Fréttablaðið - 24.02.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 24.02.2010, Blaðsíða 46
30 24. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. heiti, 6. átt, 8. gapa, 9. frændbálk- ur, 11. píla, 12. ósannindi, 14. veira, 16. í röð, 17. knæpa, 18. skel, 20. tveir eins, 21. núa. LÓÐRÉTT 1. hvæs, 3. frá, 4. óglatt, 5. lík, 7. máleining, 10. þrí, 13. skip, 15. sáttar- gerð, 16. fjaðurmagn, 19. til. LAUSN LÁRÉTT: 2. nafn, 6. na, 8. flá, 9. ætt, 11. ör, 12. skrök, 14. vírus, 16. þæ, 17. krá, 18. aða, 20. tt, 21. niða. LÓÐRÉTT: 1. fnæs, 3. af, 4. flökurt, 5. nár, 7. atkvæði, 10. trí, 13. örk, 15. sátt, 16. þan, 19. að. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 Gunnsteinn Sigurðsson. 2 Lyfjaverksmiðju. 3 Santa María við Laugaveg. Tónlistarkonan Gunnlaug Þor- valdsdóttir samdi tónlistina og sá um hljóðvinnslu fyrir myndina I Do Air sem sigraði í flokki stutt- mynda á BAFTA-verðlaunahátíð- inni. Stuttmyndin, sem er í leik- stjórn Martinu Amarti, fjallar um unga stúlku sem þorir ekki að dýfa sér ofan í sundlaug. Hún finnur til niðurlægingar og hverfur inn í búningsklefann þar sem hún flýr inn í draumaveröld með því að halda niðri í sér andanum. Gunnlaug er stödd í London þessa dagana þar sem hún fylgdist með verðlaunaafhendingunni og segist hún vera í skýjunum vegna velgengni myndarinnar. „Ég var ekki viðstödd sjálfa afhendinguna en ég fylgdist með annars staðar frá ásamt öðrum sem að mynd- inni stóðu. Það komast auðvitað ekki allir á hátíðina sjálfa eins og gefur að skilja. En þetta var alveg sérstök upplifun og maður varð hálf klökkur. Ég flýtti mér svo heim seinna um kvöldið til að fara á netið og fullvissa mig um að myndin hafi í raun sigrað í sínum flokki,“ segir Gunnlaug. Sérstök sýning verður á myndinni í kvöld og verður Gunnlaug viðstödd þá sýningu. „Mér fannst í raun nóg að mynd- in hafi verið tilnefnd til þess- ara verðlauna, en það að hún hafi sigrað er alveg magnað. Þetta er fyrsta myndin þar sem ég sé bæði um tónlist og alla hljóðvinnslu og þetta virkar auðvitað mjög hvetj- andi á mig,“ segir Gunnlaug sem hefur í nægu að snúast þessa dag- ana því auk þess að vinna að gerð heimildarmyndar hyggst hún á frekara samstarf með Amarti. - sm Gunnlaug vann Bafta-verðlaun SIGUR Gunnlaug Þorvaldsdóttir, til vinstri, samdi tónlist fyrir stuttmyndina I Do Air sem sigraði á BAFTA-hátíðinni. „Besti bitinn í bænum er Gleym- mér-ei-borgarinn á Vitabar. Ég fer þangað helst einu sinni í mánuði ásamt dóttur minni og við fáum okkur alltaf Gleym- mér-ei-borgarann.“ Una Hlín Kristjánsdóttir fatahönnuður. „Ingibjörg hefur sterkar skoðanir sem ég kann vel að meta,“ segir útlitssérfræðingur- inn Karl Berndsen. Karl nýtur liðsinnis fegurðardrottningar- innar Ingibjargar Egilsdóttur í þáttunum Nýtt útlit sem hefjast á ný í næstu viku. Ísak Freyr Helgason aðstoðaði Karl í fyrstu þáttaröðinni og vakti mikla athygli. Karl segir að hann hafi þurft að leyfa Ísaki að fljúga úr hreiðrinu og bætir við að hann hafi þurft að fá almennilega stelpu í hans stað. „Ég þurfti að fara alla leið í Miss Universe til að finna hana,“ segir hann og vísar í að Ingibjörg keppti í Miss Universe-fegurðar- samkeppninni í fyrra. „Hún er svo fögur. Öllum hlýtur að finnast gaman að horfa á eitthvað fagurt.“ Skjár einn hóf nýlega að rukka fyrir áskrift, en síðasta þáttaröð Karls var í opinni dagskrá. Hann óttast ekki að það hafi stór áhrif á áhorfið og býst við að ná til íslensku kvenþjóðarinnar. „Ef konur tíma ekki að borga 500 kall á viku fyrir að njóta mín í klukkutíma á viku þá veit ég ekki hvað,“ segir hann í léttum dúr. „Þetta er ekki nema hálfur sígarettupakki á viku. Það finnst öllum erfitt að borga fyrir hlutina, en í staðinn fær fólk eitthvað sem gaman er að.“ Nýtt útlit hefur göngu sína á þriðjudaginn og í fyrsta þættinum heimsækir Karl konur sem hann tók í gegn fyrir ári. „Það var mjög áhugavert að hitta þær aftur,“ segir hann. „Margar hafa breyst ansi mikið, en mér sýnist flestar vera á góðri leið.