Fréttablaðið - 24.02.2010, Blaðsíða 34
18 24. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR
timamot@frettabladid.is
STEVE JOBS
FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1955.
„Hönnun snýst ekki bara um
það hvernig hluturinn lítur út
og tilfinninguna sem fólk hefur
fyrir honum. Hönnun snýst um
það hvernig hann virkar.“
Steve Jobs er einn þriggja stofn-
enda Apple. Hann stofnaði einnig
tölvufyrirtækið NeXT og keypti hlut
í Pixar-teiknimyndagerðarfyrirtæk-
inu sem sameinaðist Walt Disney
árið 2006.
Þennan dag árið 1924 var stytta
af Ingólfi Arnarsyni afhjúpuð
á Arnarhóli í Reykjavík en
styttuna gerði Einar Jónsson
myndhöggvari.
Ingólfur er jafnan talinn fyrsti
landnámsmaður Íslands. Hann
kom fyrst til landsins ásamt fóst-
bróður sínum og mági, Hjörleifi
Hróðmarssyni, til landkönnunar
í kringum 867. Þeir komu svo
til að nema land í kringum 870.
Ingólfur hafði þá verið gerður
útlægur frá Noregi og ákvað
því að flytja til Íslands. Hann
er sagður hafa haft vetursetu í
Ingólfshöfða fyrsta veturinn sinn
á Íslandi.
Sagan segir að Ingólfur hafi
kastað öndvegissúlum sínum
fyrir borð áður en hann kom í
land og heitið því að setjast þar
að sem þær kæmu að landi,
því þar myndu goðin vilja að
hann byggi. Þrælar hans fundu
þær eftir þriggja ára leit reknar á
land í Reykjavík.
Hann settist að í Reykjavík
en landnám hans náði á milli
Ölfusár og Hvalfjarðar og öll
nes út. Kona Ingólfs var Hallveig
Fróðadóttir.
ÞETTA GERÐIST: 24. FEBRÚAR 1924
Stytta af Ingólfi Arnarsyni afhjúpuð
MERKISATBURÐIR
1195 Páll Jónsson er vígður
biskup í Skálholti.
1918 Eistland lýsir yfir sjálf-
stæði frá Rússum.
1924 Íhaldsflokkurinn er stofn-
aður. Hann var síðar
sameinaður Frjálslynda
flokknum og mynduðu
þeir Sjálfstæðisflokkinn.
1957 Sjómannasamband Ís-
lands er stofnað.
1975 Hljómsveitin Led Zeppel-
in gefur út breiðskífuna
Physical Graffiti.
1991 Minnisvarði um Svein-
björn Egilsson, rektor
og skáld, er afhjúpaður
í Innri-Njarðvík þar sem
hann var fæddur.
1992 Kurt Cobain gengur að
eiga Courtney Love.
Samningur milli Háskóla Sameinuðu
þjóðanna, utanríkisráðuneytisins,
Landbúnaðarháskóla Íslands og Land-
græðslu ríkisins um rekstur Land-
græðsluskóla Háskóla Sameinuðu
þjóðanna á Íslandi var undirritaður í
síðustu viku. „Samningurinn er stórt
skref og mikil viðurkenning á þeirri
þjálfun sem Landgræðsluskólinn hefur
þróað síðustu ár fyrir þátttakendur frá
fátækum þróunarlöndum,“ segir Haf-
dís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður
skólans, en Landgræðsluskólinn hóf
störf sem þriggja ára þróunarverkefni
árið 2007.
Í október 2008 kom óháður matsaðili
frá Kanada hingað til lands, tók verk-
efnið út og skilaði jákvæðri skýrslu til
háskólaráðs Háskóla Sameinuðu þjóð-
anna. Í kjölfarið var óskað eftir við-
ræðum við íslensk stjórnvöld um hvort
hægt væri að stofna Landgræðsluskóla
Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi
en hér eru þegar reknir Jarðhita- og
Sjávarútvegsskólar undir merkjum
Háskóla Sameinuðu þjóðanna auk þess
sem jafnréttisskóli er á tilraunastigi.
Meginmarkmið Landgræðsluskólans
er að stuðla að sjálfbærri nýtingu lands
og útrýmingu fátæktar í þróunarlönd-
um með þjálfun fagfólks á sviði sjálf-
bærrar nýtingar lands og landgræðslu.
„Starfið gengur þannig fyrir sig að við
bjóðum útvöldum einstaklingum frá
þróunarlöndum sem glíma við mikla
jarðvegseyðingu, eyðumerkurmynd-
un, ósjálfbæra landnýtingu og afleið-
ingar loftslagsbreytinga til okkar. Við
veljum lönd og setjum okkur í samband
við yfirmenn fyrirtækja og stofnana og
biðjum þá um að benda okkur á kandíd-
ata. Við komum svo á staðinn og veljum
þá sem uppfylla tiltekin skilyrði,“ segir
Hafdís Hanna.
Hún segir þessa aðferð forsendu
fyrir góðum árangri en hinir útvöldu
koma aftur á sama vinnustaðinn eftir
nám á Íslandi og er ætlað að miðla af
þekkingu sinni. „Við erum að sá fræjum
og teljum þetta þróunarsamvinnu sem
skili árangri enda höfum við fengið
mjög góðar fréttir af þátttakendum
eftir að þeir hafa snúið aftur til síns
heima.“
Þátttakendur dvelja á Íslandi um
sex mánaða skeið og sækja námskeið í
sjálfbærri landnýtingu, landgræðslu,
grasrótarstarfi og ýmsu fleiru auk
þess sem þeir vinna sérverkefni sem
tengist þeirra áhugasviði og vandamál-
um í landinu sem þeir koma frá. Eins
er farið í vettvangs- og skoðunarferð-
ir af ýmsu tagi til að gera námið eins
áþreifanlegt og mögulegt er.
