Fréttablaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 38
22 17. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR folk@frettabladid.is > ERFITT AÐ HÆTTA Leikarinn Leonardo DiCaprio segir að sér gangi bölvanlega að hætta að reykja. „Alltaf þegar ég nota nikótínplástra fæ ég hræðilegar martrað- ir. Um morð, fjöldamorð. Ég vakna á nóttunni og bara verð að taka þá af mér,“ segir leikarinn góðkunni. 1. Biggie og Tupac Þekktasta rappstríð allra tíma eru vafalítið deilurnar á milli The Not- orious B.I.G. (Biggie Smalls) og Tupac Shakur um miðjan tíunda áratuginn. Hinn þéttvaxni B.I.G. var fulltrúi mýkra austurstrand- arrapps á meðan Tupac kom frá vesturströndinni þar sem hljóm- urinn var töluvert harðari. B.I.G. og Tupac voru góðir vinir áður en þeir byrjuðu að rífast um hver skaut hvern og hver svaf hjá eiginkonu hvers. Báðir voru þeir skotnir til bana og hefur hvorugt morðanna verið upplýst. 2. Jay-Z og Nas Jay-Z og Nas börðust hatrammlega um rapp-yfirráðin yfir New York- borg eftir að Biggie fór yfir móð- una miklu. Ásakanir flugu á báða bóga um allt milli himins og jarðar í nokkur ár þangað til þeir sættust loksins árið 2005. 3. 50 Cent og allir hinir Curtis Jackson, eða 50 Cent, reyndi hvað sem er til að vekja athygli og átti í deilum við nánast alla aðra rappara, þar á meðal Ja Rule, The Game, Nas, Kanye West og Young Buck. Meira að segja Mike Tyson og Oprah Winfrey urðu fyrir barðinu á hár- beittum textasmíðum hans. Síðustu ár hefur 50 Cent róast töluvert, enda orðinn forríkur rappari og fatafram- leiðandi. 4. Lil Kim og Foxy Brown Stelpur geta líka klórað frá sér í rappinu, sem sannaðist með deil- um Lil Kim og Foxy Brown. Kim var í slagtogi með Biggie Smalls á meðan Brown var vinkona Nas og Jay-Z. Þær skiptust á að skjóta hvor á aðra í lögum á borð við Bang Bang og Play Around en það var ekki fyrr en þær hittust í febrú- ar 2001 sem endanlega sauð upp úr. Byssur voru dregnar á loft en hvorug þeirra slasaðist alvarlega. 5. Ice Cube og N.W.A. Ice Cube yfirgaf rappsveitina N.W.A. árið 1989 eftir deilur um höfundarlaun og rifrildi við umboðsmanninn Jerry Heller. Ice Cube fór í kalt stríð við fyrrum félaga sína Dr. Dre og Easy-E, sem sökuðu hann um að vera skræfa og svikari. Deilurnar stóðu yfir allt þangað til Eazy-E dó úr alnæmi sex árum síðar. Fimm frægustu rappstríðin TUPAC SHAKUR Tupac var skot- inn til bana árið 1996 og hefur morðið enn ekki verið upplýst. Heimildarmyndin Draumalandið fær góða dóma hjá bandarísku kvikmyndabiblíunni Variety. Það telst til tíðinda þegar íslenskar kvikmyndir eru gagnrýndar hjá Variety og því eru þetta ánægjuleg tíðindi fyrir framleiðendur mynd- arinnar. Í dómnum segir að í Drauma- landinu komi fram tilfinninga- þrungin, sjónræn og mælskuleg rök sem setji umhverfis- og efna- hagsleg vandamál Íslands í sögu- legt samhengi, sérstaklega eftir að bankahrunið varð árið 2008. Gagnrýnandi netmiðilsins Art Threat í Kanada er einnig ánægð- ur með myndina og segir Drauma- landið eiga sér enga sína líka og sé ein besta umhverfismynd allra tíma. „Það er ein ástæða umfram allar aðrar fyrir því að ekki er hægt að taka mark á Óskarsverðlaununum í ár. Heimildar- myndin Draumalandið er ekki tilnefnd sem besta myndin, besta heimildar- myndin, eða til nokkurra annarra verð- launa,“ sagði gagnrýnandinn. Myndin hefur verið á töluverðu flakki á kvikmyndahátíðum og hvar- vetna fengið góðar viðtökur. Hún hlaut mikla athygli á nýafstaðinni kvik- myndahátíð í Gautaborg og var uppselt á allar sýningar, Andri Snær Magna- son, sem leikstýrði myndinni ásamt Þorfinni Guðnasyni, svaraði spurning- um og tók þátt í pallborðsumræðum með fyrrverandi erkibiskup í Svíþjóð. Aðstandendur myndarinnar voru einn- ig viðstaddir sýningar í Helsinki og Tallinn og komust færri að en vildu. Variety dæmir Draumalandið ANDRI SNÆR MAGNASON Draumalandið fær góða dóma hjá bandarísku kvikmyndabiblíunni Variety. