Fréttablaðið - 15.01.2010, Síða 20
JÓNAS KRISTJÁNSSON heldur
úti veitingarýni á vefsíðu sinni www.
jonas.is. Þar mælir hann til dæmis
með nýja staðnum Eldhrímni.
„Þetta er náttúrlega ótrúlegur
heiður fyrir okkur að hafa verið
valin í þessa keppni, sérstaklega
í ljósi þess að varla er ár liðið frá
því að við opnuðum í Norræna hús-
inu,“ segir Ólafur Örn Ólafsson,
annar eigandi og yfirþjónn á veit-
ingastaðnum Dill, sem er fulltrúi
Íslands í keppninni The Nordic
Prize.
Keppnin The Nordic Prize er
runnin undan rifjum hins danska
Bents Christensen, sem ritstýr-
ir Spise Guide, þekktri handbók
um veitingastaði í Danmörku, og
hefur um nokkurt skeið staðið
fyrir árlegu vali á besta veitinga-
húsi þar í landi. Christensen ákvað
að færa út kvíarnar í ár með því
að efna til sambærilegrar keppni
á milli Norðurlandanna þar sem
hvert land á sinn eigin fulltrúa að
sögn Ólafs.
„Búast má við harðri keppni þar
sem risarnir í veitingabransan-
um mæta til leiks,“ bendir hann á.
„Þannig verður Doma fulltrúi Dan-
merkur í keppninni en það hefur
verið valið þriðja besta veitingahús
veraldar. Svíar tefla fram Mattias
Dahlgren, Norðmenn Bagatelle og
Finnar Savoy, en þetta eru staðir
sem hafa allir fengið eina eða fleiri
stjörnur samkvæmt Michelin-ein-
kunnakerfinu, sem þykir góður
mælikvarði á gæði veitingahúsa.
Það er alveg frábært að lenda í hópi
með þessum aðilum sem eru ekki
bara kanónur á Norðurlöndunum
heldur á heimsvísu.“ Úrslitin
verða kynnt við hátíðlega athöfn
á veitingahúsinu Sölleröd kro í
Kaupmannahöfn á sunnudag og
er viðbúið að stjörnur í veitinga-
bransanum láti sjá sig. Dómnefnd-
ina skipa heimsþekktir sérfræð-
ingar á sviði matargerðar. Þeirra
á meðal er greinahöfundur við hið
virta tímarit Vinforum sem kom á
dögunum til landsins ásamt hinum
dómurunum til að taka út Dill, eftir
að íslensk dómnefnd hafði tilnefnt
staðinn sem fulltrúa Íslands.
Ólafur fer utan til Danmerkur í
dag ásamt Gunnari Karli Gíslasyni,
hinum eiganda Dill, og eru þeir
fullir tilhlökkunar. „Þetta hefur
mikla þýðingu fyrir Dill og það
nýnorræna eldhús sem við erum að
fást við. Svo á þetta eftir að vekja
athygli ekki bara á okkur heldur
íslenskri matseld og vonandi setja
íslenska matreiðslumenn í fremsta
flokk þar sem við eigum heima,“
segir Ólafur og viðurkennir að sér
þætti gaman að sigra. „Það væri
frábært að hljóta nafnbótina besta
veitingahúsið á Norðurlöndunum.“
roald@frettabladid.is
Mæta norrænum risum
Veitingahúsið Dill er fulltrúi Íslands í keppni um besta veitingahús á Norðurlöndum og verða úrslit kunn-
gjörð í Kaupmannahöfn á sunnudag. Mikill heiður að vera valinn til þátttöku, segir Ólafur Örn hjá Dill.
„Ótrúlegur árangur,“ segir Ólafur Örn Ólafsson, annar eigenda Dill. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
DILL restaurant hefur á skömmum tíma skipað sér í flokk
með bestu veitingahúsum á Íslandi og var á dögunum
tilnefnt til The Nordic Prize verðlaunanna sem besta
veitingahús á Norðurlöndunum auk þess sem
Gestgjafinn valdi DILL veitingahús ársins 2009 fyrir hátt
þjónustustig, framsækið eldhús og fagmennsku.
DILL restaurant Norræna húsinu Sturlugötu 5 101 Reykjavík sími 5521522 dillrestaurant.is dillrestaurant@dillrestaurant.
Opið í hádeginu alla daga frá kl. 11.30 og fyrir kvöldverð miðvikudaga til laugardaga frá kl.19.
Tilnefnt sem besta
veitingahús á Norðurlöndum
(The Nordic prize)
Gildir til 4. febrúar
Gildir ekki með öðrum tilboðum eða drykkjum.
Klippið út auglýsinguna