Fréttablaðið - 24.02.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 24.02.2010, Blaðsíða 8
8 24. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 1 Hvað heitir bæjarstjórinn í Kópavogi? 2 Hvers konar verksmiðju vilja sveitarfélög á Norðurlandi reisa? 3 Hvaða íslenska veitingastað reynir erlent risafyrirtæki að skikka til að skipta um heiti? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 Hafðu samband sími Verðbréfaþjónusta Arion banka er söluaðili sjóða Stefnis. Kynntu þér sjóðina hjá starfsfólki verðbréfaþjónustu Arion banka í síma 444 7000, í næsta útibúi eða á arionbanki.is/sjodir Enginn kostnaður Stefnir - Samval. Meiri möguleikar á breytilegum markaði. Fjárfestir í þeim eignaflokkum sem ákjósanlegastir eru hverju sinni – eignastýring í einum sjóði Virk stýring í skuldabréfum og hlutabréfum. Áhersla á ríkistryggð skuldabréf undanfarin misseri Fjárfestir að mestu í öðrum sjóðum til að auka enn frekar áhættudreifingu Góður kostur í langtímasparnaði og hentar vel í reglubundnum sparnaði 16,0% meðalnafnávöxtun síðastliðin 5 ár* Lágmarkskaup 5.000 kr. Ávöxtunartölur vísa til fortíðar. Fyrri ávöxtun sjóða gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur þeirra. Vakin er sérstök athygli á að almennt fylgir áhætta fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum sjóða, t.d. getur fjárfesting rýrnað eða tapast að öllu leyti. Stefnir - Samval er fjárfestingarsjóður skv. lögum nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag sjóðsins er Stefnir hf. Nánari upplýsingar um sjóðinn, þ.á m. nánari upplýsingar um áhættu við fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum hans, má finna í útboðslýsingu og útdrætti úr útboðslýsingu sjóðsins, sem nálgast má á www.arionbanki.is/sjodir. *Upplýsingar fengnar af www.sjodir.is fyrir tímabilið 31.01.2005–31.01.2010. ALÞINGI Ísland hefur frá 1996 greitt tæpan milljarð króna fyrir þátt- töku í Schengen-samstarfinu. Um er að ræða greiðslur til stofnana Evrópusambandsins auk kostnað- ar sem sérstaklega er stofnað til hér á landi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari Rögnu Árnadóttur, dómsmála- og mannrétt- indaráðherra, við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar, þingmanns Framsóknar- flokksins, um Schengen-sam- starfið. Sigurður spurði meðal annars um mat ráð- herra á ávinningi samstarfsins. Leggur Ragna áherslu á að frjáls för fólks grundvallist á EES- samningnum en ekki Schengen- samstarfinu. Bendir hún líka á að þrátt fyrir að persónueftirlit hafi verið afnumið á innri landamær- um Schengen-svæðisins komi það ekki í veg fyrir að lögregla geti framkvæmt slíkt eftirlit. Í svar- inu er bent á mikilvægi aðildar að Schengen-upplýsingakerfinu sem talið sé eitt mikilvægasta tæki til lögreglusamvinnu innan Evrópu. Fram kemur að afnám landa- mæraeftirlits á innri landamær- um geti gert afbrotamönnum hægara um vik við undankomu til annarra ríkja. Endurkomubann og farbann séu haldlítil þegar í hlut eigi brotamenn sem staddir eru innan svæðisins og eru stað- ráðnir í að koma aftur til landsins. Segir dómsmála- og mannrétt- indaráðherra að landamæraeftirlit myndi vissulega auka möguleika íslenskra yfirvalda til að fram- fylgja endurkomubanni. Á hinn bóginn myndi slíkt landamæra- eftirlit engu breyta um að íslensk yfirvöld stæðu berskjölduð gagn- vart margfalt stærri hópi erlendra glæpamanna sem hér gæti hlaup- ið í skjól frá handtökuskipunum sem skráðar séu í upplýsingakerfi Schengen. Líkt og áður sagði hefur Ísland varið tæpum milljarði króna til Schengen-samstarfsins. Gerir ráð- herra ráð fyrir að eftirleiðis verði kostnaðurinn um 150 milljónir króna á ári, að