Fréttablaðið - 08.01.2010, Side 26

Fréttablaðið - 08.01.2010, Side 26
6 föstudagur 8. janúar ✽ tíska og útlit tíska T ískubiblían Vogue velur árlega þær konur sem blað-ið telur hafa framúrskarandi fatasmekk. Þar tróna sumar konur á toppnum ár eftir ár eins og til dæmis fyr- irsætan Kate Moss en þó mátti merkja nokkur ný andlit á listanum eins og Cheryl Cole, og Audrey Tatou. Smekklegustu konur síð- asta árs valdar af Vogue Emma Watson Stjarna Harry Pot- ter-kvikmyndanna hefur þróað flott- an stíl síðustu ár og í uppáhaldi hjá henni eru hönnuðir eins og Proenza Schouler. Emma var nýlega ráðin sem andlit Burberry-tískuhússins. Audrey Tatou Þessi fallega franska leikkona lék Coco Chan- el í kvikmynd- inni Coco before Chanel og gekk augljóslega að- eins í Chanel allt síðasta ár. Ekki amalegt! Dannii Minogue Systir Kylie Min- ogue var gesta- dómari í breska X-factor þætt- inum og sló í gegn með fata- stíl sínum. Hún gekk í fötum eftir Osma, Donnu Karan og Aurelio Costarella á árinu sem vann henni sæti á lista yfir best klæddu kon- urnar. Michelle Obama Bandaríska for- setafrúin kann að blanda saman ódýrum merkjum eins og Gap og J.Crew við hátískuhönnun eins og frá bandaríska hönnuðinum Nar- cisco Rodriguez. Henni hefur verið líkt við forsetafrúna Jackie O. Cheryl Cole Poppstjarnan og fótboltaeig- inkonan hefur fært sig úr skinkubúningn- um yfir í fágaða hönnun, meðal annars frá hönnuðunum Marios Schwab, Gils, Richard Nicoll og David Koma, og grætt þar með prik hjá tískuspekúlöntunum. Diane Kruger Leikkonan vakti mikla athygli í kvik- myndinni Ing- lorious Basterds og enn meiri at- hygli fyrir flottan klæðaburð meðan á kynningum á myndinni stóð. Kate Moss Hin 36 ára gamla ofur- fyrirsæta virð- ist aldrei stíga feilspor hvað persónulegan stíl varðar, . Sienna Miller Breska leikkonan kynnti kvikmynd- ina GI Joe á árinu og hefur aldrei verið flottari. Hún klæddist meðal annars fötum frá Hermes, Peter Pilotto, Diane Von Furstenberg og Isabel Marant. Georgia May Jagger Dóttir Micks Jagger og Jerry Hall þykir gíf- urlega smart og er iðulega mynduð í kjólum frá Vivienne Westwood. SLYDDUSKÓR Nú eru útsölurnar á fullu og um að gera að fjárfesta í góðum skóm í snjóinn. Þessir eru frá Marc Jacobs og fást í Kron Kron. Alexa Chung MTV- sjónvarpskonan Alexa Chung er enn eina ferðina á lista yfir best klæddu konur ársins en hún þykir hafa frumlegan og sniðugan stíl. BEST KLÆDDU 2009

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.