Samtíðin - 01.06.1940, Page 35

Samtíðin - 01.06.1940, Page 35
SAMTÍÐIN 31 Nýjar b erlendar bækur J Carl Henrik Clemmensen: Mit Köben- havn. — Handritið að þessari skemtilegu bók um Khöfn var til- búið fná hendi höfundar 1. sept. s. 1. Þetta er bók um Khöfn á tíma- bilinu milli heimsstyrjaldanna. Hver lina í þessari bók má heita ástarjátning liöfundar til hinnar fögru og vingjarmegu Ijorgar við Eyrarsund, þar sem ljósadýrðin blikar yfir Ráðliústorgi og Vestur- brú og margar þúsundir hjólreiða- manna setja sérkennilegan svip á alla umferð. Margar mvndir prýða bókina. 256 bls. Verð ób. d. kr. 8.75. íl). d. kr. 13.75. Natanael Beskow: Kulturens Demo- kratisering. — Höfundur þessarar bókar er mjög kunnur sænskur kennimaður og uppeldisfræðingur. Hann kemst hér að þeirri niður- stöðu, að lýðræði álfu vorrar sé mikil hætta búin, en ekki dugi lýð- ræðissinnum það eitt að bölsótast gegn einræðisstefnunum i austri og vestri. Fróðleg bók. 102 bls. Verð ób. d. kr. 2.50. Sven Stolpe: Frilied og Fællesskab. ■— Dr. Stolpe er víðkunnur sænskur bókmenlafræðingur og fylgismaður hinnar svonefndu Oxfordhrevfingar. Stolpe eggjar bér lýðræðissinna á að taka hönd- uni saman i einu allsherjar kristi- legu samfélagi gegn ofbeldisstefn- um þeim, er nú ógna Evrópumenn- ingunni. Hann veitist eindregið gegn allri bálfvelgju í þessum efn- um. 88 bls. Verð ób. d. kr. 3.00. Niels Jörgensen: Norden og Krigen nordiske Samtaler. — Þessi bók gevmir viðtöl við þrjá ráðherra, tvo kaupsýslumenn, þrjiá háskólakenn- ara og einn ritstjóra, og umræðu- efnið er núverandi Evrópustyrj- öld. Flest samtölin fóru fram, áður en stríðið braust út og er fróðlegt að bera spár þær, er í þeim felast saman við veruleikann. 98 bls. Verð ób. d. kr. 3.00. Octave Aubry: Napoleons Privatliv. — í þessari bók lýsir frakkneski sagnfræðingurinn O. Aubry hinum nafnfræga keisara frá öðru sjónar- miði en bann hefur áður gert. Það liggur við, að bann reyni til að svifta frægðarljómanum af minn- ingu Napoleons með því að gera hann að reikulli sál í hversdagslíf- inu. Þessi bók bregður upp mynd af Napoleon, sem mörgum mun finnast nýstárleg. 366 bls. Verð ób. d. kr. 10.00, ib. kr. 22.00. Theodore Illion: Forklædt gennem Tibet. — Ferðamaður, í dulargervi Tíbetbúa lýsir bér báttum fólksins í Tíbet. Hann kemur afarviða við, og bókin er stórfróðleg, enda þótt ætla megi, að nokkuð skorti á gagn- rýni höfundar á stöku stað. Eins og aðrar bækur, sem fjalla um menningu Asíubúa, veitir þessi bók nýstárlega þekkingú. 131 bls. Verð ób. d. kr. 5.00.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.