Fréttablaðið - 21.01.2010, Page 37

Fréttablaðið - 21.01.2010, Page 37
FIMMTUDAGUR 21. janúar 2010 5 Nú rétt fyrir hátískusýn-ingar komandi sumars sem fram fara í París í næstu viku er við hæfi að tala um skartgripafyrirtæki í hátískuflokki sem vaknaði til nýs lífs eftir 90 ára þyrnirósa- svefn á síðasta ári. Þessi skart- framleiðandi var Peter Carl Fabergé og þótti í byrjun tuttug- ustu aldar einn sá allra flottasti í eðalsteinum. Fabergé var frægur fyrir að vera opinber skartgripafram- leiðandi Romanov-ættarinn- ar í Rússlandi rétt fyrir bylt- ingu, á tímum Nicolasar II og Alexöndru Feodorovnu. En með byltingunni 1917 og aftöku keis- arafjölskyldunnar flýði Fabergé- fjölskyldan frá Rússlandi og missti allar eigur sínar í hendur bolsévikum sem einnig komu höndum yfir dýrgripina. Það sem helst lifir af frægð Fabergé eru páskaegg keisarafjölskyld- unnar alsett eðalsteinum og nýtt á hverjum páskum. Um árin hefur nafn Fabergé verið notað til að selja ilmvötn og bindi svo eitthvað sé nefnt. Skartgripir hafa hins vegar ekki sést síðan fyrir rússnesku byltinguna. Við endurvakningu Fabergé var markið hins vegar sett hátt með því að hefja að nýju framleiðslu á eðalskart- gripum líkt og á tímum keis- arafjölskyldunnar. Aðeins eru framleiddir hundrað gripir og hver þeirra einstakur. Verðið er frá 150 þúsund dollurum upp í 7 milljónir. Fyrirtækið fór rólega af stað og án þess að opna búð enda ekki fjármunir tiltækir til þess í byrjun. Fljótvirkasta leið- in var því að opna síðu á Netinu sem gefur viðskiptavinum tæki- færi til að komast í beint sam- band við sölufólkið sem svo fer heim til viðskiptavinanna. Það var svo í desember sem fyrsta búðin var opnuð í Genf og viðtökur hafa ekki verið slæmar. Reyndar eru það engin sérstök tíðindi að rándýr lúxusvarn- ingur eins og eðalsteinar, svo dæmi séu tekin, seljist betur en nokkru sinni á krepputímum. Demantar tapa ekki verðgildi sínu en hlutabréf geta brunnið upp á augabragði. Langafadóttir Peters Carls Fabergé, hins keisaralega hönn- uðar og stofnanda fyrirtækisins, Tatiana, var fengin til liðs við nýja eigendur til að tryggja orð- stír og arfleifð gamla nafnsins. Þessi aldraða kona er sérstak- lega vel að sér í sögu fjölskyld- unnar og er því vel til starfs- ins fallin. Hún deilir þekkingu sinni með listamanninum og skarptgripahönnuðinum Fédér- ic Zaavy sem stýrir hönnuninni. Hann sameinar stíl Fabergés frá því fyrir 90 árum sem var mjög stílhreinn, fágaður og látlaus ef hægt er að nota þá lýsingu á eðalsteinagripum. Á sama tíma nútímavæðir hann hinar gömlu hefðir. Reyndar hefur stundum verið sagt um vinnu hans að hún minni einmitt á Fabergé. Þarna er því réttur maður á réttum stað. bergb75@free.fr Í anda Romanov-ættarinnar Rauðir og koparlitir tónar í hári, lyfting og krullur er það sem koma skal á næstu mánuðum auk rennislétts hárs, ef marka má fjölmenna hártískusýningu sem fyrirtækið Fudge á Íslandi hélt í Iðnó nýlega. „Það er alltaf eitthvað glænýtt að gerast en tískan er fjölbreytt. Rautt og kastaníubrúnt er áber- andi í nýju litalínunni frá Fudge og kaldir karamellutónar í ljósa hárinu.“ Þetta segir Anna María Guðmundsdóttir, hársnyrtimeist- ari í Solid í Reykjavík og Stof- unni á Selfossi, sem sýndi klipp- ingar og greiðslur á sviðinu í Iðnó ásamt Gústaf Lillendahl og Louise Eastely frá Fudge í Bretlandi. Krullurnar eru alveg að rokka í dag að sögn Önnu Maríu, blást- urinn er að koma inn aftur og líka stórir liðir eins og á 7. áratugnum. „Sléttujárnin verða þó ómissandi áfram,“ segir hún. „En það sem hefur breyst frá síðustu tveimur árum er að nú var ekki verið að rennislétta allt hár.“ - gun Lyfting og krullur Mjúkir liðir eins og á sjöunda áratugnum eru að koma aftur og rúllur þar með. Hártískan er fjölbreytt en rautt og kastaníubrúnt er áberandi. Öll módelin eru í fatn- aði frá Central í Ármúla 42. MYNDIR/SVEINBI ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Kate Moss hefur þegar vakið verð- skuldaða athygli fyrir fatalínu sína sem seld er í verslunum Topshop, auk þess sem tvær ilmvatnsteg- undir hafa verið framleiddar undir hennar nafni. Eftir því sem tíma- ritið Elle kemst næst hefur hún nú skrifað undir samning við fyr- irtækið Longchamp sem gefur sig út fyrir að framleiða hágæða fylgi- hluti. Mun Kate hanna veski fyrir fyrirtækið. Fyrirsætan hefur lengi haldið upp á Longchamp-merkið og hefur verið andlit þess í nokkur misseri. Biðin eftir veski Kate mun ekki vera löng þar sem talið er að fyrsta veskið komi í verslanir í Bretlandi hinn 11. febrúar. - sg Kate hannar veski OFURFYRIRSÆTAN KATE MOSS FÆRIR ÚT KVÍARNAR OG Í STAÐ ÞESS AÐ SITJA EINUNGIS FYRIR HJÁ LONGCHAMP HANNAR HÚN VESKI FYRIR FYRIRTÆKIÐ. Kate Moss færir út kvíarnar. ÚTSÖLUSPRENGJA Peysur og bolir verð frá kr. 5.000 Gallabuxur verð frá kr. 9.000 Kjólar verð frá kr. 9.000 Skór verð frá kr. 14.000 Kápur verð frá kr. 15.000 Kringlan s. 533 1740 | Smáralind s. 534 1740

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.