Fréttablaðið - 05.03.2010, Síða 48

Fréttablaðið - 05.03.2010, Síða 48
28 5. mars 2010 FÖSTUDAGUR Kvikmyndagerðarmenn bíða nú eftir fyrstu úthlut- un Kvikmyndasjóðs eftir að ríkisstjórnin ákvað að skera niður starfsemi Kvik- myndamiðstöðvar Íslands. Laufey Guðjónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Kvikmynda- miðstöðvar, segir íslenska kvikmyndagerð búa við algjörlega nýtt landslag. Innan kvikmyndagerðarbransans er talað um að það hafi kólnað ansi hratt í iðnaðinum að undanförnu. Tvær sjónvarpsþáttaraðir hafa fengið vilyrði fyrir styrk frá Kvik- myndamiðstöð og ekki er reiknað með að fleiri verði um þá köku. Þetta eru Tími nornarinnar sem Friðrik Þór Friðriksson leikstýr- ir eftir samnefndri bók Árna Þór- arinssonar og svo Betlehem eftir Dag Kára Pétursson sem Ljósband- ið framleiðir. Gert er ráð fyrir því að þær fari í tökur á þessu ári en Betlehem verður sýnd á Stöð 2 og Tími nornarinnar á RÚV. Ekki má heldur gleyma grínheimildarþátta- röð Gunnars Hanssonar og alter- egósins hans, Frímanns Gunnars- sonar, um norrænan húmor, en þær tökur eru á lokastigi. Þá er tökum á Rétti 2 að ljúka. Á teikniborðum íslenskra handritshöfunda eru þó þættir á borð við Pressu 2 sem Sig- urjón Kjartansson og Jóhann Ævar Grímsson eru byrjaðir að skrifa og svo Jói og Gói með þeim Jóhannesi Hauki og Guðjóni Davíð Karlssyni í aðalhlutverkum. Ekki er þó ljóst hvenær þessir þættir fara í fram- leiðslu. Þrjár kvikmyndir hafa fengið vilyrði fyrir styrk frá Kvikmynda- miðstöð. Þetta eru Djúpið eftir Baltasar Kormák, Gauragangur í leikstjórn Gunnars Björns Guð- mundssonar og Okkar eigin Osló sem Reynir Lyngdal leikstýrir. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er mjög líklegt að ekki muni fjölga í þessum flokki á næst- unni. Laufey segir að upphæð styrkja úr Kvikmyndasjóði verði sú sama og eftir hrun, það verði hins vegar færri kvikmyndagerðarmenn sem fái úthlutað. „Þetta er ástand sem reynir á þolmörk íslenska brans- ans en ég trúi því að ef okkur tekst að gera þrjár til fjórar kvikmyndir á ári að þá höldum við fagfólkinu inni í landinu,“ segir Laufey. Menntamálaráðherra tilkynnti nýverið að 88 milljónum sem fund- ust í menningarsjóði útvarps- stöðva yrði úthlutað til íslenskrar dagskrárgerðar, bæði í útvarpi og sjónvarpi. „Ég er þessa dagana að skipa í stjórn, það ætti að klárast í þessari viku og síðan verður vonandi auglýst eftir umsóknum í mars seinna í þessum mánuði,“ segir Katrín Jakobsdóttir mennta- málaráðherra í samtali við Frétta- blaðið. Þær upphæðir, þótt lágar séu, eiga eflaust eftir að koma að góðum notum. freyrgigja@frettabladid.is BEÐIÐ EFTIR STYRKJUM Miklar breytingar verða á úthlutun Kvikmyndamiðstöðvar úr Kvikmyndasjóði. Upphæð styrkjanna verður sú sama en færri fá úthlutað. Úthlutað verður úr menningarsjóði útvarpsstöðva í mars en þar verða til ráðstöfunar 88 millj- ónir á næstu tveimur árum. Friðrik Þór Friðriksson og Reynir Lyngdal eru meðal þeirra sem eru með vilyrði fyrir styrk úr Kvikmyndasjóði. 