Fréttablaðið - 24.02.2010, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 24.02.2010, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 24. febrúar 2010 3 Hin síðari ár hafa einn til tveir litir verið ríkjandi í veisluskreyt- ingum en samkvæmt blóma- skreytingarkonunni Ásdísi Guð- rúnu Sigurðardóttur er að verða nokkur breyting á. „Ég fylgist náið með helstu straumum í þess- um efnum og finnst fólk opnara fyrir því að blanda saman litum. Það kemur sér líka vel í kreppunni enda hægt að nýta kerti, glös, stjaka og skraut úr ýmsum áttum og ekki þörf á því að kaupa allt nýtt.“ Ásdís, sem starfar sjálfstætt, hefur gert mikið af skreytingum fyrir tímarit og blöð auk þess sem hún tekur að sér veisluskreytingar af ýmsu tagi. Hér gerir hún nokk- ur sýnishorn af fermingarskreyt- ingum fyrir stráka og stelpur og njóta þær sín vel í fögru umhverfi Humarhússins. „Ég nota muni sem eru einkennandi fyrir ferm- ingarbarnið eins og ballettskó og taflmenn en það gerir skreyting- arnar persónulegri og tengir þær við barnið. Eins er gaman að nota gamlar myndir og annað sem barninu er kært auk þess sem ég er mikið fyrir að nota efnivið úr náttúrunni eins og fjörusteina, reyniber og greinar.“ Ásdís tekur við pöntunum í gegnum netfangið asdissig@ gmail.com en hún er auk þess í sambandi við veisluþjónustu og getur útvegað mat og annað sem þarf í hvers kyns veislur. vera@frettabladid.is Óhrædd við að blanda saman ólíkum litum Straumar og stefnur í veisluskreytingum breytast eins og annað og í dag er fólk opnara fyrir að blanda saman litum. Það má sjá í fermingarskreytingum Ásdísar Guðrúnar Sigurðardóttur. Ásdís segir fólk í auknum mæli blanda saman litum. Takið eftir því að kertin eru í hvort í sínum lit. Vasi: Humarhúsið. Blóm: Blómabúðin Kringlunni. Kerta- stjakar: Borð fyrir tvo. Gaman er að sýna barnamyndir. Vasi: Humarhúsið. Blóm: Blómabúðin Kringlunni. Myndastandur: Borð fyrir tvo Til að hækka skreytinguna setur Ásdís hana á kökudisk. Ballettskórnir gera hana per- sónulega og tengja hana við áhugamál fermingarbarnsins. Kökudiskur og kertastjak- ar: Borð fyrir tvo. Blóm: Blómabúðin Kringlunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ásdís tekur að sér skreytingar í alls kyns veislur. Hún gerir fermingarskreytingarn- ar persónulegar og tengir þær gjarnan áhugamálum fermingarbarnsins. Einnig er boðið upp á námsferð til Englands fyrir fullorðna www.enskafyriralla.is Enska í Englandi fyrir 13-15 ára 2 kennsluvikur (20.6-3.7) Íslenskir hópstjórar með í för allan tímann. Verð: ca. 195 þúsund (Innifalið: fl ug, skóli, gisting, fæði, ferðir og öll dagskrá) Skráning stendur yfi r í síma 891-7576 og erlaara@simnet.is Kringlan - Smáralind H O M E F A S H I O N Zeus heildverslun - Sia Austurströnd 4 • 170 Seltjarnarnes Bergstaðastræti 4 – 101 Reykjavík – Sími: 562-0335 Gullsmíðaverkstæði Árna Höskuldssonar lokar 1. mars næstkomandi Opnunartími 13:00 til 18:00 virka daga 40% afsláttur af öllum vörum Mikið úrval skartgripa Laugardaga Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447 Föstudaga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.