Fréttablaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 46
30 17. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR „Við getum alveg verið vodka- menn, ef það hittir þannig á,“ segir Elís Pétursson, yfirleitt þekktur sem Elli, bassaleikari hljómsveit- arinnar Jeff Who? Hann er þó fljótur að bæta við skýrum skila- boðum: „En við erum reglumenn, maður þarf að kunna að fara með svona hluti.“ Jeff Who? tekur þátt í markaðs- setningu Reyka vodka í Banda- ríkjunum þegar ný herferð fer í gang í apríl. Hljómsveitin tók upp lög í myndveri Latabæjar í gær og myndbandið verður notað í herferð- inni, sem fer hvorki í sjónvarp né á Netið. Í staðinn ferðast myndbandið milli valdra borga í Bandaríkjun- um og verður spilað á skemmti- og veitingastöðum. Í bakgrunni verða valdar myndir frá íslensku mann- lífi og náttúru, en ljósmyndarinn Ari Magg var fenginn til verksins. Elli segir samstarfið við vodka- framleiðandann vera krúttlegt, enda njóti báðir aðilar góðs af. Hann veit þó ekki hvort meðlim- ir hljómsveitarinnar verði ríkir af samstarfinu, þó að hann voni það. „Maður segir ekki nei við peningum í þessu ástandi,“ segir hann í létt- um dúr. Spurður hvort það sé töff fyrir hljómsveit að auglýsa vodka, segir Elli að Reyka sé svokallaður gæðavodki. „Þá er það mjög töff – svolítið klassí,“ segir hann og hlær. „Við segjum ekki já við hvaða vöru sem er – við myndum ekki auglýsa tómatsósu, eða eitthvað.“ - afb 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. jurt, 6. bor, 8. væta, 9. eldsneyti, 11. ónefndur, 12. innkirtill, 14. anda, 16. öfug röð, 17. fiskur, 18. framkoma, 20. tveir eins, 21. tryggur. LÓÐRÉTT 1. gól, 3. guð, 4. amast við, 5. taug, 7. úrræðis, 10. rá, 13. málmur, 15. þekkja leið, 16. margsinnis, 19. gyltu. LAUSN LÁRÉTT: 2. gras, 6. al, 8. agi, 9. gas, 11. nn, 12. gulbú, 14. sálar, 16. on, 17. ýsa, 18. fas, 20. tt, 21. trúr. LÓÐRÉTT: 1. gagg, 3. ra, 4. agnúast, 5. sin, 7. lausnar, 10. slá, 13. blý, 15. rata, 16. oft, 19. sú. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Heilagur papi. 2 Erpur Eyvindarson og Magnús Ómarsson (Móri). 3 Tónlistarhátíðin Bræðslan á Borgarfirði eystra. „Ég er bara að koma mér í gírinn,“ segir söngvarinn Friðrik Ómar sem rúntar um höfuðborgarsvæðið þessa dagana á glæsilegri, hvítri Cadillac- bifreið í tilefni af Elvis-tónleikum sínum í Salnum. „Ég verð á honum fram á miðvikudag, þegar síðustu tónleikarnir eru búnir.“ Örfáir miðar eru eftir á upphaf- legu tónleikana og því hefur tveim- ur aukatónleikum verið bætt við. Þeir verða á laugardaginn, rétt eins og þeir fyrstu, og á miðvikudaginn eftir viku. „Ég fór á Facebook og spurði hvort fólk þekkti einhvern sem væri með Cadillac. Ég var kominn með símanúmer og eigandann eftir fimm mínútur,“ segir Friðrik Ómar. „Tenging Elvis við Cadillac er gríð- arlega mikil. Þetta var það fyrsta sem hann keypti eftir að hann sló í gegn, þegar hann gaf foreldrum sínum Cadillac. Hann var reyndar bleikur en þessi er hvítur. Þetta var eitt af hans sérkennum.“ Tónleikarnir í Salnum verða haldnir í tilefni af 75 ára afmæli Elvis. Farið verður yfir feril kóngs- ins þar sem lög á borð við Jailhouse Rock, Love Me Tender og Can´t Help Falling in Love verða á efnisskránni. Þetta er í sjöunda sinn á fimm árum sem Friðrik heldur Elvis-tónleika. „Ég geri þetta annað slagið og það hefur alltaf verið troðfullt. Elvis á svo marga aðdáendur.“ - fb Kemur sér í gírinn á Cadillac Í CADILLAC-GÍRNUM Friðrik Ómar ekur um höfuðborgarsvæðið á glæsilegum, hvít- um Cadillac, til að kynna tónleikana sína. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VIÐ TÖKUR Jeff Who? voru í tökum fyrir vodkaframleiðandann Reyka í stúdíói Lata- bæjar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Jeff Who? auglýsir vodka í Bandaríkjunum Fyrsta lífvarðanámskeið á Íslandi Öryggisvarðaskólinn 14 til 28 Nóvember 2009 Sími: 698 1666 k li i Öryggisvarðaskólinn Sími: 698 1666 ovskoli.is Lífvarðanámskeið á Íslandi í mars Auglýsingasími Allt sem þú þarft… Jónsi í Sigur Rós undirbýr nú útgáfu fyrstu sólóplötu sinnar, sem kemur út 5. apríl næstkomandi. Í gær kom í ljós að Jónsi er á leiðinni í tónleikaferðalag um Evrópu í lok maí og kemur við í níu borgum á fimmtán dögum. Þar á meðal eru Mílanó, London og að sjálfsögðu París, en eins og fram hefur komið þá hefst tónleikaferðin í Bandaríkjunum í apríl í kjölfar útgáfu plötunnar. Og meira um Jónsa. Í myndbandi hans við lagið Go Do er fjöldi dúfna í stóru hlutverki. Samkvæmt heim- ildum Frétta- blaðsins var stór hluti af dúfunum lengi að skila sér aftur til eigendanna og samkvæmt sömu heimildum var deilt um verð sem framleiðslufyr- irtækið True North þurfti að greiða fyrir hverja týnda dúfu. Nokkrar vikur eru síðan myndbandið var tekið upp og í dag hafa dúfurnar skilað sér til eigenda, án eftirmála – eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. Nýja platan með íslensku hljóm- sveitinni Seabear lak nýlega á netið og því var brugðið á það ráð að flýta útgáfu hennar. Platan, sem heitir We Built a Fire, er nú þegar fáanleg á iTunes en kemur út á geisladisk innan fárra daga. Mikil ferðalög eru fram undan hjá Sindra Má Sigfús- syni og félögum í hljómsveitinni. Hún leikur á festivalinu By:Larm í Ósló á fimmtudag og föstudag, auk þess að koma fram í norska ríkis- sjónvarpinu. Aðrir Íslendingar sem leika á By:Larm-hátíðinni eru Jóhann Jóhannsson, Kira Kira og Hafdís Huld. Í byrjun mars herjar Seabear á Þýskaland og Austurríki, en í mars fer sveitin til Bandaríkjanna og spilar á SXSW-hátíð- inni. Þaðan fer sveitin og spilar á nokkrum tónleikum á austur- ströndinni. Túrnum lýkur í Chicago 2. apríl. - afb, drg FRÉTTIR AF FÓLKI „Ég fer á Kringlukrána einu sinni í mánuði og fæ mér nautasteik með bernaissósu og bakaðri kartöflu.“ Jónína Katrín Jónsdóttir, Jenný, listakona. Söngkonan Dilana Robichaux hefur tekið að sér hlutverk í íslenskri rokkóperu. Þetta staðfestir Þor- valdur Bjarni Þorvaldsson, sem kemur meðal annars að útsetning- um verksins. Nafnið er enn þá á huldu, sem og stærsti hluti þeirra sem að þessu dularfulla verkefni koma. Dilana kemur til landsins í apríl og tekur upp lag fyrir rokkóper- una. Þorvaldur býst við að hún fari vel með lagið, enda henti það rödd hennar einkar vel. „Ég er svolít- ið svag fyrir rifnum kvenmanns- röddum eins og ég get stundum fengið Andreu [Gylfadóttur] til að gera,“ segir hann og hlær. „Í ljósi þessa lags sem um ræðir get ég vel ímyndað mér að hún rúlli því upp. Þetta er röff lag en mjög melódískt. Hún er ekki bara blús- rödd, hún hljómar stundum eins og rafmagnsgítar og það þóknast mér vel!“ Óvíst er hvenær almenningur fær að heyra afraksturinn á plötu eða hvaða fleiri söngvarar ljá verkefninu rödd sína. Dilana til- kynnti á vefsíðu sinni að hún leiki myrkraengil sem dregur söguhetj- una á tálar, en annað fæst ekki upp gefið. Dilana var einn helsti keppinaut- ur Magna Ásgeirssonar í raunveru- leikaþættinum Rock Star: Supern- ova, sem þjóðin fylgdist með árið 2006. Í kjölfarið heimsótti hún landið og kom meðal annars fram á tónleikum í Laugardalshöll ásamt öðrum keppendum úr þættinum. atlifannar@frettabladid.is ÞORVALDUR BJARNI: SVAG FYRIR RIFNUM KVENMANNSRÖDDUM Dilana snýr aftur til lands- ins og syngur í rokkóperu VÆNTANLEG TIL LANDSINS Dilana syngur lag í íslenskri rokk- óperu. Þorvaldur Bjarni sér um útsetningar, en vill að öðru leyti ekkert tjá sig um verkefnið. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VA LLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.