Fréttablaðið - 24.02.2010, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 24.02.2010, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 24. febrúar 2010 5 „Þetta er útivistar- og skemmtiferð með léttum göngum og sagan er við hvert fótmál. Þarna verður innlend- ur, fróður fararstjóri aðalmaður- inn. Ég verð honum svo til halds og trausts,“ segir Magnús brosandi þegar hann er spurður út í væntan- lega Tyrklandsferð Göngu-Hrólfs. Magnús er margreyndur farar- stjóri, meðal annars um Grikkland og Pýreneafjöllin og um söguslóðir Íslendinga því hann hefur tekið við af Jóni Böðvarssyni að fræða fólk um Íslendingasögurnar hjá Endur- menntun HÍ. Magnús segir ferðina til Tyrk- lands einmitt sniðna fyrir þá sem vilji frekar ganga um fornar borg- ir og minjar en fjöll og firnindi. „Hápunktur ferðarinnar verður skoðunarferð um hina einstöku borg Efesus sem er eitt mikilvæg- asta fornminjasvæði heims. Þar eru marmaragötur, hringleikahús og baðhús,“ lýsir Magnús og minn- ist á margt áhugavert svo sem ferð til Afrodisias, borgar ástargyðjunn- ar, en þangað segir hann fólk hafa komið til að baða sig úr heilsusam- legu vatni allt frá því um 2000 fyrir Krist. Sigling milli hinna tólf eyja Fethye-flóans er á dagskrá og farið verður í skoðunarferð um grískan draugabæ að sögn Magnúsar auk þess sem siglt verður um undur- fagra árósa að Iztuzu-ströndinni. „Ströndin er friðuð vegna sæskjald- bakanna sem verpa þar,“ upplýsir hann og bendir á greinargóðar upp- lýsingar á síðunum www.vita.is og www.gonguhrolfur.is auk þess sem kynning sé á ferðum Göngu-Hrólfs í kvöld klukkan 20 í húsakynnum Vitaferða í Skútuvogi 13. gun@frettabladid.is Sagan við hvert fótmál Tíu daga göngu- og söguferð um suðvesturhluta Tyrklands er fram undan hjá Göngu-Hrólfi og Ferðaskrif- stofunni Vita. Lagt verður upp í lok maí og fararstjóri verður Magnús Jónsson, gönguhrólfur og sögumaður. Gengið á land í eyju í Fethye-flóanum. Í Efesus eru geysilega mikilvægar fornminjar. MYND/GÖNGU-HRÓLFUR Ég verð tyrkneska fararstjóranum til halds og trausts,“ segir Magnús hógvær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Langar flugferðir geta verið erf- iðar. Einkum getur flug til fjar- lægra staða, sem tekur kannski sex klukkutíma eða meira, verið slæmt fyrir blóðrásina. Hefur jafnvel mátt rekja blóðtappa til kyrrsetu á löngum flugleiðum. Hér eru nokkur heilræði sem bætt geta líðan ferðalanga. ■ Þeir sem haldnir eru sjúkdóm- um eða taka lyf reglulega ættu að ráðfæra sig við lækni sinn áður en haldið er af stað. ■ Forðast streitu með því að fara tímanlega út á flugvöll. ■ Nota kerrur og önnur hjálpar- tæki við að flytja farangur. ■ Vera í þægilegum ferðafötum og skóm. ■Fara í létta göngu í flugstöðinni meðan beðið er eftir brottför. ■ Forðast þungar máltíðir. ■ Drekka vatn, helst lítið í einu en oft. ■ Drekka áfengi, kaffi og te í hófi eða alls ekki. ■ Hreyfa sig öðru hverju meðan á flugi stendur. ■ Gera léttar æfingar í sætinu. Til dæmis fyrir háls, herðar, ökkla, kálfa, bak og mjaðmir bæði með því að liðka liðamót og teygja úr vöðvum. ■ Reyna að sofa eða hvílast. ■ Nota tækifærið og teygja úr sér og ganga um meðan beðið er eftir farangri. ■ Ef börn eru með í för þarf að gæta sérstaklega vel að líðan þeirra og tryggja þeim hæfi- lega blöndu af hreyfingu, skemmtun og ró. Heimild: www.landlaeknir.is Heilræði á flugi LANGAR FLUGFERÐIR GETA VALDIÐ ÁLAGI Á LÍKAMANN. GOTT ER AÐ HREYFA SIG SEM MEST, DREKKA VATN OG FORÐAST STREITU.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.