Hingað til hafa verið teknir inn
sex nemendur á ári. Í ár eru þeir frá
Mongólíu, Kirgistan, Namibíu, Úganda,
Eþíópíu og Níger. „Við stefnum svo að
því að fjölga þátttakendum ásamt því
að halda mögulega styttri námskeið í
heimalöndum þátttakenda. Þegar fram
líða stundir langar okkur svo að bjóða
upp á MS- og doktorsnám í samstarfi
við íslenska háskóla.“
vera@frettabladid.is
LANDGRÆÐSLUSKÓLI HÁSKÓLA SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA: REKINN Á ÍSLANDI
Sá fræjum þar sem þörf er á
ÞRÓUNARSAMVINNA SEM SKILAR ÁRANGRI Útvaldir einstaklingar eru styrktir til náms í Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna en þeir
fara síðan til síns heima og miðla af þekkingu sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Ástkær systir okkar,
Anna Kristín
Ragnarsdóttir
sem lést hinn 6. febrúar síðastliðinn á heimili sínu í
Alicante, Spáni, verður jarðsungin föstudaginn 26.
febrúar í Seljakirkju kl. 15.00.
Guðný Ragnarsdóttir
Jónas Ragnarsson
Þórdís Ragnarsdóttir
Jóhann Smári Sævarsson bassi og píanóleikarinn Kurt Kop-
ecky flytja Vetrarferðina eftir Franz Schubert í Íslensku
óperunni sunnudagskvöldið 28. febrúar næstkomandi
klukkan 20. Aðeins þessi eina sýning er ráðgerð á verk-
inu en það verður flutt í leikrænni útfærslu sem gefur því
ferskan blæ.
Á sautján ára ferli hefur Jóhann Smári sungið tugi aðal-
hlutverka í óperuhúsum í Þýskalandi og víðar um Evrópu.
Kurt Kopecky var um árabil tónlistarstjóri Íslensku óper-
unnar og hefur stjórnað óperum á borð við La traviata,
Ariadne á Naxos, Rake‘s Progress, Cavalleria Rusticana
og Pagliacci. Kurt starfar nú við finnsku þjóðaróperuna
í Helsinki.
Jóhann Smári frumflutti Vetrarferðina í leikinni útfærslu
við óperuna í Regensburg árið 2004. Sýningin sló í gegn
og var endurflutt árið
2005. Hún var síðan
flutt þrettán sinnum
fyrir fullu húsi. Haust-
ið 2008 endurtók hann
leikinn ásamt Kurt
Kopecky í Íslensku
óperunni. Í kjölfarið
var ákveðið að gefa út
geisladisk með Vetrar-
ferðinni og eru tónleik-
arnir á sunnudag eins
konar útgáfutónleikar
disksins. - ve
Vetrarferðin í Ís-
lensku óperunni
ÚTGÁFUTÓNLEIKAR
Tónleikarnir eru eins
konar útgáfutónleikar
fyrir geisladisk með
Vetrarferðinni í flutningi
Jóhanns Smára og Kurts
Kopecky.
Afla upplýsinga með krufningu refa
Melrakkasetur Íslands og Náttúrustofa
Vestfjarða eru í samstarfi við Háskóla
Íslands um krufningar á veiddum refum
á Vestfjörðum. Um er að ræða tilrauna-
verkefni þar sem gerðar eru markviss-
ar rannsóknir á veiddum refum í fjórð-
ungnum og upplýsinga aflað, meðal
annars um stofngerð. Þær upplýsingar
má síðan nota til að stjórna veiðum á
refastofninum á svæðinu á hagkvæmari
hátt en hingað til. Frá þessu er greint á
www.melrakki.is.
Verkefnið gengur út á að safna þeim
dýrum til krufninga sem veidd eru á
svæðinu, en þá verða sveitarfélögin
að fara fram á heilt dýr í stað þess að
greiða fyrir skott eingöngu. Einnig
þurfa að fylgja upplýsingar um skot-
stað og dagsetningu veiða.
Vorið 2009 var verkefnið kynnt fyrir
öllum sveitarfélögum á Vestfjörðum og
hefur Súðavíkurhreppur þegar hafist
handa og þar söfnuðust hátt í fjörutíu
dýr á síðastliðnu ári.
Dýrin voru krufin í nýrri krufningar-
aðstöðu hjá Náttúrustofu Vestfjarða í
febrúar 2010 og munu viðkomandi veiði-
menn og sveitarfélag fá senda skýrslu
þar sem fram kemur meðal annars
aldur og frjósemi dýranna, ásamt fleiri
dýrum sem veidd voru annars staðar á
landinu.
TÓFA Verkefnið er unnið í samstarfi Melrakka-
seturs Íslands, Náttúrustofnunar Vestfjarða og
Háskóla Íslands.
AFMÆLI
GUNNAR
EYJÓLFSSON
leikari er 84
ára.
DENIS LAW,
skoskur knatt-
spyrnumaður
er sjötugur.
ENGILBERT
JENSEN
söngvari er 69
ára.
BOLLI ÞÓR
BOLLASON
ráðuneytis-
stjóri er 63
ára.