meðaltali. Er talið að svipaður kostnaður yrði við upptöku landamæraeftirlits með öllum farþegum á leið til Íslands frá Evrópu. bjorn@frettabladid.is Schengen-aðild betri en að standa utan samstarfsins Yfirvöld stæðu frammi fyrir alvarlegri vandamálum utan Schengen-samstarfsins en innan. Aðild fylgir aðgangur að mikilvægu upplýsingakerfi. Ísland hefur greitt tæpan milljarð króna vegna aðildarinnar. RAGNA ÁRNADÓTTIR LANDAMÆRAEFTIRLIT Í LEIFSSTÖÐ Nokkrum sinnum hefur verið gripið til sérstaks landamæraeftirlits á Keflavíkurflugvelli. Á það einkum við þegar von hefur verið á erlendum glæpagengjum sem hafa átt vingott við Íslendinga. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VIÐSKIPTI Fjármálaeftirlitið (FME) hefur gert athugasemdir við viðskipti tryggingafélagsins Elísabet, sem er í eigu Trygginga- miðstöðvarinnar (TM), og annars félags, sem ekki er nefnt á nafn. Flest bendir til að þar sé átt við Sjóvá. FME skoðaði iðgjöld og við- skiptahætti vátryggingafélag- anna. Í tilfelli Elísabetar laut athugasemdin að framsetningu auglýsinga og að ekki hafi komi fram með nógu skýrum hætti að vörumerkið Elísabet væri í eigu TM. Brugðist var við athuga- semdum FME innan tilskilinna tímamarka, að því er segir í til- kynningu. - jab FME gagnrýnir tryggingafélög: Viðskipti Sjóvár og TM skoðuð SJÓVÁ Margt bendir til að Sjóvá sé annað tveggja tryggingafélaga sem FME hafi skoðað og gagnrýnt. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHLEM VIÐSKIPTI „Félagsmönnum hefur ekki fækkað þrátt fyrir hrunið. Í síðasta félagatali voru þeir um fimmtán hundruð. Færri þeirra eiga nú hlutabréf,“ segir Vilhjálm- ur Bjarnason, framkvæmda- stjóri Samtaka fjárfesta. Sam- tökin halda almennan fund í dag þar sem fjallað verður um nokk- ur dómsmál sem gengið hafa að undanförnu, svo sem gegn Glitni og Straumi. Vilhjálmur segir samtökin hafa komið vel undan efnahags- hruninu. Þau keyptu hlutabréf í Verðbréfaþingi í kringum 1995, höfðu arð af fjárfestingunni og fengu dágóða summu þegar sænska kaup- hallarsamstæð- an OMX tók þá íslensku yfir árið 2007. Sölu- andvirðið var í sænskum krón- um. Það hefur frá upphafi legið inni á reikningi, nemur nú sjö hundruð milljónum króna og lýtur bæði stjórn sam- takanna og viðskiptaráðuneytis. Einu tekjur sjóðsins eru vextir á reikningnum. Fé úr sjóðnum er nýtt til rekstrar samtakanna og er Vilhjálmur eini launaði starfs- maður þeirra. Eina eign samtak- anna til viðbótar eru hlutabréf í Kauphöllinni upp á um sextíu milljónir króna. Ekki eru greidd félagsgjöld í Samtökum fjárfesta. Vilhjálmur segir það hafa verið reynt síðast fyrir um fjórum árum. Vilhjálm- ur segir innheimtuna hafa verið dýra og því ákveðið að fella hana niður þegar söluandvirðið skilaði sér á sínum tíma. - jab Samtök fjárfesta komu vel undan hruninu og funda um stöðu hluthafa: Eiga hundruð milljóna í sjóði SCHENGEN-KOSTNAÐURINN Ár Fjárhæð 2009 94,6 2008 137,5 2007 71,4 2006 98,3 2005 46,9 2004 42,5 2003 72,4 2002 65,4 2001 111,9 2000 105,7 1999 113,2 1998 5,8 1997 7,2 1996 4,8 Fjárhæðir eru í milljónum króna. VILHJÁLMUR BJARNASON LÖGREGLUMÁL Brotist var inn í vinnubúðir við Herdísarvík sem eru á vegum verktaka við Suð- urstrandarveg í gærmorgun eða fyrradag. Auk iðnaðarvéla var mörgum heimilistækjum stolið. Má þar nefna uppþvottavél, frystikistur, þvottavélar, þurrkara, gaseldavél, gufuofn, hrærivél, örbylgjuofn, flatskjá og fjölda búsáhalda. Til verksins hefur þurft stóran flutn- ingabíl. Lögreglan á Selfossi biður þá sem veitt geta upplýsingar að hafa samband í síma 480 1010. - jss Brotist inn í vinnubúðir: Vörubílsfarms af þýfi leitað VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.