Fréttablaðið - 08.01.2010, Page 34

Fréttablaðið - 08.01.2010, Page 34
BAKÞANKAR Bergsteins Sigurðs- sonar 22 8. janúar 2010 FÖSTUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Rosalega er nú merkilegt að sjá þig hinumegin barborðsins. Heimurinn er öfugsnúinn þessa dagana, hann snýst í öfugan hring. Rio Ring-Massi er í ein- hverjum erfiðleikum með hnéð á sér og ég veit ekki hvort hann nær leiknum gegn Gillingham. Þarna komst heim- urinn í samt lag aftur. Pabbi, geturðu lánað mér pening? Til að? Kaupa þetta brimbretti. Því miður, allir mínir peningar eru í snjó- sleðanum Þú þarft alltaf að horfa á praktísku hliðina, er það ekki? Hvar er jakkinn þinn? Hún er í skól- anum líka. Í raun og veru hafa allar úlpur, jakkar, bolir, stuttermabolir, treflar og húfur sem ég á verið skildar eftir í skólanum. Viltu vinsamlegast skrifa undir þetta plagg hérna, til vonar og vara, ef þeir skyldu nota aðgerðina þína sem myndefni í þátt- unum „verstu læknar í heimi“. Hann er stirður og haltur og hnéð á honum ískrar þegar hann hleypur, hann er gjörsamlega ónothæfur. Já, konan á skrifstofunni sagði mér að þau væru að velta því fyrir sér að kalla „Tapað/fundið“ eftir mér. Hver og ein ein- asta flík? Farðu þá í rauðu peysuna þína. Ég skildi hann eftir í skólanum. Helgarblaðið: Heimili og hönnun: Menning: Kolbrún Halldórsdóttir í helgar- viðtali. Beinta Maria Didriksen og Levi Didriksen: Levi níu ára er stoð og stytta tvíburasystur sinnar sem er með sjúkdóm sem aðeins fimm manns í heiminum þjást af. Íslensk hönnun eins og hún gerist best. Húsgögn, arkitek- túr og vöruhönnun í Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum. Þrjár óperufrumsýningar í maí. Mest seldu bókmenntaverk Evrópu í fyrra. Íslenska ímyndin á viðreisnar- árunum. Allt um Listahátíðina. Sæll Ólafur, Steinunn hér hjá Ríkisbank-anum. Heyrðu, þetta er varðandi lánið. Við fengum tölvupóst frá þér á dögunum þar sem þú kveðst hættur við að borga og ætlir að nýta „málskotsrétt“ þinn. Get- urðu skýrt þetta aðeins nánar fyrir mér?“ „Þetta er nú kannski ofmælt hjá þér. Vita- skuld hleypst ég ekki undan skuldbind- ingum mínum en það er ljóst að það hefur myndast gjá milli mín og bankans í þessu máli og því sé ég ekki aðra leið en að leyfa fólkinu að kjósa um þessa skilmála ykk- ar.“„Hvaða fólki?“ „Nú fólkinu á und- irskriftalistanum.“ „Undirskriftar- lista? Áttu við ábyrgðarmennina sem skrifuðu upp á lánið?“ „Bitamunur en ekki fjár.“ NÚ LIGGUR hins vegar fyrir að bankinn ætlar að gjaldfella lánið ef þú borgar ekki. Hefurðu íhugað hvaða afleiðingar þetta kemur til með að hafa á fjárhagsstöðu þína og ábyrgðarmannanna?“ „Ég er ekki svo mikið að velta mér upp úr hvað geti gerst á þessu stigi málsins, læt öðrum eftir slíkar bollaleggingar. Ég verð samt að segja að viðbrögðin við ákvörðun minni hafa ekki komið mér á óvart. Ég fékk innheimtubréf eins og ég bjóst við, en tónninn í því var tals- vert jákvæðari en ég átti von á. Ég hef líka fundið fyrir meðbyr hjá stuðnings- mönnum mínum á undirskriftarlistanum.“ „Ábyrgðarmönnunum, Ólafur! Við töluð- um nú við suma þeirra, og þeir voru nú ekkert alltof hressir, hvorki þegar þeir átt- uðu sig á hvað þeir höfðu skrifað undir né með þetta nýjasta uppátæki þitt.“ „Þetta er hin lýðræðislega hefð.“ EN BANKINN hefur sent þér nokkur inn- heimtubréf þar sem tekið er fram að hann mun ekki fallast á þessa fáránlegu skil- mála þína. Af hverju ætti hann að gera það núna?“ „Menn hafa nú sagt svo margt í þessu máli öllu, þannig að það er ekkert öruggt í þeim efnum og best að vera ekk- ert að úttala sig um hvernig það fer.“ ÞEIR HJÁ innheimtusviði bankans segjast nú hafa staðið í þeirri trú að þið hafið kom- ist að samkomulagi á fundi í síðustu viku.“ „Það var nú ekki efnislegur fundur. Ég átti leið hjá útibúinu um daginn, leit inn til að fá heitt að drekka og kannski brjóstsyk- ur og rakst þá á þessa menn sem þú nefn- ir. Jú, við röbbuðum eitthvað saman en ég held að það sé óvarlegt að draga einhverj- ar stórar ályktanir af því.“ „Ólafur, er þér alvara? Þú ert að fara að láta lán falla á ömmu þína.“ „Fólkið hefur talað. Það verð- ur kosið á Facebook eins fljótt og auðið er.“ Að taka Ólaf á þetta

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.