114.000 GESTIR! NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 564 0000 10 16 16 14 14 10 L THE GOOD HEART kl. 5.50 - 8 - 10.10 LEGION kl. 8 - 10.15 SHUTTER ISLAND kl. 5 - 8 - 11 LOFTKASTALINN SEM HRUNDI kl. 5 - 8 - 11 LOFTKASTALINN SEM HRUNDI kl. 5 - 8 - 11 LÚXUS AVATAR 3D kl. 4.40 ALVIN OG ÍKORNARNIR 2 kl. 3.45 íslenskt tal SÍMI 462 3500 10 12 L 14 L THE GOOD HEART kl. 5.50 - 8 - 10.10 PRECIOUS kl. 5.30 - 8 - 10.30 LEAP YEAR kl. 8 - 10.15 LOFTKASTALINN SEM HRUNDI kl. 6 - 9 MAMMA GÓGÓ kl. 6 SÍMI 530 1919 16 16 10 12 L 16 FROM PARIS WITH LOVE kl. 5.50 - 8 - 10.10 LEGION kl. 5.45 - 8 - 10.15 THE LIGHTNING THIEF kl. 5.30 - 8 - 10.30 IT´S COMPLICATED kl. 8 NIKULÁS LITLI kl. 6 EDGE OF DARKNESS kl. 10.30 SÍMI 551 9000 .com/smarabio AÐDÁENDUR GETA UNNIÐ BÍÓKORT ÚT ÁRIÐ, BOÐSMIÐA Á FORSÝNINGAR O.M.FL. 16 14 16 L FROM PARIS WITH LOVE kl. 8 - 10 LOFTKASTALINN SEM HRUNDI kl. 6 SHUTTER ISLAND kl. 9 ARTÚR 2 kl. 6 Þ.Þ. - Fbl T.V. - kvikmyndir.isÓ.H.T. - Rás2 T.Þ.T. - DVD Baráttan um mannkynið hefst þegar síðasti engillinn fellur. Stórkostlegt mynd frá DISNEY fyrir alla fjölskyldunaÁLFABAKKA KRINGLUNNI 7 16 12 12 12 V I P L L L L L L L L L L L L L L L AKUREYRI ALICE IN WONDERLAND kl. 3:20(3D) - 5:40(3D) - 8(3D) - 10:20(3D) ALICE IN WONDERLAND kl. 3:20 - 5:40 - 8 - 10:20 THE REBOUND kl. 8 - 10:20 BROTHERS kl. 8 - 10:20 BROTHERS kl. 5:50 - 8 - 10:20 VALENTINE ‘S DAY kl. 5:30 - 8 - 10:30 AN EDUCATION kl. 5:50 UP IN THE AIR kl. 5:50 PLANET 51 M/ ísl. Tali kl. 3:40 BJARNFREÐARSON kl. 3:40 PRINSESSAN OG FROSKURINN M/ ísl. Tali kl. 3:30 ALICE IN WONDERLAND kl. 3:20(3D) - 5:40(3D) - 8(3D) - 10:20(3D) SHUTTER ISLAND kl. 8 - 10:50 INVICTUS kl. 5:30 SHERLOCK HOLMES kl. 8 THE WOLFMAN kl. 10:30 TOY STORY 2 M/ ísl. Tali kl. 3:50(3D) BJARNFREÐARSON kl. 3:20 - 5:50 ALICE IN WONDERLAND kl. 5:40 - 8 - 10:20 WHERE THE WILD THINGS ARE kl. 6 THE REBOUND kl. 8 - 10:20 FRÁBÆR MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA - bara lúxus Sími: 553 2075 FROM PARIS WITH LOVE kl. 4, 6, 8 og 10 16 SHUTTER ISLAND kl. 4, 7 og 10 16 LOFTKASTALINN SEM HRUNDI kl. 7 og 10 14 IT’S COMPLICATED kl. 4 12 Þ.Þ. -FBL T.V. -KVIKMYNDIR.IS T.V. -KVIKMYNDIR.IS S.V. -MBL TOPPMYNDIN Í DAG!FRÁ LEIKSTJÓRA TAKEN Íslenskur kvikmyndavetur PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 00 60 2 af rúðuþurrkum og rúðuvökva í dag! Við höldum með þér! 25% AFSLÁTTUR Og að sjálfsögðu færðu aðstoð hjá starfsmönnum á plani.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.