Fréttablaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 18
Við akstur vélsleða í slæmu veðri hefur reynst best að menn raði sér upp í tvö- falda röð og aki það þétt saman að menn sjái næsta mann fyrir framan og þann sem ekur við hliðina. Mikil- vægt er að stilla hraðanum í hóf. Saga Saab nær allt aftur til árs- ins 1937 en þá var Svenska Aerop- lan Aktiebolaget stofnað í Linköp- ing með það að markmiði að smíða herflugvélar fyrir sænska flugher- inn. Þegar síðari heimsstyrjöldin leið undir lok var lítill markaður fyrir herþotur og litið var til nýrra markaða. Árið 1944 var sett af stað það verkefni að útbúa fyrsta bílinn fyrir almenning. Saab 92001 var frumsýndur þremur árum síðar. Bíllinn þótti draga dám af flug- vélum fyrirtækisins enda var loft- mótstaða bílsins með því minnsta sem þá þekktist. Á svipuðum tíma var húsnæði Saab í Trollhättan breytt til að anna bílaframleiðslu og hafa höfuðstöðvar Saab verið þar æ síðan. Saab hefur gengið í gegnum ýmsar breytingar á þeim rúmu 70 árum frá því að fyrsti bíllinn leit dagsins ljós. Árið 1969 sameinaðist Saab sænska fyrirtækinu Scania- Vabis AB og úr varð Saab-Scania AB. Árið 1989 var bílahluti Saab Scaniu breytt í sjálfstætt fyrir- tæki Saab Automobile AB en Gen- eral Motors keypti þá helming fyr- irtækisins. GM eignaðist síðan allt hlutafé í Saab árið 2000. Bílaiðnaðurinn í öllum heim- inum hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum undanfarin ár og GM er þar engin undantekning. Það tilkynnti í desember 2008 að verið væri að endurskoða rekst- ur Saab og að til greina kæmi að selja fyrirtækið eða jafnvel leggja það niður. Margir sýndu því áhuga að kaupa fyrirtækið en viðræður hófust við þrjá aðila, Koenigsegg, Merban- co og Renco Group. Þær viðræður runnu út í sandinn og því var allt útlit fyrir að Saab heyrði sögunni til enda hafði GM sett þau tíma- mörk að gera þyrfti kaupsamning fyrir lok árs 2009. Það var síðan 26. janúar 2010 sem samningar náðust milli Gen- eral Motors og hollenska sportbíla- framleiðandans Spyker Cars. Sölu- verðið er talið vera 74 milljónir dala í reiðufé og 326 milljónir dala í hlutabréfum. Samningurinn var háður því, að sænska ríkið ábyrgð- ist 400 milljóna evra lán frá Evr- ópska fjárfestingarbankanum. Hluti samningsins hljóðar upp á að nýtt fyrirtæki verði stofnað í kringum reksturinn. Það mun heita Saab Spyker Automobiles. General Motors mun áfram fram- leiða vélar og fleiri aukahluti í Saab auk þess sem nýr Saab 9-4x verður framleiddur í verksmiðju GM í Mexíkó. solveig@frettabladid.is Saab í öruggum höndum Framtíð sænsku Saab-bifreiðanna var um tíma tvísýn og allt leit út fyrir að bundinn yrði endi á sögu þessa skandinavíska risa. Til bjargar kom hollenski sportbílaframleiðandinn Spyker Cars. Starfsmenn Saab setja saman bíla í verksmiðju í Trollhättan. Í dag starfa um 3.400 starfsmenn hjá Saab. NORDICPHOTOS /AFP Victor R. Muller, framkvæmdastjóri Spyker Cars, stendur hér milli Saab (t.v.) og Spyker-bifreiða. NORDICPHOTOS/AFP www.liv.is FERÐAMÁLASAMTÖK höfuðborgarsvæðisins halda aðalfund í Molanum að Hábraut 2 hinn 24. febrúar. Skíðabox St i l l ing hf . · S ími 520 8000 www.st i l l ing. is · s t i l l ing@sti l l ing. is Skráðu þig inn – drífðu þig út Ferðafélag Íslands Leyndarmál jökla og fegurð landslags á myndakvöldi FÍ Næsta myndakvöld Ferðafélags Íslands er í dag miðvikudaginn 17. febrúar í sal Ferðafélagsins í Mörkinni 6 og hefst kl. 20.00 að vanda. Myndakvöldið er að þessu sinni í umsjá hjónanna Helga Björnssonar jökla- fræðings sem sýnir ljósmyndir af íslenskum jöklum og fjallar um hið sýnilega og ósýnilega landslag sem jöklarnir búa yfi r. Bók Helga, Jöklar á Íslandi sem kom út fyrir síðustu jól hefur hvarvetna vakið aðdáun enda um stórvirki að ræða. Jöklar á Íslandi fékk hin íslensku bókmenntaverðlaun í fl okki fræðirita. Eftir hlé heldur Þóra Ellen Þórhallsdóttir líffræðingur fyrirlestur um fegurð landslags en Þóra hefur gert tilraunir til þess að meta fegurð landslags með vísindalegum aðferðum og eru niðurstöðurnar allfróðlegar. Aðgangseyrir kr. 600. Innifalið kaffi og meðlæti

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.