Fréttablaðið - 22.03.2010, Side 2

Fréttablaðið - 22.03.2010, Side 2
2 22. mars 2010 MÁNUDAGUR Þórður, þarf ekki að setja kvóta á þjóðaratkvæðagreiðsl- ur? „Spyrjum þjóðina.“ Þórður Már Jónsson er formaður Þjóðar- eignar, samtaka um auðlindir í almanna- þágu. Meirihluti landsmanna vill kjósa um framtíð kvótakerfisins, samkvæmt könnun Fréttablaðsins. SPURNING DAGSINS NÝSKÖPUN Kanadíska fyrirtæk- ið Timminco Limited hefur hætt framleiðslu á sólarkísilflögum tímabundið og mun blása lífi í hana þegar eftirspurn eykst. „Við eigum miklar birgðir,“ segir John Fenger, framkvæmdastjóri Timminco, í samtali við Frétta- blaðið. Tíminn verði notaður til að auka gæði afurða fyrirtækisins. Aðgerðin muni ekki setja skarð í áætlanir enda um aðeins hluta af heildarumfangi Timminco að ræða, að hans sögn. Timminco vinnur með nýsköp- unarfyrirtækinu Stokki Energy að byggingu kísilmálm- og sólar- kísilverksmiðju, sem áformað er að reisa rétt vestan við Þorláks- höfn í Ölfusi. Fyrir mánuði und- irrituðu þau samning við Orku- veitu Reykjavíkur um orkusölu til verksmiðjunnar til tuttugu ára. Öll orkan á að koma frá Hverahlíðar- virkjun. Framkvæmdir við verksmiðjuna eru ekki komnar langt á veg en lóð hefur verið tekin frá fyrir hana í Ölfusi, að sögn Ólafs Áka Ragnars- sonar bæjarstjóra. Sveitarfélag- ið hefur ekki lagt fé í verkefnið. Fundað verður um framkvæmd- ir henni tengdri á mánudag. Hann bætir við að engar breytingar hafi verið gerðar á áætlunum. Undir það tekur Eyþór Arnalds, fram- kvæmdastjóri Stokks Energy. Samkvæmt uppgjöri Timminco sem birt var í vikunni tapaði fyr- irtækið 69,4 milljónum kanadískra dala, jafnvirði rúmra 8,7 milljarða íslenskra króna, á fjórða ársfjórð- ungi í fyrra. Verð hlutabréfa í fyrirtækinu hefur lækkað mikið. Fréttablaðið sagði frá því fyrir mánuði að neikvæð þróun fyrir- tækisins gæti haft áhrif á rekstr- arhæfi þess. Erlendir fjármálasér- fræðingar hafa verið á sama máli í vikunni. Fyrirtækið lokaði einu verksmiðju sinni í maí í fyrra og sagði upp hluta starfsfólks. Þar eru þrír ofnar til kísilmálmfram- leiðslu sem geta framleitt 45-50 þúsund tonn af kísilmálmi á ári. Framleiðsla hófst þar að nýju í fyrrahaust. John, sem tók við starfi fram- kvæmdastjóra í byrjun síðasta árs, segir tapið í fyrra tilkomið vegna nauðsynlegra afskrifta, svo sem á fastafjármunum og birgðum. „Að öðru leyti erum við á lygnum sjó,“ segir hann. jonab@frettabladid.is Sólarkísilverksmiðja enn á teikniborðinu Kanadískt fyrirtæki sem vill reisa sólarkísilverksmiðju við Þorlákshöfn hefur hætt þróunarvinnu. Erlendir fjölmiðlar segja forsvarsmenn fyrirtækisins hafa logið að fjárfestum. Setur ekki skarð í áætlanir hér, segir framkvæmdastjórinn. ÞORLÁKSHÖFN Tímabundnar aðgerðir kanadíska fyrirtækisins Timminco setja ekki skarð í áætlanir um byggingu sólarkísilverksmiðju í Ölfusinu sem á að ræsa eftir fimm ár, segja forsvarsmenn verkefnisins. SÖFNUN Þegar hafa safnast rúm- lega 17 milljónir króna í mottu- keppninni, sem er hluti af söfn- unarátakinu Karlmenn og krabbamein. Úrslitin í mottu- keppninni verða ljós í beinni útsendingu söfnunarþáttar á Stöð 2 næstkomandi föstudag. Yfir 2.200 menn hafa skráð sig til leiks og 430 lið. Valinn verður sigurvegari í einstaklingskeppn- inni, sá sem safnar mestum áheitum, á föstudag milli fimm efstu keppendanna klukkan 17 á fimmtudag, þegar söfnuninni verð- ur lokað, að því er fram kemur í tilkynningu frá söfnuninni. - bj 17 milljónir hafa safnast: Mottumeistari valinn í beinni FJÁRFESTAR TELJA SIG BLEKKTA Timminco var stofnað fyrir sjötíu árum og var nokkuð hefðbundið málmiðnaðarfyrirtæki fram til 2006 þegar það