Fréttablaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 10
10 17. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR DÓMSMÁL Ungur maður var í gær dæmdur í sex ára fangelsi fyrir skotárás á mann í Þverárseli í Breiðholti. Maðurinn var að auki dæmdur til að greiða fórnarlamb- inu 900 þúsund krónur í skaða- bætur. Dómnum verður áfrýjað til Hæstaréttar. Maðurinn, Birkir Arnar Jóns- son, 23 ára gamall Reykvíkingur, var dæmdur fyrir tilraun til mann- dráps aðfaranótt sunnudagsins 15. nóvember á síðasta ári. Að því er segir í ákæru fór Birk- ir Arnar grímuklæddur og vopnað- ur hlaðinni haglabyssu að heimili við Þverársel í Breiðholti, bankaði á útidyrnar og rak byssuhlaupið í enni húsráðanda þegar hann opn- aði. Birkir skaut síðan fimm skot- um úr haglabyssunni þegar húsráð- anda hafði tekist að loka hurðinni og stóð fyrir innan hana. Í ákærunni kemur fram að tvö skotanna hæfðu hurðina en þrjú fóru inn í íbúðina í gegnum rúðu við útidyrnar. Húsráðandi hlaut hins vegar sár á enni sem sauma þurfti saman með átta sporum. Maðurinn, sem nú hefur verið dæmdur, neitaði sök þegar ákæran var þingfest í héraðsdómi. - jss Byssumaðurinn í Þverárseli í Breiðholti dæmdur fyrir tilraun til manndráps: Var dæmdur í sex ára fangelsi LÖGGÆSLA Rúmlega 160 ökutækj- um lögreglunnar var ekið um 600 þúsund kílómetrum minna á árinu 2009 en árið áður, sam- kvæmt upplýsingum frá starfs- hópi ríkislögreglustjóra, sem hefur eftirlit með tækjum og bún- aði lögreglunnar. Í fyrra voru eknir kílómetrar 4.521.354 tals- ins sem er um 12 prósent minni akstur en á árinu 2008. Þá hefur tjónakostnaður sem fellur á lögregluna lækkað veru- lega milli ára, eða úr 13 milljón- um árið 2008 í 5,4 milljónir á síð- asta ári. Undir þennan lið falla öll tjón sem tryggingafélög bæta ekki. - jss Minni akstur og færri tjón: Dregur mjög úr akstri lögreglu LÖGREGLAN Skertar fjárheimildir eru meginástæða þess að ökutækjum lög- reglunnar er ekið minna en áður. Kona stal vélsleðakerru Kona hefur verið dæmd til að greiða 135 þúsunda króna sekt í ríkissjóð. Hún stal vélsleðakerru í samvinnu við karlmann og ók síðan undir áhrif- um fíkniefna frá Reykjavík og upp í Borgarfjörð. DÓMSTÓLAR Reyndu íkveikju á skólalóð Lögreglunni á Akranesi var um síðustu helgi tilkynnt um stráka sem voru að reyna að kveikja í á lóð Brekkubæjarskóla. Þeir voru búnir að setja saltpétur, sykur og paprikukrydd í tveggja lítra plastflösku og ætluðu að kveikja í þessu. LÖGREGLUFRÉTTIR MOSFELLSBÆR Marteinn Magnús- son, bæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins í Mosfellsbæ, gagnrýnir að meirihluti sjálfstæðismanna og Vinstri grænna geri ráð fyrir 450 milljóna króna tekjum af lóða- sölu á þremur árum. „Enn á ný er sala byggingar- réttar sett inn í áætlun sveitar- félagsins, 100 milljónir fyrir 2011, 150 millj- ónir fyrir 2012 og 200 millj- ónir fyrir 2013 þrátt fyrir að fátt bendi til þess að eftirspurn sé að aukast á byggingarmarkaði,“ segir í bókun Marteins í bæjar- ráði. „Réttara og gagnsærra hefði verið að setja fram áætlunina án byggingarréttar og fagna því frekar ef úr rættist,“ bætti hann við. - gar Gagnrýni bæjarfulltrúa: Ekki sé reiknað með lóðasölu MARTEINN MAGNÚSSON SJÁVARÚTVEGUR Fiskafli íslenskra skipa nam 55.445 tonnum í janúar samanborið við 71.520 tonn í sama mánuði í fyrra, samkvæmt bráða- birgðatölum Hagstofunnar. Botn- fiskafli dróst saman um rúm 1.700 tonn og nam 31.300 tonnum. Þar af nam þorskaflinn rúmum 17.400 tonnum, sem er aukning um 1.700 tonn frá fyrra ári. Afli uppsjávartegunda nam rúmum 22.000 tonnum sem er tæplega 14.500 tonnum minni afli. Samdrátt í uppsjávarafla má helst rekja til minni síldarafla en 6.400 tonn veiddust af síld samanborið við 18.500 tonna afla í fyrra. Afli gulldeplu nam 10.600 tonnum sem er aukning um tæp 5.700 tonn. - shá Fiskaflinn í janúar: Töluvert minni afli en í fyrra Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A Glæsileg ryksuga með öflugum mótor, 2000 W. Sjálfinndregin snúra, hleðsluskynjari. 