Fréttablaðið - 24.02.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 24.02.2010, Blaðsíða 14
14 24. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Frá haustdögum 2008 hafa orðið sviptingar í íslensku þjóð- og efnahagslífi, meiri en nokkurn óraði fyrir. Sjálfsmynd okkar beið mikinn hnekki þegar í ljós kom að innviðir velgengni okkar reyndust á mörgum svið- um feysknir. Ekki bætti úr skák að á augabragði breyttist aðdá- un umheimsins á litla Íslandi í góðlátlega meðaumkun í besta falli en að öðru leyti í afskipta- leysi sem við eigum erfitt með að skilja. Efnahagslegir erfiðleikar hafa leitt til þess að í stað þess að vera fyrirmynd annarra ríkja í efna- hagslegri velgengni höfum við orðið að leita á náðir Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins og eigum í erfiðum samskiptum við Breta og Hollendinga vegna Icesave. Okkur þykir sem bandamenn okkar til langs og skamms tíma hafi á ögurstundu brugðist okkur í stað þess að leggja okkur lið. Óvinafagnaður Þessi staða er frjór jarðvegur fyrir þá sem vilja ýta undir þjóð- erniskennd og rómantískar hug- myndir. Því er haldið fram að réttast sé að Íslendingar láti Evr- ópu sigla sinn sjó og að okkur farnist best einum og óstuddum með fullt forræði yfir eigin málum og gjaldmiðli. Staðan sýni svart á hvítu að þegar á reyndi yrði aðild að ESB ekkert annað en óvinafagnaður þar sem Ísland mætti sín lítils gegn þjóðum sem hyggja flátt í garð Íslendinga og íslenskra hagsmuna. Að minni hyggju er þessu þver- öfugt farið. Atburðarás síðustu missera sýnir glöggt hve veg- ferð þjóða er samtvinnuð og hve mikilvægt það er að taka saman á hlutum og hafa vettvang til þess að ráða sameiginlega fram úr vandasömum málum. ESB er slíkur vettvangur og raunar sá eini þar sem Íslandi gefst kostur á að setjast til borðs. ESB er ekki gallalaust og Íslendingar munu ekki fá öll sín vandamál leyst þar. Við munum örugglega þurfa að beygja okkur undir einhverjar ákvarðanir sem eru okkur ekki að skapi. Innan ESB höfum við hins vegar raunverulegan aðgang að ákvörðunum og getum talað okkar máli. Að standa utan ESB leiðir hins vegar til fullkomins áhrifaleysis og engum ber nein sérstök skylda til þess að taka tillit til okkar hagsmuna. Við eigum erindi Ísland er ekki stórveldi og verð- ur aldrei. Ísland er og verður háð samskiptum og viðskipum við aðrar þjóðir. Ísland og Íslending- ar hafa samt sem áður sýnt og sannað að þeir eiga fullt erindi í alþjóðlegt samstarf og geta lagt þar gott til mála og að á þá er hlustað. Engin ástæða er því til að hafa minnimáttarkennd gagn- vart aðild að ESB. Þar getum við gengið stolt til leiks og lagt okkar af mörkum til sameigin- legra verkefna og stefnumótun- ar á vettvangi fullvalda þjóða. Samvinnan leiðir oftar en ekki til betri lausna en að hver hokri í sínu horni. Aðild að ESB er ekki lausn á aðsteðjandi efnahagsvanda. Evra leysir Íslendinga ekki undan því að kunna fótum sínum for- ráð í stjórn efnahagsmála sinna. Þetta má glöggt læra af vandræð- um Grikkja um þessar mundir. Þeirra vandi snýr hins vegar ekki að því að aðild að ESB eða evran hafi steypt þeim í vand- ræði. Vandi þeirra er algjörlega heimatilbúinn, sannkallað sjálfskaparvíti. Aðild Íslands að ESB og upp- taka evru hefur í för með sér að við verðum að temja okkur meiri aga og ábyrgð í stjórn efnahags- mála á öllum sviðum. Það verður erfitt og ef illa tekst til lendum við í vandræðum. Takist okkur hins vegar að nýta tækifærin af skynsemi er líklegt að við náum langþráðum stöðugleika í efna- hagsmálum, minni verðbólgu, lægri vöxtum og áhrif gengis- sveiflna verði nánast úr sögunni. Þessi ávinningur er hluti af því sem fylgir aðild að ESB. Þjóð meðal þjóða Við munum ekkert fá á silfur- fati frekar en fyrri daginn þótt við göngum í ESB. Eftir sem áður verðum við að vinna hags- munum okkar framgang af