þátturinn fer í loftið 12. febrúar, á föstudegi. Skóbúð/skóvinnustofa, Grettisgata 3, 101 Reykjavík Útsalan er hafi n 25-60% afsláttur Langur laugardagur opið kl. 11-15

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.