tilkynnti að það hefði þróað tækni til að framleiða sólar- kísilvörur með ódýrari hætti en áður þekktist. Gengi hlutabréfa í Timm- inco hafði um sama leyti legið rétt undir þrjátíu kanadískum sentum á hlut. Það tók snarpan kipp upp á við og fór hæst í tæpa 35 dali um mitt ár 2008. Þetta jafngildir hundraðfaldri hækkun. Nú tæpum tveimur árum síðar er það komið í um einn dal á ný. Fjárfestar segja forsvarsmenn Timminco hafa lagt fram fegraðar viðskiptaáætlanir og talað gengi fyrir- tækisins upp í hæstu hæðir. Þeir hafa nú höfðað mál gegn fyrirtækinu. John Fenger segist hafa skilning á því að fjárfestar séu sárir eftir að hafa tapað háum fjárhæðum á viðskiptum með bréfin. Málaferli sem þessi séu algeng vestanhafs. „Við erum tryggðir fyrir þessu,“ segir hann. SLYS Sex ára gamall drengur slasaðist talsvert á höfði þegar grjót féll á hann á Eskifirði á laugardag. Hann er á batavegi. Drengurinn var að leik við Grjótá þegar grjótið féll á hann. Við það datt hann í ána. Fólk í nágrenninu sá atvikið og kom drengnum til hjálpar. Hann var fluttur á sjúkrahús- ið í Neskaupstað og þaðan til Reykjavíkur til nánari skoðun- ar. Hann verður líklega útskrif- aður af Landspítalanum í dag. - þeb Grjóthrun á Eskifirði: Sex ára dreng- ur slasaðist ATVINNUMÁL Ísland er í 14. sæti af 33 Evrópulöndum í nýrri mælingu Evrópusambandsins á nýsköpunarvirkni þjóða. Ísland fellur í flokk fylgiþjóða (e. inn- ovation followers), ásamt Aust- urríki, Belgíu, Kýpur, Eistlandi, Frakklandi, Írlandi, Lúxemborg, Slóveníu og Hollandi. Sá flokkur er talinn standa úrvalsþjóðunum (e. innovation leaders) að baki en er þó að jafn- aði ofan við eða nálægt meðal- tali Evrópusambandslandanna, að því er segir í tilkynningu frá Rannís. - sh Ísland í öðrum flokki: Fjórtándu í ný- sköpunarvirkni Funda í Kaupmannahöfn Claus Hjort Frederiksen, fjármálaráð- herra Danmerkur, er gestgjafi á fyrsta fundi norrænu fjármálaráðherranna á formennskutíma Dana í Norrænu ráð- herranefndinni árið 2010. Fundurinn hefst í dag. Ráðherrar frá Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Íslandi og Noregi sitja fundinn, auk staðgengla frá Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi. NORÐURLÖND AFGANISTAN, AP Þrettán óbreyttir borgarar féllu á sunnudag í Helmand-héraði í Afganistan. Tíu féllu og sjö særðust í sjálfsmorðsárás í borginni Ger- eshk. Árásin var gerð í næsta nágrenni við afganska hersveit. Þá féllu tveir þegar vega- sprengja sprakk og eldri maður var skotinn til bana af afgönsk- um og erlendum hermönnum. Leynilegar viðræður hafa átt sér stað á milli talibana og afganskra stjórnvalda, með þátttöku alþjóðasamfélagsins. Á sama tíma hefur hermönnum Bandaríkjamanna og Nató fjölgað gríðarlega í landinu. - kóp Skálmöld í Afganistan: Þrettán féllu á sunnudaginn MENNING Fjórir rithöfundar fengu Fjöruverðlaunin í gær, en þau eru bókmenntaverðlaun kvenna. Þetta er í fjórða skipti sem verð- launin eru veitt. Ingunn Snæ- dal fékk verð- laun í flokki fræðirita fyrir ljóðabókina Komin til að vera, nóttin. Í flokki fræði- rita hlaut Þór- dís Elva Þorvaldsdóttir verðlaun fyrir Á mannamáli. Þá hlutu tvær bækur verðlaun í flokki barna- og unglingabóka; Arngrímur apaskott og fiðlan eftir Kristínu Arngrímsdóttur og Aþena (ekki höfuðborgin í Grikklandi) eftir Margréti Örnólfsdóttur. - kóp Bókmenntaverðlaun kvenna: Fjöruverðlaun í fjórða skipti VATÍKANIÐ, AP Benedikt sextándi páfi baðst afsökunar á kynferðisbrotum innan kaþólsku kirkjunnar á Írlandi á laugardag. Það gerði hann í bréfi sem var lesið upp í messum um allt landið. Páfinn minntist ekki á upp- ljóstranir um kynferðislega mis- notkun innan kirkjunnar