“ - afb Ingibjörg Egils aðstoðar Kalla Berndsen KALLI OG INGIBJÖRG Ingibjörg Egils- dóttir aðstoðar Karl Berndsen í nýrri þáttaröð af Nýju útliti. „Þetta er óheppilegt. Gunni verð- ur bara að fá verðlaunin,“ segir Björn Thors sem tilnefndur er í flokknum „meðleikari ársins“ á Edduverðlaunahátíðinni sem er á laugardagskvöld. Fjórir af þeim fimm sem tilnefndir eru í flokki Björns komast ekki á verðlauna- hátíðina þar sem þeir eru að sýna í leikhúsum borgarinnar. Björn, Ólafur Darri Ólafsson og Stef- án Hallur Stefánsson eru allir að sýna Gerplu í Þjóðleikhúsinu og Rúnar Freyr Gíslason er að leika í Fjölskyldunni í Borgarleikhúsinu á sama tíma. Þetta þýðir að Gunn- ar Hansson verður sá eini sem til- nefndur er í flokknum „meðleik- ari ársins“ sem verður viðstaddur Edduna: „Já, er það? Þá verður mjög neyðarlegt ef ég vinn ekki,“ sagði Gunnar þegar Fréttablað- ið færði honum þessi tíðindi til Svíþjóðar. „Kannski get ég talað við strák- ana og fengið að taka á móti verð- laununum fyrir þá? Annars verð ég bara að fara að æfa svipbrigð- in, reyna að vera „góði taparinn“. Þetta verður nefnilega mjög neyð- arlegt ef ég verð einn í salnum, þá verður myndavélin bara á mér,“ segir Gunnar. „Kannski er tilval- ið að nota þetta tækifæri til að aug- lýsa eftir starfi þetta kvöld. Ef ein- hver vill fá mig til að skemmta get ég alveg mætt og gert það frítt.“ Hið sama er uppi á teningnum í flokknum „leikkona ársins í aðal- hlutverki“. Þar verða Margrét Helga Jóhannsdóttir og Jóhanna Vigdís Arnardóttir að leika í Fjölskyldunni, Ilmur Kristjáns- dóttir að leika í Gerplu og Krist- björg Kjeld verður að frumsýna Hænuungana. Ilmur Kristjáns- dóttir segir leiðinlegt að missa af hátíðinni. „En maður verður bara að dressa sig upp og kíkja á ball- ið,“ segir hún. „Svo verður maður bara með varaskeifu ef ske kynni að maður ynni.“ Björn Brynjúlfur Björnsson, stjórnarformaður Íslensku kvik- mynda- og sjónvarpsakademíunnar, segir vandamálið óhjákvæmilegt. „Þetta er á þannig kvöldi að það er ekki hægt að komast hjá þessu. Það er ekki hægt að loka leikhús- unum,“ segir Björn. „Við höfum alltaf setið uppi með þetta. Við þurfum að hafa þetta um helgi og undanfarið hefur þetta verið á sunnudögum en nú var ákveðið að hafa þetta á laugardagskvöldi og það er auðvitað stórt sýninga- kvöld. Þetta er bara eins og veðrið – það er bara eins og það er.“ hdm@frettabladid.is GUNNAR HANSSON: MJÖG NEYÐARLEGT EF ÉG VINN EKKI Stjörnurnar skína annars staðar en á Edduhátíðinni MARGAR STJÖRN- UR FJARVERANDI Gunnar Hansson verður sá eini af fimm tilnefndum í flokknum Meðleikari ársins sem mætir á Edduna. Björn Thors verður að sýna í leikhúsi, rétt eins og Ilmur Kristjánsdóttir og Krist- björg Kjeld sem tilnefndar eru í flokknum Leikkona ársins í aðalhlutverki. Baltasar Kormákur hefur ákveðið að taka að sér kynnishlut- verkið á Eddunni sem fram fer á laugar- daginn. Baltasar hefur engra hagsmuna að gæta á þessari Eddu og þar sem ekkert skaraðist á í annars þéttskipaðri dagskrá leikstjórans mun hann bjóða gesti og áhorfendur Stöðvar 2 velkomna. Búið er að ákveða að einhverju leyti hverjir afhenda verðlaun en meðal þeirra sem munu komu fram eru Karl Berndsen og Ragga Gísla. Karl hefur að sjálfsögðu stjórnað einhverjum vinsælasta tískuþætti þjóðarinnar á Skjá einum og Ragga auðvitað verið tískutákn síðan elstu menn muna. Gunnar Sigurðsson, fyrrverandi sjónvarpsmaður, hefur dregið sig úr forvali vinstri grænna í Kópavogi og er að flytja til Svíþjóðar. Gunnar, sem var ranglega titlaður fyrrverandi samfylkingarmaður í blaði gærdagsins, var að klára meistara- nám í opinberri stjórnsýslu í Háskóla Íslands. Viðfangsefnið var niðurskurðarstjórnun og niðurstöður ritgerðarinnar voru að mati Gunnars tilefni til að drífa sig úr landi ásamt sambýliskonu sinni. Sjonni Brink, Vignir Snær, Hreim- ur og Gunni Óla vöktu nokkra athygli í Söngvakeppninni þegar þeir lölluðu lag Sjonna, Water- slide, á stuttbuxunum. Þeir félagar ætla að halda samvinnunni áfram og stefna að því að senda frá sér plötu í sumar. Einn poppari, sem tilheyrir sama vinahópi, hefur gengið til liðs við strákana og er það sjálfur Jógvan Hansen. Þessi hljómsveit stórskotaliðs poppara er ónefnd enn þá, en fastlega má búast við að hún setji mark sitt á stuðið í sumar. - fgg, afb, drg FRÉTTIR AF FÓLKI Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.