Fréttablaðið - 24.02.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 24.02.2010, Blaðsíða 28
 24. FEBRÚAR 2010 MIÐVIKUDAGUR8 ● fréttablaðið ● vetrarlíf ● KAKÓ Á KÖLDUM DEGI Heitur bolli af heitu kakói vermir litla og stóra kroppa á köldum vetrardegi. Þótt súkkulaðið eitt og sér sé ávallt gómsætt eru til ýmsar uppskriftir að öðruvísi súkku- laðidrykkjum. Sumir blanda chili, engifer eða vanillu út í drykkinn og eins er gott að bæta sykurpúðum út í hann. Kakó með sykurpúðum 5 dl mjólk 8-12 sykurpúðar 1 msk. kókómalt 1 msk. kakó 2 msk. brandí eða romm Hitið mjólkina að suðu. Setjið helminginn af sykurpúð- unum í skál, hellið mjólkinni yfir og hrærið þar til púðarnir eru bráðnaðir. Setjið kókó- maltið og tvær teskeiðar af kakóinu í aðra skál eða könnu og hellið hluta af mjólkinni yfir og hrærið þar til duftið leysist upp. Bætið brandí eða rommi út í og síðan afganginum af mjólkinni. Hellið í bolla, skiptið sykurpúðunum niður á boll- ana og sigtið svolítið kakó yfir. Uppskrift úr bókinni Matarást. Snjóþotur hafa notið mikilla vinsælda síðan þær komu fram á 7. áratugnum. Snjóþotur, svipaðar þeim og við þekkjum í dag, fóru að sjást á íslandi á 7. ára- tugnum en þar til þá höfðu gamaldags heimasmíðaðir sleðar verið notaðar af ungviðinu til að renna sér á vetrum. Í fyrstu virðast slys af völdum snjóþotna hafa verið tíðari en þau eru í dag, kannski meðan fólk var enn að læra á nýja fyrirbærið, og árið 1968 birtist frétt í Morgunblað- inu þess efnis að slys af völdum snjóþotna væru mjög tíð í brekkunum á Akureyri. Tíu árum síðar, árið 1978, auglýstu verslanir svo Bikarinn, snjóþotur með stýri og bremsum, og „stiga-sleðar“ svokallaðir urðu afar vinsælir. - jma Slys fyrstu snjósleðaárin ● SPENNANDI VETRARFERÐIR Ferðafélag Íslands stend- ur reglulega fyrir ýmsum spennandi ferðum, þar á meðal svokölluðum vetrarferðum. Næst er fyrirhugað jöklanámskeið fyrir félagsmenn með aðstoð fararstjóra 14. mars næst- komandi. Lagt verður af stað frá Mörk- inni 6 klukkan átta um morguninn í vettvangsferð í Bláfjöll, þar sem grunnatriði í ferðamennsku á jöklum ásamt sprungu- björgun verður kennd. Leiðsögn og búnaður inni- falinn. Nánari upplýsingar um verð á www.fi.is. ● GÓÐ RÁÐ VEL ÞEGIN Ekki er auðvelt að kaupa skíði í fyrsta sinn. Að mörgu þarf að huga, hvað varðar skíðin sjálf, skíðaskóna og annan skíðabúnað. Fólki er því ráðlagt að fá aðstoð við valið hjá fagfólki skíðaverslana enda nauðsynlegt að búnaðurinn henti þeim best sem hann ætla að nota.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.