Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.03.2010, Qupperneq 43

Fréttablaðið - 22.03.2010, Qupperneq 43
MÁNUDAGUR 22. mars 2010 27 KLÁRAÐU LEIKINN –með nýju og endurbættu Soccerade Er byggt á Leppin Smart Energy Inniheldur flókin kolvetni Ekkert koffín, taurín eða önnur örvandi efni Náttúruleg litarefni Án Aspartam KÖRFUBOLTI Keflavíkurkonur gátu tryggt sér áfram í úrslitaeinvígi Iceland Express-deildar kvenna í gær hefði þeim tekist að vinna Hamar á heimavelli sínum. Það fór hins vegar á annan veg. Konurnar frá blómabænum Hveragerði sýndu ótrúlega öfl- ugan varnarleik og framkvæmdu slátrun á heimakonum í sláturhús- inu í Keflavík. Leikurinn endaði 91-48 fyrir Hamar og sá Keflavík aldrei til sólar í leiknum. Hamar vann alla leikhlutana fjóra en mestur var munurinn í fjórða leikhluta sem liðið vann 26-4. Heimakonur skoruðu aðeins fjögur stig í leikhlutanum sem er með hreinum ólíkindum. Staðan í einvíginu er því jöfn eftir þessi úrslit, 2-2, og eigast liðin við í oddaleik í Hveragerði annað kvöld. Þá kemur í ljós hvort liðið etur kappi við KR í úrslita- einvíginu. KR sló út Íslands- og bikarmeistara Hauka á föstudags- kvöldið. Bryndís Guðmundsdóttir var stigahæst í Keflavíkurliðinu með 14 stig, Birna Valgarðsdóttir var með 13 stig og Kristi Smith 9. Hjá gestunum frá Hveragerði var Sigrún Sjöfn Ámundadóttir í aðalhlutverki með 22 stig, 9 frák- öst og 5 stoðsendingar. Koren Schram skoraði 19 stig og Krist- rún Sigurjónsdóttir 15 auk þess að eiga 7 stoðsendingar. Hreint ótrúlegur sigur Hamars og ljóst að einstaklega spennandi leikur er eftir í þessu athyglis- verða undanúrslitaeinvígi. - egm Keflavík tókst ekki að komast í úrslitin í gær þegar liðið fékk Hamar í heimsókn: Var slátrað í eigin sláturhúsi ODDALEIKUR Hamarskonur fá heimaleik á morgun í einvíginu gegn Keflavík. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI José Mourinho, þjálfari Inter, er sagður hafa áhuga á að koma aftur til Englands og taka við stjórastöðunni á Anfield. Aftur á móti segir Mourinho að hann hafi ekki áhuga á starfinu hjá Liverpool meðan Tom Hicks and George Gillet eru eigendur félagsins. Liverpool á í viðræðum við Rhone Group sem vilja fjárfesta í félaginu. Ef það gengur eftir er líklegt að þeir félagar Tom og George sleppi taumunum og Rhone Group stjórni ákvörðunum félagsins. - rog José Mourinho í umræðunni: Tekur hann við Liverpool? LITRÍKUR Mourinho liggur ekki á skoð- unum sínum. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Lionel Messi fór mikinn í liði Barcelona sem vann Real Zaragoza 4-2 í gær. Messi fiskaði vítaspyrnu, skoraði þrjú mörk og þar á meðal eitt eftir glæsilegt einstaklingsframtak. Zaragoza minnkaði muninn í eitt mark þegar ein mínúta var til leiksloka. Barcelona brunaði fram í sókn. Lionel Messi dans- aði með boltann innan teigs, var sparkaður niður í kjölfarið og vítaspyrna dæmd. Zlatan Ibrahimovic fór á punktinn og skoraði örugglega og tryggði þar með dýrmæt stig fyrir Barcelona í titilbaráttunni á Spáni. Barcelona hefur nú jafnað Real Madrid á stigum en bæði lið eru nú með 68 stig á toppi spænsku deildarinnar. Messi er kominn með ellefu mörk í síðustu fimm leikjum Börsunga. - rog Hinn magnaði Lionel Messi: Ellefu mörk í fimm leikjum ÓTRÚLEGUR Lionel Messi er funheitur um þessar mundir. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI AC Milan mistókst að ná toppsætinu í ítalska boltan- um þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Napoli í gær. Þar sem Inter gerði jafntefli á laugardaginn gátu Leonardo og lærisveinar hans komist í toppsætið. Hugo Campagnaro kom Napoli yfir eftir varnarmistök frá Mass- imo Oddo en gamli refurinn Fil- ippo Inzaghi jafnaði með skalla eftir fyrirgjöf frá Ronaldinho sem fagnaði 30 ára afmæli sínu í gær. AC Milan er eftir þessi úrslit ennþá stigi á eftir Inter. Diego Milito kom Inter yfir gegn Pal- ermo á laugardaginn en Edinson Cavani jafnaði á 24. mínútu og þar við sat. - egm Grannarnir Inter og AC Milan: Jafntefli hjá báðum liðum

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.