Fréttablaðið - 08.01.2010, Síða 32

Fréttablaðið - 08.01.2010, Síða 32
 8. janúar 2010 FÖSTUDAGUR STEPHEN HAWKING ER 68 ÁRA Í DAG. „Ég hef tekið eftir því að jafn- vel fólk sem er forlagatrúar, og telur að allt sé fyrirfram ákveð- ið og ekki sé hægt að gera neitt til að breyta því, lítur til beggja hliða áður en það gengur yfir götu.“ Breski eðlisfræðingurinn Stephen Hawking er einn þekktasti fræði- maður heims og höfundur bókar- innar Saga tímans. Hann er hald- inn hreyfitaugungahrörnun sem lamar líkamann smám saman. „Ingólfur H. Ingólfsson félagsfræðingur, eða Ingólfur hjá Spara.is eins og hann er þekktastur í dag, er fæddur og upp- alinn á Akureyri. „Ég er fæddist í risherbergi í því merka húsi Bautanum sem á þeim tíma var Guðmannsverslun,“ segir Ingólfur en hann rekur rætur sínar þó víðar en á Norð- urlandið. „Foreldrar mínir koma að vestan, móðir mín úr Dýrafirðinum og faðir minn úr Flatey á Breiðafirði,“ upplýs- ir hann. Ingólfur bjó á Akureyri allt þar til hann útskrifaðist úr Menntaskólanum þar í bæ árið 1971. „Ég fór þá í félagsfræði við Háskóla Íslands sem var alveg ný grein. Ég var ´68-kynslóðar maður og þótti rétt að velja svo róttæka grein,“ segir hann glettinn. Róttæknin réði áfram för eftir útskrift frá HÍ. Ingólfur fór til Þýskalands í framhalds- nám og valdi sér háskólann í Bremen. „Hann var stofnaður örfáum árum fyrr og var skóli sem átti að uppfylla kröfur stúdentahreyfingarinnar, var róttækur og merkilegur fyrir margra hluta sakir,“ segir Ingólfur. Hann lauk síðan námi í félagsfræði en hélt ekki heim um leið heldur hóf að kenna. „Þegar ég var búinn að ljúka mínu námi í byltingarfræðunum var nefnilega engin eftirspurn lengur eftir byltingarmönn- um,“ segir hann og hlær. Eins og með svo marga Íslendinga togaði föðurlandið í Ing- ólf og þegar hann sneri aftur hóf hann störf hjá Trygginga- stofnun ríkisins. „Enda hafði ég í náminu lagt áherslu á vinnu og endurhæfingu,“ segir Ingólfur en lengst af starfaði hann í umönnunargeiranum, hjá Svæðisskrifstofum um málefni fatl- aðra, Geðhjálp og víðar. Síðan sneri Ingólfur algerlega við blaðinu árið 2003. „Þá fór ég allt í einu að hugsa um peninga sem er töluvert fjar- lægt félagsfræðingnum,“ segir hann en að eigin sögn var rót- tæklingurinn hann alltaf með gat á buxnavösunum og hafði ekki mikið dálæti á peningum. „Þegar ég stóð á fimmtugu leist mér ekkert á það hvernig peningamálin voru að þróast hjá mér. Ekkert nema skuldir, vinna, meiri vinna og ég sem hafði látið mig dreyma um að fara á eftirlaun snemma og njóta lífsins í Karíbahafinu,“ segir hann glettinn. „Þá sett- umst við konan mín niður og reyndum að leysa þessi mál. Gerðum nokkrar klassískar tilraunir á borð við að skera niður og hætta að nota Visa en ekkert dugði. Þangað til við duttum niður á ákveðna aðferðafræði sem svínvirkar og endaði á því að ég gerði að atvinnu minni að kenna þessa aðferð öðrum,“ segir Ingólfur sem stofnaði í framhaldinu fyrirtækið Spara. is. Og felst aðferðin þá bara í því að spara? „Nei, það er nefni- lega svo merkilegt að þetta snýst um að hafa gaman af pen- ingunum sínum. Ef þú hefur það að markmiði hættir þú að skuldsetja þig svona mikið, hættir að eyða um efni fram og ferð að byggja upp sparnað og greiðir niður skuldir. Og þetta er hægt að gera allt samtímis.“ Ingólfur segist ánægður með viðtökurnar sem hann hefur fengið. Hann hefur þó ekki staðið fyrir neinum námskeiðum síðasta árið en fljótlega fer hann af stað á ný með námskeið sem verða þá meira sniðin að viðbrögðum við kreppunni. Ingólfur er sextugur í dag. Hann hefur iðulega haldið upp á afmælið sitt í margmenni en nú mun hann hafa annan hátt- inn á þar sem hann ætlar til Tenerife. „Ég mun dansa undir sólinni,“ segir hann glaðlega og kann vel við hlýjuna á Tener- ife eftir kuldakastið á heimaslóðum. solveig@frettabladid.is INGÓLFUR H. INGÓLFSSON: ER SEXTUGUR Í DAG Ætlar að dansa undir sólinni FÉLAGSFRÆÐINGUR MEÐ PENINGAÁHUGA Ingólfur H. Ingólfsson stofnaði Spara.is fyrir nokkrum árum þar sem hann kennir fólki að fara með peningana sína. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON timamot@frettabladid.is Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, Guðrúnar Ágústu Óskarsdóttur Ásavegi 2g, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja og Kirkjukórs Landakirkju. Jóhanna Hjálmarsdóttir Sigurjón Þór Guðjónsson Viðar Hjálmarsson Jóna Sigríður Guðmundsdóttir Hjálmar, Guðrún Ágústa, Bjarni Ólafur, Guðjón Orri og Franz. 80 ára afmæli Sigríður Halldórsdóttir vefnaðarkennari, Kópavogsbraut 1c, er áttræð í dag 8. janúar 2010. Í því tilefni býður hún vinum og venslafólki til kaffi samsætis í kaffi húsinu AMOKKA Hlíðarsmára 3 Kópavogi, laugardaginn 9. janúar kl. 15.00 - 18.00. Blóm og g jafi r vinsamlega afþakkaðar. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, Hreiðar Eyfjörð Jónsson Brekkugötu 38, Akureyri, lést í Sjúkrahúsi Akureyrar 5. janúar. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 15. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á hjálparstarf ABC. Soffía Jóhannsdóttir Jóhann Eyfjörð Hreiðarsson Hreiðar Eyfjörð Hreiðarsson og fjölskyldur. 75 ára afmæli Magnús Theodór Magnússon myndhöggvari, TEDDI er 75 ára í dag 8. janúar. Af því tilefni hefur hann opið hús allan daginn laugardaginn 9. janúar á vinnustofu sinni Arnarholti á Kjalarnesi og býður þangað vinum, ætting jum og velunnurum að koma og þigg ja léttar veit- ingar og njóta verka hans í tilefni dagsins. Leiðarlýsing er á heimasíðu hans www.teddi.net r Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Haraldur Árnason Laugarvegi 33, Siglufirði, lést 29. desember. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 9. janúar kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er vinsamlegast bent á SÁÁ, banki 116 26 452, kt. 521095 2459. Karólína Friðrika Hallgrímsdóttir Ólöf Þórey Haraldsdóttir Ásgeir Sigurðsson Helga Haraldsdóttir Erlingur Björnsson Ragnheiður Haraldsdóttir Árni Haraldsson Ragnheiður Árnadóttir Eyþór Haraldsson Árni Þór Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Gunnar Friðrik Valby Jónsson Austurbraut 4, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, miðvikudaginn 30. desember. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju, þriðjudaginn 12. janúar kl. 13.00. Anna Basilia Pepito Sigrún Elísabet (Sísella) Gunnarsdóttir Kristján Valby Gunnarsson Unnar Valby Gunnarsson Bryndís Jakobsdóttir Katherine Rose Jónsson Brynjólfur Líndal Jóhannesson Ray Anthony Jónsson Gerður Björg Jónasdóttir Michael James Jónsson Linda Ósk Heimisdóttir Ronald Glenn Jónsson Gréta Dögg Hjálmarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, María Ólína Kristinsdóttir frá Horni, Árskógum 6, Reykjavík, lést á jóladag á Landspítalanum í Fossvogi. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Gunnlaugur K. Hreiðarsson Kolbrún Guðmundsdóttir Helgi Már Hreiðarsson Guðrún Ólöf Sigmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Laufey Haflína Finnsdóttir Garðvangi, Garði, lést á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi, þriðjudaginn 5. janúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, mánudaginn 11. janúar kl. 13.00. Finnur Óskarsson Ásgerður Einarsdóttir Þorbjörg Óskarsdóttir Einar Gunnarsson Erla Vigdís Óskarsdóttir Ingibjörg Óskarsdóttir Guðjón Guðjónsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, amma og langamma, Áslaug Böðvarsdóttir Íragerði 5, Stokkseyri, verður jarðsungin frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 9. janúar kl. 15.00. Einar Ólafsson Sigrún Kristín Hilmarsdóttir Kári Böðvars Jóhanna H. Óskarsdóttir Óskar Ingi, Tómas Þór, Anna Margrét og langömmubörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Guðrún Sturludóttir Hjallaseli 41, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi, þriðjudaginn 5. janúar sl. Útförin auglýst síðar. F.h. aðstandenda, Sigríður Kristín Þórisdóttir Þorkell Samúelsson Reynir Þormar Þórisson Sveinborg Jónsdóttir

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.