Fréttablaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 42
26 17. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is Meistaradeild Evrópu AC Milan-Manchester United 2-3 1-0 Ronaldinho (3.), 1-1 Paul Scholes (36.), 1-2 Wayne Rooney (66.), 1-3 Rooney (74.), 2-3 Clarence Seedorf (85.). *Seinni leikur liðanna fer fram á Old Trafford- leikvanginum 10. mars Lyon-Real Madrid 1-0 1-0 Jean Makoun (47.) *Seinni leikur liðanna fer fram á Santiago Berna beu-leikvanginum 10. mars Evrópudeild UEFA Everton-Sporting Lissabon 2-1 1-0 Steven Pienaar (35.), 2-0 Sylvain Distin (49.), 2-1 Miguel Veloso (87.). *Seinni leikur liðanna fer framm á José Alvalade- leikvanginum 25. febrúar. Enska úrvalsdeildin Stoke-Manchester City 1-1 1-0 Glenn Whelan (72.), 1-1 Gareth Barry (85.). Enska b-deildin Plymouth-Swansea 1-1 Kári Árnason var í byrjunarliði Plymouth. Scunthorpe-Barnsley 2-1 Emil Hallfreðsson var ekki í leikmannahópi Barnsley. Iceland Express-deild karla Tindastóll-Stjarnan 68-70 (31-35) Stigahæstir hjá Tindastóli: Svavar Birgisson 22, Cedric Isom 15. Stigahæstir hjá Stjörnunni: Djorde Pantelic 22, Fannar Helgason 16, Jovan Zdravevski 15. STAÐAN Í DEILDINNI: 1. KR 17 14 3 1575-1370 28 2. Keflavík 17 13 4 1602-1364 26 3. Stjarnan 17 13 4 1466-1373 26 4. Grindavík 17 12 5 1613-1376 24 5. Snæfell 17 12 5 1613-1399 24 6. Njarðvík 17 12 5 1509-1328 24 7. Hamar 17 6 11 1438-1500 12 8. ÍR 17 5 12 1399-1546 10 9. Tindastóll 17 5 12 1383-1519 10 10. Fjölnir 17 5 12 1333-1502 10 11. Breiðablik 17 4 13 1332-1527 8 12. FSu 17 1 16 1269-1728 2 N1-deild kvenna KA/Þór-HK 32-29 ÚRSLITIN Í GÆR > Tvíhöfði að Ásvöllum í kvöld Það verður nóg um að vera á Ásvöllum í kvöld þegar boðið verður upp á tvo handboltaleiki í N1-deildum kvenna og karla. Fyrst tekur kvennalið Hauka á móti Stjörnunni kl. 18.30 og strax á eftir þeim leik tekur topplið Hauka í N1-deild karla á móti HK en sá leikur hefst kl. 20.15. Einn annar leikur fer fram í N1-deild kvenna í kvöld þegar topplið Vals, sem er enn taplaust, heimsækir Fylki í Fylkishöll en sá leikur hefst kl. 18.15. FÓTBOLTI Tveir leikir fara fram í 16-liða úrslitum Meistara- deildar Evrópu í kvöld þar sem annars vegar Arsenal heimsækir Porto og hins vegar Bayern München tekur á móti Fiorentina. Arsenal verður án fimm sterkra leikmanna á móti Porto í kvöld þar sem William Gallas, Eduardo da Silva, Andr- ey Arshavin, Alexand- re Song og Manu- el Almunia bættust nýverið á meiðslalistann hjá Lund- únafélaginu. En fyrir utan fimmmenningana eru Robin van Persie, Kieran Gibbs og Johan Djorou búnir að vera meiddir lengi. Knattspyrnu- stjórinn Arsene Wenger hjá Arsenal er þó hvergi banginn. „Auðvitað hefði ég viljað hafa alla þá leik- menn sem eru meidd- ir en ég einbeiti mér bara að þeim leik- mönnum sem ég get notað. Ég er sann- færður um að við getum náð góðum úrslitum úr þessum leik,“ sagði Wenger í gær. Porto vann sem kunnugt er Meistaradeildina tímabilið 2003- 2004 en þrátt fyrir að núverandi leikmannahópur sé aðeins skugg- inn af því sigurliði þá eru Portú- galsmeistararnir klárlega sýnd veiði en ekki gefin. Sér í lagi gegn vængbrotnu liði Arsenal. Fiorentina kom mörgum spark- spekingum á óvart með sigri í e- riðli riðlakeppninnar þar sem Lyon og Liverpool léku og síðast- nefnda liðið sat eftir. Fiorentina hittir hins vegar fyrir Bayern München í fanta- formi en Bæjarar hafa unnið tólf leiki í röð í deild, bikar og Meist- aradeild og hafa enn fremur ekki tapað leik síðan í byrjun nóvem- ber. - óþ Arsenal stendur í ströngu fyrir leik sinn gegn Porto í Meistaradeildinni í kvöld: Fimm lykilmenn meiddust GALLAS Fjarri góðu gamni hjá Arsenal í kvöld. NORDIC PHOTOS/AFP Magnús Þór Gunnarsson hefur spilað vel með Njarðvíkingum í vetur en hefur líkt og aðrir leikmenn liðsins lent í smá krísu að undanförnu þar sem liðið tapaði fjórum leikjum í röð. Njarðvík komst loksins á sigurbraut í síðasta leik en þó án Magnúsar sem var í fríi í leiknum. En var það lausnin að senda Magnús í frí? „Ég vona að ég hafi ekki verið vandamálið en við eigum eftir að ræða það betur,“ segir Magnús Þór í léttum tón og bætir við: „Þetta var bara smá persónulegt frí hjá mér.