elju og þrautseigju. Með því að velja okkur réttan vettvang til að vinna á verður Ísland sterkara í samfélagi þjóðanna. Það ætti að vera keppikefli okkar allra. STERKARA ÍSLAND – þjóð meðal þjóða er samfélag þeirra sem eru sammála um að vinna að aðild Íslands að Evrópusamband- inu með því að stuðla að hagstæð- um aðildarsamningi og upplýstri umræðu um aðildina. Sjá nánar á slóðinni: www.sterkaraisland.is. Höfundur er félagsmaður í Sterkara Íslandi. Sterkara Ísland innan ESB Nóbelsverðlaunin Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra segir minnisblað fulltrúa bandaríska sendiráðsins um fund hans með íslenskum embættismönn- um ónákvæmt og að sumt sem komi þar fram sé beinlínis rangt. Undir það tekur Ögmundur Jónasson, sem bætti því við að hann efaðist um að fulltrúi sendiráðsins fengi Nóbelsverð- laun í sagnfræði. Ögmundur, sem er sagnfræðingur, þarf svo sem ekkert að efast um það, því það er hreinlega útilokað: Nóbelsverðlaun eru ekki veitt í flokki sagnfræði. En ef það er rétt hjá Össuri að minnisblaðið sé uppfullt af skáldskap, er aldrei að vita nema fulltrúinn fái Nóbelsverðlaun í bókmenntum. Ekki samboðin flokknum Gunnar I. Birgisson, fyrrverandi bæjar- stjóri, er ekki ánægður með prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Segir hann andstæðinga sína hafa beitt rógi og óhróðri og fleiri óvönduðum með- ulum til bola honum úr oddvitasæt- inu. Þá segir Gunnar að fólki úr öðrum flokkum hafi verið smalað í Sjálf- stæðisflokkinn, gagngert til að fella hann. Hann ætlar að taka málið upp við forystu flokksins, enda væri óheiðarleg prófkjörsbarátta ekki samboðin Sjálfstæð- isflokknum. En kannski Framsókn Það var ekki aðeins mikið um nýskrán- ingar fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins; það sama var upp á teningnum í Fram- sóknarflokknum. Ómar Stefánsson, oddviti Framsóknarflokksins í Kópa- vogi, upplýsti í gær að í hópi þeirra sem gengu í Framsóknarflokkinn skömmu fyrir prófkjör voru dætur Gunnars Birgissonar, tengdasynir hans og Halldór Jónsson, verkfræð- ingur og vinur Gunnars. Trauðla fellur þetta undir skilgreiningu Gunnars á heiðarlegum vinnubrögðum. En þótt Gunnar telji slík vinnubrögð ekki Sjálfstæðisflokknum samboðin hefur hann ekkert á móti þeim innan Framsóknarflokksins. bergsteinn@frettabladid.is UMRÆÐAN Guðfríður Lilja Grétarsdóttir skrifar um skilanefndir Á þeim árum þegar Íslandi var breytt í gróðamaskínu auðjöfra var valda- byggingu samfélagsins einnig umbylt. Nú þegar hrópað er á stjórnmálamenn að stoppa sukkið þá gleymist að gamla valdakerfið er enn við lýði og að ýmsu leyti sama gamla hugarfarið líka. Í þeim valdastrúktúr voru stjórnmál eins konar skúffa í deild viðskiptanna. Eftir standa stjórn- mál sem fólk vill nú að séu virkjuð til að bylta en hafa um langa hríð kerfisbundið verið dæmd til lögbundins aðkomuleysis. Tökum eitt dæmi, skilanefndir. Skilanefndir maka krókinn en þær hafa líka gríðarleg völd og áhrif á hvernig samfélag byggist hér upp, hvað gerist við hvaða eignir gömlu bankanna, hvern- ig auðnum er skipt og úthlutað. Hvar er dags- birta slíkra gjörninga og hver ræður yfir skila- nefndum? Það er óljóst. FME getur skipað nýjan skilanefndarmann ef einhver hættir. En bara ef einhver hættir. Að öðru leyti virðist FME ekki ráða neitt yfir skilanefndum. Hvað þá með kröfuhafa gömlu bankanna, ráða þeir yfir skilanefndum? Að einhverju leyti því skilanefndir starfa skv. skilgrein- ingu í umboði kröfuhafa. En kröfuhaf- ar hafa ekki beint boðvald yfir skila- nefndum og virðist líka haldið fyrir utan innsta hring. Með öðrum orðum, skilanefndir eru ríki í ríkinu með óljóst lagaumhverfi, óljósa yfirmenn (ef ein- hverja), nær enga lýðræðislega aðkomu almennings en með gríðarleg völd og auð um að sýsla. Gamla ósýnilega hönd- in ræður ríkjum og fær myndarþóknun fyrir, eða hvað? Nú