Fréttablaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 28
 17. FEBRÚAR 2010 MIÐVIKUDAGUR8 ● fréttablaðið ● brúðkaup ● SPJALL Í STAÐINN FYRIR SPRELL Fá brúð- kaup fara fram án þess að gæsun eða steggjun hafi átt sér stað og keppast vinahóp- ar jafnan við að skipuleggja frumleg og flippuð partí. Sumar konur vildu þó helst af öllu eiga góða stund með vinkonum sínum og eru æ fleiri gæsapartí orðin þannig að hópurinn fer saman í dekur og síðan eitthvert út að borða á huggulegum stað. Það er ekki oft sem allur vinahópur- inn hefur tækifæri til að eyða degi saman og vilja sumir frek- ar nýta hann í spjall en sprell. Langflestar líkamsræktar- stöðvar og snyrtistofur bjóða upp á dekur fyrir hópa. Eitt stórkostlegasta brúðkaup seinni tíma þykir mörgum vera brúðkaup kvikmyndastjörnunnar Grace Kelly og Rainier fursta af Mónakó vorið 1954. Kjóllinn var hannaður af yfir- hönnuði MGM-kvikmyndaversins og hafði hann mikil áhrif á brúð- arkjólatískuna. Kvikmyndaverið sá ekki aðeins um kjólinn heldur var hárgreiðslumeistari þaðan líka fenginn til að sjá um greiðsluna. Pilsið var blöðrulaga með þrem- ur undirpilsum úr tjulli og silki og á kjólinn voru saumaðar eitt þús- und perlur. Furstinn sjálfur var klæddur í einkennisbúning sinn, með sverð og notaði það til þess að skera brúðartertuna. Bein útsending var frá brúð- kaupinu og var það sýnt í níu lönd- um. Nákvæmlega níu mánuðum síðar fæddist fyrsta barn þeirra hjóna, Karólína. - jma Eitt þúsund perlur saumaðar á kjólinn Helen Rose hannaði brúðarkjól Grace Kelly en hún hafði þá hannað marga fræga kjóla fyrir Hollywood-kvikmyndir. ● HÚN ER BARA ELDUR Ástin er það sem hrindir flest- um brúðkaupum af stað, enda firnasterkt afl. Fáir hafa orðað betur ást sína en Páll Ólafsson skáld. Svona orti hann til konu sinnar, Ragnhildar Björnsdóttur. Ástin þín er ekki dyggð, ekki skylda heldur, hún er ekki heldur tryggð, hún er bara eldur. Ég vildi’ eg fengi að vera strá og visna’ í skónum þínum, því léttast gengirðu’ eflaust á yfirsjónum mínum. (Þetta var líka ást sem entist) Hárin grá á höfði þér og höndin svona æðaber er nú fegri í augum mér en allt það skraut sem jörðin ber. ● GAMALT, NÝTT, BLÁTT OG LÁNAÐ Alda- gamla enska ríman Something old, something new, some- thing borrowed, and something blue, hefur leitt til skemmtilegr- ar hefðar sem skotið hefur rótum í ýmsum löndum. Þar skart- ar brúður einum hlut af hverri gerð sem vísan segir til um en það á að boða lukku.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.