“ Tölur Magnúsar hafa lækkað við komu Nicks Bradford en Magnús var með 19,5 stig í leik fyrir komu Nicks en hefur skorað 12,7 stig við hlið Nicks. „Ég datt kannski niður í fyrstu tveimur leikjunum eftir komu Nicks en þá voru líka allir lélegir hjá okkur. Við erum ennþá að slípa okkur saman þó svo að við Nick höfum spilað saman áður. Við erum að spila ný kerfi og undir nýjum kringum- stæðum. Við verðum bara betri og betri,” segir Magnús og hann segir Njarðvíkinga ekkert vera að örvænta þrátt fyrir slæmt gengi. „Það tapa öll lið einhverjum leikjum og við verðum bara að halda áfram. Það hefur sannað sig hingað til að Íslands- meistaratitillinn vinnst ekki í febrúar. Við ætlum að reyna að ná í deildarmeistaratitilinn en ef það endar ekki vel þá reynum við bara að ná í annað sætið og erum þá bara í góðum málum með það,“ segir Magnús. „Það skiptir ekki svo miklu máli hvort maður spili í Keflavík eða í KR-heimilinu. Ef maður spilar á fullu þá vinnur maður,“ segir Magnús. „Ég held að vandamálið okkar hafi verið að við höfum verið bara hræddir við að tapa. Það er aldrei gott þegar þú kemur ekki í leikinn til að vinna,“ segir Magnús sem segir að liðið hafi bara átt lélega leiki á móti góðum liðum sem hafi bara kostað þá tap. „Við erum allir keppnismenn en það kemur bara í ljós úr hverju menn eru gerðir þegar liðið er búið að tapa svona mörgum leikjum í röð. Menn sýna það þegar þeir koma til baka eftir svona taphrinu. Við vonum að ég hafi ekki verið vandamálið en ætli það komi ekki bara í ljós í næsta leik ef ég fæ að vera með,” segir Magnús að lokum. MAGNÚS ÞÓR GUNNARSSON: MISSTI AF SÍÐASTA NJARÐVÍKURLEIK OG LIÐIÐ VANN LOKSINS LEIK Ég vona að ég hafi ekki verið vandamálið HANDBOLTI Kvennalið Fram lenti á móti HC Metalurg frá Makedóníu þegar dregið var í átta liða úrslit Áskorendakeppni Evrópu í gær. HC Metalurg sló út Slovan Duslo Sala frá Slóvakíu í síðustu umferð. Einar Jónsson, þjálfari Fram- liðsins, veit ekki mikið um vænt- anlega mótherja en telur Fram- stelpur eiga ágæta möguleika á að komast áfram. „Ég hefði alveg verið til í að fá lið frá Mið-Evrópu. Það voru svo mörg lið þar að maður var að gæla við að fá lið þaðan. Maður verð- ur bara að taka þessu en ég tel okkur eiga ágætis möguleika á að komast áfram og við lítum bara á þetta þannig,“ segir Einar. Fram- liðið gat líka lent á móti liðum frá Frakklandi, Hollandi, Póllandi, Úkraínu og Þýskalandi. „Við viljum ná lengra. ÍBV fór í undanúrslit og Valur líka. Það væri gaman að komast í næstu umferð því þá værum við búin að jafna það,“ segir Einar. Eftir á að skoða það hvort hægt sé á að fá báða leikina heim til Íslands en það komi ekki til greina að selja heimaleikinn. - óój Framkonur til Makedóníu: Eigum ágæta möguleika STELLA SIGURÐARDÓTTIR Framstúlkurn- ar eru í góðu formi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Jose Mourinho, stjóri Inter, nýtir sér fjölmiðlaathygl- ina fyrir Meistaradeildarleikinn á móti Chelsea, til að kynda undir sálfræðistríðið fyrir leikinn. Chel- sea hefur aðeins unnið einn bikar á þeim tveimur árum sem eru liðin frá því að Mourinho var rekinn úr Brúnni. „Chelsea hefði átt að halda mér ef félagið ætlaði að vinna fleiri titla. Chelsea hefur átt bágt síð- ustu tvö ár og það er engin tilvilj- un að liðið hafi gefið eftir í kjölfar þess