Fréttablaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 22
 17. FEBRÚAR 2010 MIÐVIKUDAGUR2 ● fréttablaðið ● brúðkaup Mikilvægt er að brúðhjón panti kirkju og sal fyrir stóra daginn með góðum fyrirvara því leiðin- legt væri ef kirkjan væri upptek- in á þeim tíma sem þau óskuðu sér. Sumir panta kirkju, prest og sal með allt að árs fyrirvara til að hafa varann á. Það er ýmislegt sem þarf að smella saman ef dagurinn á að vera fullkominn og því gott að byrja nógu snemma að skipuleggja brúðkaupsdaginn. Einnig ber að hafa í huga að tónlistarmenn eru gjarnan pantaðir allt að ár fram í tímann og því gott að huga að því í tæka tíð. - sg Góð ráð fyrir verðandi brúðhjón Gamalgróin hefð er fyrir því að brúðurin klæðist hvítum kjól á brúðkaupsdaginn. Hvítur litur táknar hreinleika og hamingju og hafa margir einnig tengt hvíta litinn við meydóm. Í forn- öld var hins vegar mjög dýrt að bleikja efni og því var hvítur kjóll tákn um auð. Brúðarslörið sem stúlkan bar á höfði sér átti að fela brúð- ina fyrir illum öndum. Nú eiga áldósirnar sem bundnar eru aftan á farartæki brúðhjón- anna einnig að fæla burtu illa anda og tryggja hamingjusamt hjónaband. Sú hefð að kasta yfir brúðhjónin hrísgrjónum eða konfetti og að strá rósablöðum á kirkjugólf á að tryggja frjó- semi þeirra. - sm Hefðir og hjátrú Hvítur litur brúðarkjólsins var tákn um auð í fornöld. Mikilvægt er að panta kirkju með ágætum fyrirvara vilji fólk hafa vaðið fyrir neðan sig. Lisa Marie Le Taroully og Adem Mahmic eru hvort sinnar trúar og ákváðu því að sameinast í annarri trú og gifta sig í henni. Ásatrú varð fyrir valinu. „Ég er kaþólsk og Adem er mús- limi en hvorugt okkar er þó mjög trúað,“ segir Lisa Marie sem hefur verið búsett hér á landi í fimm ár en Adem í tólf ár. „Það var Jóhanna G. Harðardóttir Kjal- nesingagoði sem gaf okkur saman hinn 19. desember 2009 í veislu- salnum Rúbín,“ segir Lisa og bætir við að það hafi verið of kalt til að framkvæma athöfnina úti. „Inni í salnum var hringur sem samanstóð af níu kertum. Við gengum með Jóhönnu að hringn- um og hún fór inn í hann þar sem hún helgaði hann meðal annars með sáttum og griðum og síðan fórum við inn í hringinn. Jóhanna helgaði athöfnina Freyju, Frigg og Vár, sem er verndari sáttmála á milli karla og kvenna. Við fórum með eiðana okkar sem við skrif- uðum sjálf og skiptumst á hring- um. Síðan mynduðum við hring með Jóhönnu með höndunum og hún lýsti okkur hjón. Þá drukk- um við heillaskál, kampavín úr horni þegar við vorum orðin gift,“ segir Lise. „Við Adem vorum í hefðbundn- um brúðkaupsfötum en athöfnin fór fram á ensku þar sem við hana voru samankomnir gestir frá um þrettán til fjórtán þjóðlöndum. Við reyndum því að gera þetta dálítið alþjóðlegt og sem dæmi má nefna var vinkona mín frá London brúð- armeyja og svo var magadans- mey auk þess sem systir Adems bjó til baklava sem er hefðbund- in sæt kaka frá heimalandi hans Bosníu,“ segir Lisa Marie, sem er hálfíslensk og hálfbresk og af frönskum ættum. „Ég ber mikla virðingu fyrir öllum trúarbrögð- um en ég hef hrifist af ásatrúnni og ætla að taka hana.“ - uhj Kaþólikki og múslimi giftust að heiðnum sið ● SOKKABANDIÐ BOÐIÐ UPP Víða á Ítalíu tíðkast að leysa brúðhjón út með fé í lok veislunn- ar. Ýmsar útgáfur eru til af þeim sið en oft er sokkaband brúðarinn- ar eða hálsbindi brúðgumans, og jafnvel hvort tveggja, klippt niður í búta í veislulok og hver bútur boð- inn upp fyrir fé sem rennur til brúð- hjónanna. Steggja- og gæsaveislur svo- kallaðar, þar sem brúður eða brúðgumi eru „kvödd“ af vinum sínum skömmu fyrir brúðkaup, fóru að tíðkast í íslensku samfé- lagi á 9. áratugnum. Siður þessi á sér mun lengri sögu erlendis enda er hann bundinn við borg- ir og þétta byggð þar sem auð- velt er fyrir brúðkaupsgesti að koma saman. Á Hard Rock Café, sem var og hét í Kringlunni, voru slík partí gjarnan haldin í kring- um 1990, þar sem gestir gæddu sér oft á marsipantertum sem voru í líki brjósts eða kynfæra. Umræður hafa oft myndast um neikvæðar hliðar fyrirbæris- ins og greinar verið skrifað- ar. Árið 1991 birtist til dæmis grein í Morgunblaðinu um mál- efnið sem bar yfirskriftina Síð- asta freistingin? - jma Síðasta freistingin Hard Rock Café í Kringlunni var vinsæll staður fyrir gæsa- og steggjapartí. Sé farið í gegnum gömul ís- lensk dagblöð má rekast á fjöl- mörg dæmi um öðruvísi íslensk brúðkaup. Þannig er sagt frá brúð- kaupsvígslu og -veislu í Dag- blaðinu árið 1978 sem hald- ið var um borð í Akraborg- inni sálugu. Á þessum tímum, þegar hipparnir voru búnir að lýsa frati á borgaralegar venj- ur, voru brúðkaupin oft orðin frjálslegri og flippaðri og á þessu sama ári 1978 má lesa um brúðkaup þar sem par skrapp til fógeta í hádeginu á þriðju- degi og lét gifta sig. Eftir vígsl- una fóru þau og fengu sér kók og hamborgara og „þar með var þetta búið“. - jma Haldið upp á daginn með stæl Brúðkaup geta verið af öllum stærðum og gerðum. Árið 1978 gifti par sig hjá fógeta og fékk sér svo hamborgara á eftir. Þau Lisa Marie og Adem giftu sig í ásatrú. Jóhanna G. Harðardóttir Kjalnesingagoði gaf þau saman við hátíðlega athöfn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.