þarf að gera hina ósýnilegu hönd sýnilega og setja henni reglur. En við hljótum jafnframt að biðla til ábyrgðarkenndar fólks í landi þar sem fjöldi launþega missir vinnu, velferðarkerfi er skorið niður, heimili eru í skuldafjötrum. Eða hvernig er það á „nýja Íslandi“, eru það bara stjórnmálamenn sem allt í einu eiga að „redda málum“ eftir að kerfisbundið er búið að taka frá þeim lýðræðislega aðkomu, eða þarf samfélagið allt að hugsa sinn gang, líka skilanefndir? Skila- nefndasiðferði þarf að þola dagsljósið. Höfundur er alþingismaður. Skilanefndasiðferði GUÐFRÍÐUR LILJA GRÉTARSDÓTTIR VR krefst samvinnu ríkis og lífeyrissjóða um arðbærar fram- kvæmdir til að auka atvinnu. JÓN STEINDÓR VALDIMARSSON Í DAG | Ísland og ESB G egnsæi og traust hefur verið rauður þráður í kröfu íslensks almennings um betra samfélag, framtíðarsýn um það samfélag sem hér verður reist á rústum þess sem féll. Engan þarf að undra að undiraldan í þessum kröfum er þung því við hrun bankanna og efnahagskerfisins alls hrundi einnig heimsmynd sem hér hafði verið byggð upp af mikilli elju; heimsmyndin um hina kláru Íslendinga sem væru búnir að gera bissness áður en silalegir þegnar stærri þjóðríkja væru einu sinni búnir að átta sig á viðskiptatækifærinu. Eftir hrunið rann smám saman upp fyrir þjóðinni að innistæðan var lítil fyrir þessari heimsmynd, hún var í raun meira og minna reist á blekkingu og kláru Íslendingarnir voru klárastir í að næla í lánsfé. Snjóboltarnir runnu niður fjallshlíðarnar og regluverkið var á engan hátt í stakk búið til að koma í veg fyrir tjón af þeim sökum. Því er það svo að nú vill fólk ekki láta blekkja sig lengur, það hafn- ar feluleik, vill opna og gegnsæja stjórnsýslu og það vill einnig geta treyst því að vel sé farið með þau fjármálafyrirtæki sem hér starfa, að starfsemi þeirra þoli dagsins ljós og að þeir sem með ábyrgð fara séu ekki uppvísir að því að hafa farið gáleysislega með fé. Það er því afar eðlilegt að fulltrúar í skilanefndum séu undir smá- sjá en Fréttablaðið greindi í gær frá 1,2 milljarða króna skuldum og 2,2 milljarða króna tapi félaga í eigu fulltrúa í skilanefnd Glitnis. Í frétt blaðsins kemur fram að forstjóra Fjármálaeftirlitsins finnist þessi staða áhyggjuefni og ekki viðeigandi. Hins vegar eru heimildir Fjármálaeftirlitsins til að skipta sér af skilanefndum takmarkaðar. Einnig hefur komið fram að skilanefndir bankanna hafi verið skip- aðar hratt og í nokkru flaustri, eins og raunar á við um ótal margar ákvarðanir sem teknar voru í kjölfar hrunsins. Það er vissulega talsvert áhyggjuefni ef eima á eftir af flausturslegum ákvörðunum sem teknar eru í skugga stóráfalls um langa framtíð. Nú er skýrslu rannsóknarnefndar þingsins beðið með óþreyju. Vonast er til að með henni verði leyndarhjúp aflétt af að minnsta kosti einhverjum atburðum sem áttu sér stað í aðdraganda hrunsins og skópu þær aðstæður sem leiddu til þess. Krafan um traust og gegnsæi beinist ekki bara að þeim sem fara með ábyrgð í fjármálafyrirtækjum. Hún beinist að þingmönnum og öðrum stjórnmálamönnum sem nú er gert að gera grein fyrir fjárhagslegum tengslum sínum sem og þeim sem þeir hafa þegið af fjárhagslegan stuðning. Krafan beinist einnig að stjórnmálaflokkunum sjálfum sem einn- ig er gert að gera grein fyrir fjárhagslegum bakhjörlum í kostnaðar- samri kosningabaráttu. Fólk vill geta treyst því að þeir sem kjörnir eru til að taka ákvarðanir sem varða hagsmuni heillar þjóðar séu ekki bundnir af hagsmunum einstaklinga eða fyrirtækja. Það verður að moka líkunum úr lestinni, bæði í fjármálaheimin- um og stjórnmálunum. Þótt Íslendingar séu fáir þá eru þeir nógu margir til að manna leiðandi stöður í því uppbyggingarstarfi sem nú stendur. Hrun efnahagskerfis og hrun heimsmyndar um leið: Traust og gegnsæi STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.