Fréttablaðið - 18.01.2010, Blaðsíða 38
26 18. janúar 2010 MÁNUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
HVAÐ SEGIR MAMMA?
LÁRÉTT
2. skítur, 6. ógrynni, 8. háma, 9.
þjófnaður, 11. tveir eins, 12. beikon,
14. kærleiks, 16. berist til, 17. rjúka,
18. eyrir, 20. tveir eins, 21. slabb.
LÓÐRÉTT
1. grasþökur, 3. ullarflóki, 4. strau-
miða, 5. vefnaðarvara, 7. þögull,
10. tangi, 13. hlóðir, 15. ferðast, 16.
hryggur, 19. guð.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. drit, 6. of, 8. úða, 9. rán,
11. uu, 12. flesk, 14. ástar, 16. bt, 17.
ósa, 18. aur, 20. tt, 21. krap.
LÓÐRÉTT: 1. torf, 3. rú, 4. iðukast,
5. tau, 7. fálátur, 10. nes, 13. stó, 15.
rata, 16. bak, 19. ra.
„Við viljum sýna að við erum ekki
öll slæmar manneskjur,“ segir
Litháinn Algirdas Slapikas.
Hópur fólks hefur stofnað
Íþróttafélag Litháa á Íslandi sem
hefur það að markmiði að gefa
ungum sem öldnum tækifæri til
íþróttaiðkana og að aðstoða inn-
flytjendur við að aðlagast íslensku
samfélagi. „Vegna allra þessara
neikvæðu frétta í blöðunum þá er
þetta eitthvað sem við viljum að
sjálfsögðu að bæti ímynd innflytj-
enda, sem fáeinir einstaklingar
hafa skemmt,“ segir Algirdas, sem
er formaður félagsins. Um 1.500
Litháar eru búsettir á Íslandi og
ætti efniviðurinn því að vera ágæt-
ur fyrir þetta nýstofnaða félag.
Tilurð félagsins var þátttaka
körfuboltaliðsins Lituanica í 2.
deild karla síðasta haust. Körfu-
knattleikssamband Íslands, KKÍ,
setti það sem skilyrði að stofnað
yrði íþróttafélag í kringum liðið
og þá fór boltinn að rúlla. Í stjórn
félagsins eru þekktir íþróttamenn
af litháískum uppruna, þar á
meðal Ramune Pekarskyte, hand-
boltakona hjá Haukum, og þau
Kristina Kvedarine og Romualdas
Gecas sem hafa bæði spilað hand-
bolta hér á landi.
Síðar meir vonast Algirdas til
að fótbolti og fleiri íþróttir bætist
í flóru félagsins og stefnan hefur
verið sett á að taka þátt í utan-
deildinni í fótbolta í framtíðinni.
Tekur hann fram að allir séu vel-
komnir í íþróttafélagið, bæði inn-
flytjendur og Íslendingar.
„Þetta byrjaði fyrir svona einu
ári þegar ég var að undirbúa lithá-
ískt körfuboltamót á Ásvöllum. Það
var mjög góð aðsókn og þrettán lið
mættu. Í haust leyfði KKÍ okkur
svo að keppa í 2. deildinni,“ segir
hann. Liðið, sem spilar heimaleiki
sína í Vogum, hefur spilað sjö leiki,
unnið tvo en tapað fimm. „Þetta er
góður árangur því við erum bara
með tvo sem hafa stundað körfu-
bolta af einhverri alvöru. Við
eigum eftir að styrkjast eftir því
sem fram líða stundir.“
Hann er einnig mjög ánægður
með stuðninginn sem liðið hefur
fengið því hópur Litháa mætir á
alla leiki liðsins, sem er frekar
óalgengt þegar 2. deildin er ann-
ars vegar. Sýnir þetta vel samstöð-
una sem ríkir innan raða Litháa á
Íslandi. freyr@frettabladid.is
ALGIRDAS SLAPIKAS: VIÐ ERUM EKKI ÖLL SLÆMAR MANNESKJUR
Hópur Litháa á Íslandi
stofnar nýtt íþróttafélag
ALGIRDAS SLAPIKAS Algirdas vill aðstoða innflytjendur, bæði frá Litháen og annars
staðar frá, við að aðlagast íslensku samfélagi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
LITUANICA Körfuboltaliðið hefur unnið
tvo leiki en tapað fimm það sem af er
keppnistímabilinu.
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, knatt-
spyrnumaður í úrvalsdeildarliðinu
FH, útskrifaðist sem tannlæknir
síðasta vor. Hann segir gaman að
fá liðsfélaga til sín í stólinn.
Ásgeir Gunnar, sem er miðju-
maður í liði FH, hefur starfað sem
tannlæknir hjá tannlæknastofunni
Krýnu frá því að hann lauk námi.
Hann segir það hafa verið stremb-
ið á tíðum að sinna bæði boltanum
og náminu en að það hafi þó gengið
upp með mikilli vinnu. Aðspurður
segir hann það hafa komið fyrir að
vera beðinn um eiginhandaráritun
að tannviðgerðunum loknum.
„Það er einn og einn sem veit hver
maður er og sumir krakkarnir
hafa beðið um eiginhandaráritun,
sem er alltaf gaman. Ég hef líka
fengið nokkra liðsfélaga til mín í
stólinn og það er gaman að fíflast
svolítið í þeim og hræða þá með
tækjunum hér á stofunni,“ segir
Ásgeir Gunnar.