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BIGGIE SMALLS Notorious B.I.G. var austur- strandarrappari sem kallaði ekki allt ömmu sína. Krakkar – tjáið ykkur á Öskudaginn Við gefum krökkum 1.500 kr. mánaðarlega inneign ef foreldrar eru með Vodafone Gull áskrift. Athugið að hægt er að skrá sig í Vodafone Gull og fá Krakkafrelsi með einu símtali í 1414. Allir söngelskir krakkar eru velkomnir í verslanir okkar í dag og fá glaðning á meðan birgðir endast. Vopnaðar erjur Móra (Magnúsar Ómarssonar) og Blaz Roca (Erps Eyvindar- sonar) hafa beint sjónum manna að íslenska rappinu. Er yfirleitt einhver íslensk rappsena til? Og hvar er hún þá? Gullöld íslenska rappsins var í byrjun aldarinnar. XXX Rottweil- er hundar sigruðu Músíktilraunir árið 2000 og komu með fyrstu plöt- una sína árið eftir. Erpur Eyvind- arson naut vinsælda í sjónvarpinu sem Johnny National og bandið kom sterkt inn með hressandi kjafthætti. Platan seldist í hrönnum, fór á end- anum í vel yfir tíu þúsund eintökum. Rapp var kúl og það var sérstaklega kúl að rappa á íslensku. Gullæði Hálfgert gullæði gróf um sig: rapp- plötum var dælt út árið 2002. Það ár er einstakt í íslenskri útgáfu- sögu vegna fjölda rapptitla. XXX Rottweiler hömruðu járnið og komu með plötu númer tvö. Platan varð ekki sú vítamínsprauta sem fyrsta platan hafði verið. Nýliðar á borð við Afkvæmi guðanna, Bent & 7berg (úr Rottweiler), Kritikal Mazz og Bæjarins bestu stigu fram á rímnavöllinn, sem og Móri, sem tók glæpavinkilinn á rappið, til að mynda í laginu „Atvinnukrimmi“. Einnig komu út nokkrar safnplötur. Margar af þessum plötum komu út á vegum Eddu útgáfunnar og að sögn stóðu þær flestar undir sér. Þar munaði miklu um að BT kveikti á rapp-perunni, hlúði að senunni og sá markhóp í rappkaupendum. Gullöld- in lifði ekki nema í eitt og hálft ár. Rappið kíkti aðeins upp á yfirborðið en hvarf svo aftur ofan í grasrótina. Kannski varð rappið þreytt vegna offramboðs, en einnig má benda á að senuna hefur alltaf vantað aðhlynn- ingu frá stóru útvarpsstöðvunum. Þess vegna stofnaði Ómar Ómar net- útvarpsstöðina Ras3.is á dögunum, kannski ekki seinna vænna. Breyttir tímar Ómar gerði líka út vefsíðuna hiphop. is, sem varð eins konar heimahöfn íslenskra rappara. Síðan hefur nú verið niðri all lengi og því er rapp- senan dreifð í dag, vantar sameigin- legan fókuspunkt. Menn eru að sýsla hver í sínu horninu. Það má þó búast við að einhver brennipunktur verði til í kringum Haförninn, nýjan þátt Dóra DNA á Rás 2. Einnig hefur hreinræktað hipphopp blandast öðrum stefnum. Plötusnúðar kennd- ir við hipphopp eru óhræddir við að spila annað og rapparar víla ekki fyrir sér að vera í elektró hljóm- sveitum, sem dæmi. Það er harður kjarni sem fylgist enn með og lík- lega um 500 manns sem eru virkir á senunni, mætir á tónleika og við- burði. Það eru breyttir tímar síðan á gullöldinni. Plötusala er ekki leng- ur upphaf og endir alls. Annað dreifikerfi er í gangi, fólk hlustar á músíkina beint af Netinu og marg- ir gefa einungis út á Netinu. Marg- ir vilja þó enn koma músíkinni í fast form. Fyrsta sólóplata Erps er væntanleg. Hann er hluti af „gamla genginu“ þótt hann sé reyndar ekki nema 33 ára. Diddi Fel, kenndur við Forgotten Lores, er líka „gamall“ í hettunni, 29 ára. Hann vinnur nú að fyrstu sólóplötunni sinni, Hesthús- ið. Diddi heldur úti síðunni coxbut- ter.com með vinum sínum þar sem hægt er að hlaða niður íslensku rappi ókeypis. Menn eins og Poetrix, Ástþór Ómar, Ramses og Steve Sampling eru iðnir við kolann. Nýjustu kapp- arnir eru svo þeir Emmsjé Gauti og Dabbi T. Þeir voru saman í 32C, tríói sem stefndi að plötu en náði ekki því takmarki. Báðir eru ungir að árum og höfða til krakkanna. Og báðir safna nú í sarpinn og stefna að því að gefa út plötur. Þangað til má fylgjast með þeim á Netinu. Það er því nóg í gangi undir niðri, og aldrei að vita nema eitthvað kíki upp á yfirborðið. Jafnvel með látum. drgunni@frettabladid.is DAUÐAKIPPIR RAPPSINS? GULLÖLDIN OG NÚTÍMINN Erpur og Bent árið 2003 og Emmsjé Gauti árið 2009.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.