Fréttablaðið - 21.01.2010, Síða 26

Fréttablaðið - 21.01.2010, Síða 26
FJALLALEIDSOGUMENN.IS fjallaleidsogumenn@fjallaleidsogumenn.is NÁNARI UPPLÝSINGAR Í SÍMA 587 9999 Sp ör e hf . Fræðslukvöld 21. janúar kl. 20 í verslun 66°N í Faxafeni. FJALLKONUR ÍSLANDS 2010 Skráning á heimasíðu Íslenskra Fjallaleiðsögumanna www.gtyrfi ngsson.is - S. 568 1410 / 482 1210 - Grænir og góðir Óvissuferðir, starfsmannaferðir, gönguhópar. Bjóðum allar stærðir hópferðabíla með og án bílstjóra. Leitið tilboða. www.gtbus.is - gt@gtbus.is - S. 482-1210 Guðmundur Tyrfi ngsson ehf LaugardagaJóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki „Í fljótu bragði má segja að þetta sé félagsskapur fyrir áhugafólk um fjallamennsku, svolítið í anda ÍsAlp, sem er Alpaklúbbur Íslands,“ segir Óskar Arason sem var í vik- unni kjörinn formaður hins nýja Fjallafélags Hornafjarðar. Óskar er mikill áhugamaður um fjallamennsku en segir ferilinn þó ekki langan í þeim efnum. „Ég flutti aftur heim í sveitina fyrir nokkrum árum og fór að trítla í gönguskón- um mínum upp og niður hlíðarnar en fór að reka mig á að mig lang- aði að fara lengra og meira en ég gat,“ segir Óskar. Þegar hann aflaði sér upplýsinga um námskeið til að verða sér úti um þá tækni sem hann þyrfti komst hann að því að hann yrði að leita suður til Reykjavíkur. Þá vaknaði sú hugmynd að stofna fjallafélag í heimabænum. Eitt fyrsta verkefni Fjallafé- lagsins verður einmitt að halda námskeið í samstarfi við fram- haldsskólann og Björgunarfélagið á staðnum. „Það kom í ljós að þess- ir aðilar ætluðu að halda námskeið í byrjun árs og því þótti tilvalið að halda eitt sameiginlegt námskeið,“ segir Óskar. Það er Björgunarskól- inn sem heldur námskeiðin Vetrar- fjallamennska 1 og Fjallamennska 2 þar sem farið verður yfir þætti sem lúta að ferðamennsku á fjöll- um, ísklifri, línumeðferð og snjó- flóðum. Óskar segir vaxandi áhuga á fjallamennsku hjá íbúum í Ríki Vatnajökuls. Ekki er það að furða því mikil ásókn göngufólks alls stað- ar að af landinu hefur verið á fjöll í héraðinu. Sérstaklega hafa ferðir á Hvannadalshnúk notið mikilla vin- sælda undanfarið. Hornafjörður og umhverfi býður enda upp á ótrúleg tækifæri fyrir fjallaáhugamenn. „Það var það sem kveikti í manni, því hér í kring er allt sem menn þurfa. Jökullinn við bæjardyrnar og klettaklifurmöguleikar víða. Til dæmis er stærsta sportklifur- svæði í klettaklifri á Hnappavöllum í um 40 mínútna akstursfjarlægð,“ segir Óskar. Hann segir Fjallafé- lagið ekki enn hafa skipulagt fjalla- ferð þó að stefnan sé sett á að klífa skemmtilega tinda í vor þar sem þeim aðferðum verður beitt sem lærð voru á námskeiðum í vetur. En hvað með Hvannadalshnúk? „Margir í félaginu hafa nú gengið á hann. Ætli við munum ekki fara á hann saman í framtíðinni. Það væri nú ekki hægt að láta annað spyrj- ast út en að Fjallafélag Hornafjarð- ar hefði skipulagt ferð á hnúkinn,“ segir hann glaðlega. Og framtíðardraumarnir? „Þeir eru til dæmis að skipuleggja ferð- ir félagsmanna á fjöll og jökla um allan heim, koma upp aðstöðu til æfinga jafnt innanhús sem utan og vinna að því að byggja upp fjalla- skála.“ solveig@frettabladid.is Hornfirðingar fara á fjöll Fjallafélag Hornafjarðar, sem hefur það að markmiði að efla fjallamennsku í Ríki Vatnajökuls, var stofn- að á Kaffihorninu á Höfn á þriðjudag. Óskar Arason er nýkjörinn formaður hins nýja félags. Í ríki Vatnajökuls eru óþrjótandi möguleikar á að stunda fjölbreytta fjallamennsku allt árið um kring. MYND/RAGNAR TH. SIGURÐSSON EITT FJALL Á VIKU er verkefni á vegum Ferðafélags Íslands. Upplýsingar er hægt að fá á vefnum www.fi.is.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.