Fréttablaðið - 21.01.2010, Page 34

Fréttablaðið - 21.01.2010, Page 34
 21. JANÚAR 2010 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● eldhúsið Thelma Björk Friðriksdóttir innanhússarkitekt hannaði eigið eldhús í húsi sínu í Foss- vogi. Í það vildi hún fá súkk- ulaðibrúnan við og eyju sem hægt væri að vinna við báðum megin. Thelma var fljótlega á því að vilja fá súkkulaðibrúnan tón í eldhúsið til að fá hlýlegt yfirbragð á móti flotuðu steingólfinu. „Hnotan er falleg og notaleg við steininn og þar sem húsið er að öðru leyti mikið til í hvítum tónum vildi ég hafa innréttinguna háglansandi hvíta.“ Eldhúsið er opið, með góðri vinnuaðstöðu beggja megin eyju, sem er úr „corian“ en Thelma seg- ist hafa hagað skipulaginu þannig að hún gæti horft út um gluggann við eldhússtörfin. Framan við eld- húseyjuna, alveg við gluggann, er skrifborð með tölvuaðstöðu. Hringlaga höldur og grip á rennihurðum gera mikið fyrir heildarmynd innréttinganna en Thelma segist hafa viljað fá óhefð- bundið og „villt“ form til að brjóta upp beinar línur. „Ég lét góðan smið renna fyrir mig höldurnar en þær eru bara tvær en annars staðar eru skáparnir með þrýsti- opnun,“ segir hún. - jma Hringlaga höldur og hnota við kalt steingólf Eyjan sem og eldhúsvaskurinn eru úr „corian“. Bak við rennihurðirnar er kústaskápur, frystir og hirslur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Við eldhúsgluggann er skrifborð en stórir gluggar gefa gott útsýni við eldhússtörfin. Höldurnar hringlaga eru gullfallegar en þær eru misstórar. Hnotan nýtur sín vel við steingólfið. Thelma Björk Friðriksdóttir innanhúss- arkitekt vildi opið eldhús með góðri vinnuaðstöðu. Skærir litir koma ljómandi vel út á hvítri eyjunni. ● VÍN OG VATN Þegar Javier Mar- iscal hófst handa við hönnun þess- arar flösku ætlaði hann sér að búa til stílhreina og fallega vatnsflösku. Meðan á hönnun hennar stóð fékk hann þá hugmynd að hafa flöskuna tvískipta, þar sem annar helmingur- inn er undir vatn en hinn vín. Mariscal finnst gott vín nefnilega ómissandi með mat. Flaskan tvískipta er hluti af Bd-safninu svokallaða. ● PÓSTMÓDERN- ÍSK NÁLGUN Þessi post- ulínkaffikanna og -sía kallast The Big Dripper og er hönn- uð af Michael Graves í kringum 1986. Könnuna hannaði Graves fyrir Swid Powell með það fyrir augum að snúa út úr hönnun í anda Art Deco og Bauhaus. Þessi tilraun til að laga eldri hönnun- arstefnur að kröfum seinni hluta tuttugustu aldarinnar er reynd- ar einkennandi fyrir kaldhæðni Graves og samtímamanna hans. ● SKEMMTILEGA ÖÐRUVÍSI Camilli Kropp á heiðurinn að hönnun þessara flaskna sem kallast einfaldlega Pippette Bottles og eru hugsaðar undir hvers kyns olíur, til dæmis edik. Í útliti minna þær helst á dropateljara í til- raunastofu og geta því verið skemmtilega á skjön við annað í eldhúsinu. Í þær má vitan- lega setja annað en olíur, til dæmis sósur, og leyfa þeim svo að njóta sín á borðstofuborðinu á meðan heimilisfólkið snæðir. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.