í öðrum Evrópulöndum. Hann hefur sjálf- ur verið sakaður um að hafa hylmt yfir kynferðisbrot þegar hann var erkibiskup í Þýskalandi. Yfir þrjú hundruð kynferðisbrotamál innan kirkjunnar þar í landi hafa komið upp á yfirborðið á þessu ári, meðal annars í kaþólskum kór sem bróðir páfans stjórnaði lengi. Talsmenn fórnarlambanna á Írlandi hafa gagnrýnt páfa fyrir að grípa ekki til refsinga gagnvart kynferðisbrotamönnunum. Hann hefur einnig verið gagnrýndur fyrir að minnast ekki á ábyrgð Vatíkans- ins í málinu. Í vikulegri ræðu sinni í gær vék páfinn að fyrirgefning- unni og bað fólk um að dæma ekki þá sem hafi syndgað. - þeb Benedikt sextándi páfi sendi fórnarlömbum misnotkunar bréf um helgina: Baðst afsökunar á misnotkun BENEDIKT PÁFI Páfinn baðst afsökunar á misnotkun innan kaþólsku kirkjunnar á Írlandi en minntist ekki á önnur lönd. MARGRÉT ÖRNÓLFSDÓTTIR JALAL TALABANI ÍRAK, AP Jalal Talabani, forseti Íraks, krafðist þess í gær að atkvæði yrðu talin á ný, en kosið var til þings í Írak 7. mars. Taln- ingu atkvæða er ekki lokið og hefur ríkt pólitísk óvissa í landinu frá kosningum. Talabani sagði á heima- síðu sinni að telja þyrfti allt á ný til að „eyða öllum efa og mis- skilningi“. Hann sagðist setja kröfuna fram sem forseti ríkis- ins og sem slíkur væri það hans hlutverk að vernda stjórnar- skrána. Krafa forsetans kemur í kjölfar yfirlýsingar helsta keppinautar hans, forsætisráð- herrann Nouri al-Maliki, sem lýsti sig, á laugardag, hlynntan endurtalningu. - kóp Óvissa í Írak eftir kosningar: Forsetinn vill að talið sé á ný STJÓRNMÁL Íslensk stjórnvöld undirbúa nú endur- skoðun efnahagsáætlunar stjórnvalda og Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins (AGS). Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er unnið að því að sú endurskoðun fari fram, þrátt fyrir að Icesave-deilunni sé ekki lokið. Sú vinna er á lokastigi af Íslands hálfu. Stjórnvöld hafa þrýst á Norðurlandaþjóðirnar um að taka þátt í fjármögnun á Íslandi þótt Icesave sé ekki lokið. Jóhanna Sigurðardóttir hefur rætt við Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, á síð- ustu dögum, og þeir Össur Skarphéðinsson og Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherrar þjóðanna, hafa einn- ig ræðst við sem og fjármálaráðherrar þjóðanna tveggja. Háttsettur embættismaður frá hollenska utanrík- isráðuneytinu var hér á ferð í síðustu viku og ræddi við fjölda embættismanna. Svo virðist sem Hollend- ingar hafi verið tregir að setjast að samningaborð- inu og innan íslenska stjórnkerfisins er það metið þannig að þeir vilji hlé frá viðræðunum. Óvíst er hverju það sætir og hvort það tengist þeirri stað- reynd að nú situr starfsstjórn í landinu. - kóp Forsætisráðherra hefur rætt við norskan starfsbróður sinn um AGS: Undirbúa endurskoðunina STOLTENBERG Jóhanna Sigurðardóttir ræddi nýverið við Jens Stoltenberg um fjármögnun á Íslandi þrátt fyrir að ekki hafi samist um Icesave. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP FRAKKLAND, AP Hægriflokkur Nicolas Sarkozy Frakklands- forseta tapaði í sveitarstjórnar- kosningum um helgina. Þegar um 80 prósent atkvæða höfðu verið talin í gærkvöldi hafði banda- lag undir for- ystu Sósíalista- flokksins hlotið rúm 53 pró- sent atkvæða á landsvísu. Flokkur forsetans, UMP, og bandalag hans höfðu fengið rúm 35 prósent. Franski þjóðarflokkurinn hafði fengið 10 prósent atkvæða. Forsætisráðherrann Francois Fillon viðurkenndi ósigur UMP og sagðist ætla að ræða stöðuna við forsetann í dag. - þeb Kosningar í Frakklandi: Flokkur Sar- kozy tapaði NICOLAS SARKOZY

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.