Fréttablaðið - 24.02.2010, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 24.02.2010, Blaðsíða 39
MIÐVIKUDAGUR 24. febrúar 2010 23 Leikhús ★★★ Ufsagrýlur Eftir Sjón Sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu Leikarar: Aðalbjörg Árnadóttir, Árni Pétur Guðjónsson, Hjálmar Hjálmarsson, Erling Jóhannes- son, Birna Hafstein, Orri Huginn Ágústsson, Magnús Örn Sigurðs- son, Huld Óskarsdóttir, Gísli Björn Heimisson, Halldór Magnússon, Júlía Hannam, Magnús Örn Sig- urðsson, Rúnar Örn Marinósson. Leikmynd: Móeiður Leifsdóttir. Búningar: Myrra Leifsdóttir. Leik- gervi: Ásta Hafþórsdóttir. Tón- list/hljóðmynd: Stilluppsteypa. Grímur: Þórður G. Þorgeirsson. Kvikmynd og vinnsla mynda: Guðbergur Davíðsson, Konráð Gylfason. Ljósmyndun: Snorri Gunnarsson. Endurhæfing og tilraunaspítali. Hrottalegar fangabúðir og hver er ábyrgur fyrir þeim? Urðu heil- ar þeirra, sem svindluðu og brösk- uðu, átu gull og tróðu kókaíni í nefið á sér, að hnoðmör? Það eru marg- ar áleitnar spurningar sem fléttast inn í þau ótal atriði sem fyrir augu ber í sýningunni Ufsagrýlur. Meðan þulið var hér upp úr guð- spjalli græðginnar voru svo kall- aðar leiðtogabækur vinsælar. Nú eru þær jafn hallærislegar og legg- hlífar leikfimiskynslóðarinnar. Við hefur tekið nýtt listform eða ismi í bókmenntum og leikritaskrifum, hrunflæði. Líklega munu fræði- menn framtíðar líta á þetta sem einhverja hrynjandi og svar með flottum viðskeytum. Í Hafnar- fjarðarleikhúsinu er hrunið sviðsett með mörgum samsettum myndum í sýningu Lab Loka-hópsins undir styrkri stjórn Rúnars Guðbrands- sonar. Það er texti eftir ljóðskáld- ið Sjón sem liggur til grundvallar, texti sem á köflum snerist gegn sjálfum sér þannig að framganga verksins leið fyrir það. Leikmyndin þjónar ekki aðeins gangi mála heldur er hún ógnvaldur í sjálfu sér. Verur í búrum og lýsing- ar eða skuggavarp inn í búrin í upp- hafi lifir svo áfram í öllum leiknum. Þessi köflótti bakgrunnur varð á stundum eins og flísalagður veggur í sterílu sjúkrarými. Þar voru einn- ig alls kyns tæki og tól sem leiddu hugann á þær slóðir. Lýsingin fyrir ofan búraröðina tók allan tím- ann þátt í leiknum. Það er Garðar Ólafsson sem útfærði hana. Fyrir svo utan að samviskan, draugurinn eða hinn innri maður sem birtist við hlið Veigars var bæði töfrandi og svolítill galdur í sjálfu sér. Það var engu líkara en að hreyfanleg glansmynd lifði undir skikkju verunnar. Það var bæði heillandi og smart. Hljóðmyndin var allan tímann ógnandi og jók á áhrifamátt verksins. Verkið er byggt upp af atrið- um sem í byrjun virðast algerlega laustengd en þegar á líður límast saman, þó sú líming hafi nú tekið nokkurn tíma í upphafi. Öskrandi marbendlar, sæskrímsl eða upp- vakningar brjótast út úr búrum sínum með ógnarlátum og vakt- menn tilraunaspítalans verða að hafa grímur og hanska til þess að verða ekki fyrir eitrun. Yfirlækn- irinn Móra er snemma kynnt til leiks, hún er eins og ýkt mynd af Helgu úr Allo allo sjónvarpsþátt- unum um frönsku andspyrnuhreyf- inguna. Hún er látin tala með þýsk- um hreim, sem