að ég fór,“ sagði Jose Mour- inho. „Ég, leikmennirnir og stuðn- ingsmennirnir áttum einstakt sam- band og þegar slíkt er brotið upp verður það ekki lagað svo auðveld- lega,“ sagði Mourinho. - óój Jose Mourinho um Chelsea: Hefði átt að halda mér MOURINHO Skýtur föstum skotum að forráðamönnum Chelsea. NORDIC PHOTOS/AFP KÖRFUBOLTI Einn leikur fór fram í Iceland Express-deild karla í körfubolta í gærkvöld þar sem Stjarnan vann 68-70 á Tindastóli en staðan var 31-35 gestunum í Stjörnunni í vil í hálfleik. Fannar Helgason tryggði Stjörnunni sigurinn með körfu þegar sex sekúndur voru eftir og heimamenn náðu ekki að svara eftir það. Djorde Pantelic var stigahæst- ur hjá Stjörnunni með 22 stig en Fannar kom næstur með 15 stig. Hjá Tindastóli var Svavar Birg- isson stigahæstur með 22 stig. Stjarnan skaust upp í þriðja sætið með sigrinum en Tindastóll er sem fyrr í 9. sæti í harðri bar- áttu um sæti í úrslitakeppninni. - óþ Iceland Express-deild karla: Stjarnan sótti sigur á Krókinn FÓTBOLTI Sextán liða úrslit Meist- aradeildar Evrópu í fótbolta hófust í gærkvöldi með tveimur leikjum þar sem Manchester United vann góðan 2-3 sigur gegn AC Milan og Lyon lagði Real Madrid 1-0. Stórleikur Wayne Rooney skyggði á þá staðreynd að David Beckham var að mæta Manchest- er United í fyrsta skipti síðan hann yfirgaf félagið fyrir sjö árum. Heimamenn í AC Milan fengu hins vegar sannkallaða óskabyrj- un á San Siro-leikvanginum í gær- kvöldi þar sem Ronaldinho skor- aði fyrsta mark leiksins strax á 3. mínútu. Gestirnir í United voru ekki sannfærandi framan af leik og í raun sjálfum sér verstir þar sem þeir létu heimamenn trekk í trekk hirða boltann af sér á sínum eigin vallarhelmingi og upp úr því hefði AC Milan auðveldlega getað skorað fleiri mörk í fyrri hálf- leiknum. Gegn gangi leiksins náði gamli refurinn Paul Scholes hins vegar að jafna leikinn með skraut- legu skoti í stöngina og inn seint í fyrri hálfleiknum eftir góðan und- irbúning hjá Darren Fletcher og staðan var jöfn, 1-1, þegar hálf- leiksflautan gall. Það var svo enginn annar en hinn sjóðandi heiti Wayne Roon- ey sem kom gestunum yfir um miðjan síðari hálfleik með glæsi- legu skallamarki eftir frábæra sendingu frá varamanninum Ant- onio Valencia. Rooney var svo aftur á ferðinni þegar um stund- arfjórðungur lifði leiks og skor- aði þá aftur með skalla, í þetta skiptið eftir sendingu Fletcher. Þegar allt leit út fyrir þægilegan sigur United náði varamaðurinn Clarence Seedorf hins vegar að minnka leikinn þegar fimm mín- útur lifðu leiks með glæsilegri hælspyrnu eftir sendingu frá Ronaldinho. Í uppbótartíma fékk Michael Carrick sitt annað gula spjald og þar með rauða spjald- ið. Hvorugu liðinu tókst að skora eftir það og ótrúlegum rússíbana- leik lauk með 2-3 sigri United sem setti met í Meistaradeildinni með því að leika sinn sextánda leik í röð án þess að tapa. Kraftlausir Madridingar Mikið jafnræði var með liðum Lyon og Real Madrid framan af leik á Gerland-leikvanginum í gærkvöldi en Cesar Delgado komst næst því að skora í fyrri hálfleiknum þegar hann átti hörkuskot í stöng fyrir heimamenn en staðan var marka- laus í hálfleik. Heimamenn voru fljótir úr startholunum í síðari hálf- leik og Jean Makoun skoraði með langskoti og reyndist það vera sig- urmark leiksins. omar@frettablaðið.is Rússíbanaleikur á San Siro Wayne Rooney skoraði tvennu í 2-3 útisigri Manchester United gegn AC Milan og Lyon hélt góðu gengi sínu áfram gegn Real Madrid með 1-0 heimasigri. SNILLINGUR Wayne Rooney heldur áfram að sýna snilldartakta með Manchester United en hann skoraði tvö glæsileg mörk í góðum sigri gegn AC Milan á San Siro- leikvanginum í gærkvöldi. NORDIC PHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.