Sjálfur hefur Ásgeir Gunnar
aldrei fengið tannskemmd og
þegar hann er beðinn um hollræði
fyrir lesendur blaðsins segir hann
mikilvægt að bursta tennurnar
tvisvar á dag. „Besta ráðið er að
bursta tennurnar tvisvar á dag og
nota tannþráð daglega. Tannburst-
inn nær ekki á milli tannanna og
því er mikilvægt að nota tannþráð
líka.“ - sm
Hræðir liðsfélagana með borunum
ALDREI FENGIÐ SKEMMD Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, tannlæknir og fótboltamaður,
hefur aldrei fengið tannskemmd. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Sendiherra Íslands í Austurríki, Stefán Skjaldarson, ætlar að hvetja silf-
urdrengina í handboltalandsliðinu til dáða gegn Serbíu á Evrópumótinu
í Austurríki á morgun.
„Ég ætla náttúrulega að fara á leikinn. Hann er 150
kílómetra í burtu héðan í borginni Linz en það er ekk-
ert mál að skreppa,“ segir Stefán, sem hefur verið
sendiherra í Austurríki í þrjá mánuði. Hann telur það
miklu máli skipta að vinna fyrsta leikinn ef vel á að
ganga í mótinu. Ekki væri heldur verra að vinna Dani,
sem eru með Íslendingum í riðli ásamt heimamönn-
um í Austurríki. „Ef þeir komast áfram þá kom-
ast þeir til Vínar og þá verður styttra að fara á
leikina,“ segir Stefán, sem starfar einmitt í Vín-
arborg. Aðspurður segir hann það alveg óvíst
hvort hann ætli að heilsa upp á landsliðsmennina
fyrir leikinn gegn Serbum. „Ég vil nú helst ekki
vera að trufla þá. Kannski tala ég bara við þá í klefanum eftir leik, það
er ef þeim gengur vel,“ segir hann í léttum dúr.
Töluverð umfjöllun hefur verið um mótið í austurrískum fjölmiðlum
að undanförnu og hefur Stefán fylgst grannt með gangi mála. „Þeir hafa
verið með fréttir af sínu liði. Þeir hafa verið að æfa grimmt og
þeim hefur gengið nokkuð vel,“ segir hann en býst við því að
Austurríkismenn nái ekki að stöðva Íslendingahraðlestina.
Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, hefur útvegað
Íslendingum um 25 miða á leikinn gegn Serbum. Fleiri ætla
að mæta á leikina gegn Austurríki og Danmörku eða um 65
til 70 manns. Ekki er flogið beint til Austurríkis frá
Íslandi að vetri til og því þurfa handboltaáhuga-
menn að fljúga til borga á borð við Frankfurt eða
Kaupmannahöfn og taka þaðan lest, eða nota bíla-
leigubíla til að komast á leiðarenda. - fb
Sendiherra styður silfurdrengina
„Mér hefur
alltaf fundist
hann ofboðs-
lega sérstakur.
Hann fékk
snemma mikinn
tónlistaráhuga
og var þriggja
ára orðinn Billy
Joel aðdáandi.
Hann hefur alltaf haft mikla út-
þrá og pabbi hans þurfti að fara
með hann til stórborga til að
sefa útþrána. Mér finnst hann
vera að blómstra í listinni núna
og er mjög ánægð með hvernig
hefur ræst úr honum.“
Þóra Berg Jónsdóttir er móðir Sigtryggs
Bergs Sigmarssonar, eins þeirra lista-
manna sem taka þátt í samsýningunni
Ljóslitlífun í Hafnarhúsinu.
Hún vakti töluverða athygli, frétt
Séð og Heyrt, um að Linda
Pétursdóttir, fyrrum alheims-
fegurðardrottning og eigandi
Baðhússins, væri komin með nýjan
herra. Sá væri Þorgils Óttar Mathie-
sen, bróðir fyrrum
fjármálaráðherrans
Árna Matthiesen
og fyrrverandi
fyrirliði íslenska
landsliðsins. Linda
upplýsir hins
vegar í samtali
við sunnudags-
blað Morgun-
blaðsins að
þau séu ekki
lengur par.
Óskar Páll Sveinsson og Bubbi
Morthens voru kampakátir þegar
úrslit símakosningu Söngvakeppni
Sjónvarpsins voru ljós
því þeir komust áfram
með Jógvan Hansen og
lagið One More Day.
Hvanndalsbræður
sýndu enn og sönn-
uðu að þeir eiga
sér tryggan aðdá-
endahóp því þeir
komust einnig
áfram í úrslita-
kvöldið með Gleði
og Glens.
Kvikmynd Baltasars Kormáks,
Inhale, er komin í eftirvinnslu á
nýjan leik og er nú gert ráð fyrir
því að hún verði frumsýnd á þessu
ári, samkvæmt kvikmyndavefn-
um imdb.com. Upphaflega var
gert ráð fyrir því að
myndin yrði frumsýnd
á árinu sem var að
líða. Myndin skartar
Diane Kruger í
aðalhlutverki en
hún lék eitt aðal-
hlutverkanna í
Tarantino-mynd-
inni Inglorious
Basterds. - fgg
FRÉTTIR AF FÓLKI
EINAR ÞORVARÐARSON Einar stendur í ströngu við að
úthluta Íslendingum miða á Evrópumótið í handbolta.
SNORRI STEINN Sendiherrann ætlar að styðja við bakið á
Snorra Steini Guðjónssyni og félögum í landsliðinu.