er ofnotuð klisja en Birna Hafstein er bísperrt og kraft- mikil í þessu eintóna hlutverki og á köflum nokkuð fyndin. Aðalbjörg Árnadóttir, sem leikur Nínu eigin- konu fórnarlambsins og frama- gosans Veigars Mar, nær að heilla áhorfendur upp úr skónum í eintali sínu um það líf sem hún og eigin- maðurinn höfðu lifað áður. Hlut- verk hennar er líka af höfundarins hendi þannig að auðveldast er að ljá því kjöt á beinin. Blásið er til mikillar veislu í Þjóð- menningarhúsinu þar sem svín- in koma saman. Með galtargrím- ur birtist þar skikkjuklætt fólk og einn af aðalgöltunum er gestgjafi kvöldsins og kynnir söngvara sem hann hefur flutt inn frá útlöndum. Erling Jóhannesson bregður upp grátbroslegri mynd af þessu útja- skaða smámenni, leikur hans og gervi með nösina blæðandi var frá- bær. Eins var Árni Pétur Guðjóns- son mjög sterkur í hlutverkinu á grímuballinu, það var líkt og rödd- in kæmi úr djúpum helli slíkur var styrkurinn. Orri Huginn Ágústsson fer með hlutverk Veigars Mars sem sigldi öllu í strand en hafði verið svo smart í fylgd forseta og frama- gosa. Hann er fangi í eigin líkama spastískur og heilabilaður og fyrst og fremst minnislaus. Það er alveg greinilegt hvert höfundur vill hér fara með þessum atriðum og Orri skilaði þessu hlutverki vel en atriðin voru bara allt of löng. Hjálmar Hjálmarsson er flottur sem Georg skipstjóri, skipstjóri á skipi sem siglir undir fölsku flaggi. Allur sá kafli hefði þó mátt missa sín, en það er jú sem kunnugt er ótrúlega erfitt að slátra góðum eigin hugmyndum. Hverjar eru þess- ar ufsagrýlur? Eru það afturgöng- ur sem sitja klofvega uppi á burst- um bæja okkar, eru það við eða þið, hverjir eru hinir seku? Leikhópurinn Lab Loki hefur hér sett saman áhugaverða sýn- ingu, gervin voru þrekvirki, bún- ingar flottir, minnið um hænuna sem verpir gullegginu fær sinn sess í stólpípukaflanum þar sem menn bíða í ofvæni eftir að geta leitað að gulli í lortinum sem er svo fallega um talað að hann verður að lordi eða lávarði. Grímur Þórðar G. Þorgeirssonar voru mjög góðar og þjónuðu verkinu. Elísabet Brekkan Niðurstaða: Mikið er lagt í þessa margbreytilegu sýningu. Óður um ástandið UFSAGRÝLUR Í HAFNARFIRÐI „Verkið er byggt upp af atriðum sem í byrjun virðast algerlega laustengd en þegar á líður límast saman,” segir í umsögn Elísabetar Brekkan. Söngvarinn Friðrik Ómar ætlar að halda átta Elvis-tónleika í við- bót vegna mikillar eftirpurnar. Friðrik hélt þrenna tónleika í Salnum í Kópavogi í síðustu viku og seldist upp á þá alla. Sex af tónleikunum verða í Salnum og hefjast þeir fyrstu 4. mars. Einir tónleikar verða í Mið- garði í Varmahlíð 11. mars og kvöldið eftir verður Friðrik ásamt föruneyti í Sjallanum á Akur- eyri. Miðasala hefst á Midi.is á fimmtudag. Sem fyrr verða flutt öll helstu lög Elvis, þar á meðal Jailhouse Rock, Love Me Tender og Can´t Help Falling in Love. Friðrik Ómar með átta Elv is-tónleika FRIÐRIK ÓMAR Friðrik ætlar að halda átta Elvis Presley-tónleika vegna mikillar eftirspurnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.