Samtíðin - 01.10.1965, Page 12

Samtíðin - 01.10.1965, Page 12
8 SAMTÍÐIN inni frá Dior. Hún er úr lilýlegu ullar- efni með prjónaáferð. Tvenns konar tízka ÞAÐ er til tvenns konar tízka, sem nefna inætti varanlegu tízkuna og clægur- tízkuna. Varanlegu tízkunni má líkja við vatnsfall, sem skiptir um farveg fjórða til fimmta hvert ár. Iiún byggist á hugkvæmni frábærra tízkufrömuða. Dægurtízkan er liins vegar eins og gárar á yfirborði vatnsins. Þeir liverfa með hverri árstið og eru ekki annað en ó- merkileg uppáfynding mismunandi tízkufólks. Sú fyrrnefnda hreytir linum, vídd og sídd, en sú síðarnefnda heinist aðeins að smávægilegum aukaatriðum. Þegar litið er um öxl, er Ijóst, að það er varanlega tízkan, sem setur svip sinn á lieil tímabil, en dægurtízkan veilir eft- irlíkjendunum mesta ánægju og nær mestri útbreiðslu á fatamarkaðinum. En eitt er vist: Engin kona er vel klædd, ef hún reynir að eltast við að sameina tízku- einkenni i sama kjólnum eða dragtinni. Það er að öllu leyti mjög misráðið. Hvað er yndisþokki HANN er eins konar fegurð, sem staf- ar af vissu jafnvægi í framkomu fólks. Sá er þó munurinn á fegurð og yndis- þokka, að fegurðin er þegin í vöggugjöf, en yndisþokkinn stafar af framkomu fólks. Hann lýsir sér m. a. i þýðri, þjálf- aðri raddbeitingu, fögru göngulagi, fág- aðri framkomu á öllum sviðum og smekklegum klæðaburði. Yndisþokki er miklu meira virði eri hverful fegurð. Hann er ávöxtur sannrar siðmenningar. Samvizkuspurning ÁSTA spyr: Hvenær gelur maður ver- ið viss um, að maður sé að giftast þeim eina rétta? SYAR: Aldrei. BUTTERICK-snið nr. 3049 í stærðunum 10 —16, smekklegir kjólar. Sniðin fást hjá S.Í.8., Austurstræti 10 og kaupfélögunum. + Nudd er hollt INGA spyr: Heldurðu, Freyja mín, nudd sé heppilegt til að grenna sig? SVAR: Nudd er holll og grennandi, því að það örvar hlóðrásina, ásamt böð- um, og fitukeppirnir minnka. En einiug er vitanlega alveg nauðsynlegt að borða minna og neyta megrandi fæðu. ^ Tengdadóttirin skrökvar TENGDAMÓÐIR skrifar: Ég á tvo syni. Annar þeirra kvæntist fyrir 10 ai- um, og þá eignaðist ég jirýðilega tengda- dóttur, sem mér semur mjög vel við. En nú er yngri sonur minn nýkvæntur, og

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.