4 lítra slitsterkur poki. Vinnuradíus: 10 m. Vinnuhollt handfang. Stillanleg lengd á sogröri. Ryksuga VS 06G2001 23.900Tilboðsverð: kr. stgr. (Verð áður: 29.900 kr.) PÓLITÍSKAR BLÖÐRUR Suður-kóreskir andstæðingar Norður-Kóreu settu á loft blöðrur með pólitískum boðskap sínum skammt frá landamærum Norð- ur-Kóreu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ALÞINGI „Ég tel stjórnina ekki hafa náð árangri,“ sagði Bjarni Bene- diktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, í umræðum um efna- hagsmál á Alþingi í gær. Bjarni fór yfir stöðuna í því ljósi að ár er síðan ríkisstjórn Samfylk- ingarinnar og VG tók við völdum. Sagði hann vexti alltof háa, gjald- eyrishöftin stórskaðleg, skatta hafa hækkað meira en dæmi væru um í seinni tíma hagsögu, lausatök væru á ríkisfjármálunum, atvinnu- leysi mikið og landflótta hafinn. „Hér þarf að skapa hagvöxt,“ sagði Bjarni. Öðruvísi yrði ekki ráðin bót á atvinnuleysinu. Eins prósents hagvöxtur þýði 800 ný störf. Ríkisstjórnin geri ráð fyrir tveggja prósenta hagvexti sem þýði 1.600 störf. Það dugi hvergi nærri fyrir það nýja vinnuafl sem árlega komi á vinnumarkaðinn, hvað þá til að höggva í það atvinnu- leysi sem ríkir. Sagði Bjarni jafn- framt að ríkisstjórnin hefði haft stöðugleikasáttmála sinn og aðila vinnumarkaðarins að engu. Jóhanna Sigurðardóttir forsæt- isráðherra sagði efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar skýra og eftir henni væri unnið. „Efnahagsstefn- an miðar að því að koma fótun- um undir atvinnulífið á sem allra stystum tíma,“ sagði hún. Benti Jóhanna á að gengið hefði verið nokkuð stöðugt um hálfs árs skeið, endurreisn bankanna væri afstað- in, vextir væru lægri en þeir hefðu verið í fjögur ár og atvinnuleysi og samdráttur í einkaneyslu minni en spáð var. Þá varaði hún við afleið- ingum þess að afnema gjaldeyris- höftin í einu vetfangi. Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, formaður Framsóknarflokks- ins, sagði ríkisstjórnina hafa að mestu verið aðgerðalausa undan- farið ár. Allt er varðaði efnahags- málin ætti að gerast fyrir utanað- komandi tilverknað. Nefndi hann Stjórnin á rangri leið Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar fá falleinkunn hjá formönnum stjórnarand- stöðuflokkanna. Formenn stjórnarflokkanna segja stöðuna betri en spáð var. ÓSAMMÁLA Bjarni Benediktsson og Jóhanna Sigurðardóttir skiptust á skoðunum um efnahagsstefnu stjórnarinnar. HAGSMUNA HVERRA? Þór Saari (annar frá hægri) vandaði ekki þingmönnum kveðjurnar. Sagði meirihluta þeirra ekki vinna með hagsmuni almennings í huga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA bankastjóraskipti í Seðlabankan- um, umsókn um Evrópusambands- aðild og lausn Icesave sem dæmi. Sigmundur sagði stórhættulegt að stjórnin hefði ekki framtíðar- sýn í efnahagsmálum, ríkisstjórn- in væri í raun hindrun þess að Ísland gæti risið úr öskustónni. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra vísaði málflutningi stjórnarandstæðinganna á bug. Staðan væri betri en spáð hefði verið. Rakti hann ýmis áform fyr- irtækja og hins opinbera. Margt gott væri að gerast í erfiðleikun- um. Þór Saari, Hreyfingunni, full- yrti að meirihluti þingmanna gengi ekki hagsmuna almennings og Þráinn Bertelsson, þingmaður utan flokka, sagði réttlætismál að afskrifa að minnsta kosti fjórðung af öllum verðtryggðum lánum. bjorn@frettabladid.is PAKISTAN, AP Ráðamenn í Bandaríkjunum og Pakistan segja það mikið áfall fyrir tali- banahreyfinguna að Mullah Abdul Ghani Baradar hafi verið handtekinn. Hann er sagður yfirmaður uppreisnar talibana í Afganistan. Baradar var handtekinn í hafnarborginni Karachi, stærstu borg Pakistans, fyrir ell- efu dögum. Bandarískir leyniþjónustumenn aðstoðuðu Pakistana við handtökuna. Baradar er sagður vera næstæðsti leiðtogi talibanahreyfingarinnar, næst á eftir leið- toganum Mullah Mohammad Omar, stofn- anda hreyfingarinnar, sem fór í felur eftir að hernaður Bandaríkjanna og Natóríkj- anna hófst í Afganistan árið 2001. Baradar er sagður hafa verið aðstoðar- varnarmálaráðherra í ríkisstjórn talibana í Afganistan fyrir innrásina 2001. Hann er því hæst setti leiðtogi talibanahreyfingar- innar sem hefur verið handtekinn frá upp- hafi stríðsins. Handtaka hans þykir því mikill sigur, bæði fyrir Bandaríkjamenn og fyrir Pak- istana. Ráðamenn, her og leyniþjónusta Pak- istans hafa lengi verið sökuð um að hlífa leiðtogum talibana, sem taldir hafa verið í felum í landinu. Bandarískir ráðamenn hafa pirrað sig á þessu árum saman. „Ef pakistanskir ráðamenn hefðu vilj- að handtaka hann, þá hefðu þeir getað gert það hvenær sem er,“ segir Sher Mohammad Akhud Zada, fyrrverandi héraðsstjóri í Helmand-héraði í Afganistan en núverandi þingmaður í Kabúl. - gb Einn af æðstu leiðtogum afganskra talibana handtekinn í Pakistan með aðstoð Bandaríkjamanna: Handtakan sögð áfall fyrir talibanana FRÉTTIN VEKUR ATHYGLI Í PAKISTAN Íbúi í Karachi les fréttir af handtöku Baradans. NORDICPHOTOS/AFP TILRAUN TIL MANNDRÁPS Maðurinn var dæmdur fyrir tilraun til mann- dráps.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.