Fréttablaðið - 24.02.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 24.02.2010, Blaðsíða 26
 24. FEBRÚAR 2010 MIÐVIKUDAGUR6 ● fréttablaðið ● vetrarlíf Skíðafæri og aðstæður eru afar misjafnar milli landshluta þessa dagana. Nægur snjór er á Norðurlandi en ekkert hefur verið opnað í Bláfjöllum og Skálafelli í vetur. „Það er rosalega skemmtilegt að standa í þessu þegar svona vel gengur,“ segir Alfreð Almars- son, skrifstofustjóri skíðasvæðis- ins í Hlíðarfjalli á Akureyri. Að- spurður segir hann hafa gengið á með éljum í gærdag en aðstæður væru fínar í fjallinu og nokkuð um skíðandi fólk. Alfreð segir of mikinn snjó aldrei verða að vandamáli, en stóra spurningin sé hvenær snjó- ar. „Þegar það snjóar svona meðan opið er þá þyngist að sjálfsögðu færið, en það er ekkert vandamál. Hingað mæta þrír menn á þrem- ur troðurum á miðnætti og troða til klukkan tíu á morgnana, þannig að þetta er hörkuvinna. Ég myndi giska á að þeir troði í kringum fjörutíu til fimmtíu hektara.“ Alfreð segist búa við góðri að- sókn á skíðasvæðið um helgina, þótt ólíklegt sé að hún verði jafn góð og um síðustu helgi. „Sú helgi var svakaleg. Vetrarfríið í skól- unum hefur sitt að segja og menn eru að tala um að laugardagurinn, þegar tæplega 2.700 gestir renndu sér á skíðum í fjallinu, sé næst stærsti dagurinn í sögu svæðisins. Ég myndi telja að um 2.500 hafi verið aðkomufólk, enda bærinn fullur af fólki og flest gistirými upppöntuð. Fólk gisti á Illugastöð- um í Fnjóskadal og lengst inni í Eyjafirði.“ DANSA SNJÓDANSINN Í BLÁFJÖLLUM Magnús Árnason, framkvæmda- stjóri skíðasvæðanna á höfuðborg- arsvæðinu, var staddur á Ísafirði að kynna sér snjóframleiðslu þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Spurður um skíðafærið í Blá- fjöllum og Skálafelli segir hann slíkt færi ekki vera til staðar. „Við fylgjumst grannt með spánni og í dag hefur hún breyst úr töluverðri snjókomu í smá snjókomu og gæti verið að breytast aftur, en við þurf- um tvo heila daga í almennilegri snjókomu til að geta farið að gera eithvað. Ég vona að það gerist fljót- lega. Við höfum reynst ýmislegt til að kalla snjóinn fram, dansað snjó- dansinn og fleira.“ Hann segir það aldrei hafa gerst í sögu Bláfjalla að ekkert hafi verið opnað yfir veturinn. „Einhvern tímann er allt fyrst, en við vonum að það verði ekki núna.“ FÁ MARGA HÓPA AÐ SUNNAN Aðstæður voru góðar á skíðasvæði Dalvíkur í Böggvisstaðafjalli í gær, þótt heldur snjóþungt væri. Björg- vin Hjörleifsson, þjálfari á skíða- svæðinu, segir mikinn fjölda af skíðafólki úr Reykjavík hafa sótt svæðið heim að undanförnu. „Við fáum hingað marga þrjátíu til fjöru- tíu manna æfingahópa. Um helgina eigum við til að mynda von á 200 til 300 manna hópi úr félagsmiðstöð og annað eins um þarnæstu helgi. Hér verður allt í fínum gangi þar til snjóinn þrýtur,“ segir Björgvin. - kg Snjódansinn stiginn Æfingahópar frá Reykjavík streyma á skíði til Dalvíkur þessa dagana. Tæp 2.700 manns renndu sér á skíðum í Hlíðarfjalli á laugardaginn var sem er met. Það hefur aldrei gerst í sögu Bláfjalla að lokað hafi verið allan veturinn og framkvæmdastjóri svæðisins vonar að engin breyting verði á nú. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Við þurfum tvo heila daga í almennilegri snjókomu til að geta farið að gera eithvað,“ segir framkvæmdastjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Öryggi í fjallaferðum! Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi | S: 577 6000 | www.garmin.is Arva EVO3 snjófl óðaýlar eru með þeim einföldustu á markaðnum án þess að öryggi sé fórna. EVO3 er 100% stafrænn, þriggja loftneta og sýnir vegalengd og stefnu í rauntíma á LCD-skjá. 5 ára verksmiðjuábyrgð. TM Einnig skóflur og snjóflóðastangir í miklu úrvali. GARMIN BÚÐIN ● DALVÍKURSLEÐINN TIL DANMERKUR Dalvíkursleðinn er meðal margra eigulegra muna á sýningunni Ís- lensk samtímahönnun - húsgögn, vöruhönnun og arkitektúr sem verður opnuð í Dansk Design Center nú á föstudag- inn, 26. febrúar. Þessi virta, danska hönn- unarmiðstöð er á HC Andersens Boulevard og þetta mun vera í fyrsta sinn sem íslensk sýning er sett þar upp. Hún skapar einstakt tækifæri fyrir íslenska hönnun og arkitektúr og er liður í markvissri kynningu og markaðssetningu Hönnunarmiðstöðvar Íslands. Dalvíkursleðinn er hannaður af Dalvíkingnum Degi Óskarssyni vöru- hönnuði og framleiddur af Promens á Dalvík. Sleðinn er upphafning á gömlum arfi, jafnt hugsaður til hagnýtra nota og gamans að því er segir á heimasíðu Dags. ● FLJÓTANDI HÓTEL Fjallaleiðsögumaðurinn Jökull Bergmann býður upp á ýmsar skemmti- legar nýjungar í vor. Þar ber hæst fjallaskíðaferð- ir á skútu þar sem siglt verður vestur frá Húsavík og um Náttfaravíkur, Flat- eyjarsund og Hvalvatns- fjörð. „Farið verður á skútu frá Norðursiglingu á Húsa- vík og viðkoma höfð á þessum stöðum þar sem farþegum gefst færi á skíðaiðkun,“ útskýrir Jökull og bætir við að gist verði um borð í skút- unni. „Segja má að hún gegni hlutverki eins konar hótels, þar sem far- þegar borða og hafa náttstað.“ Þá segist Jökull ætla að keyra af stað með annað verkefni sem hann prófaði síðasta sumar. „Ég mun bjóða upp á nýjar ferðir á Tröllaskaga sem kallast Haute Route tröllanna. Þar verður farið yfir Tröllaskaga þver- an frá norðri til suðurs, það er að segja frá Siglufirði og til Akureyrar.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.