Fréttablaðið - 22.03.2010, Side 46

Fréttablaðið - 22.03.2010, Side 46
30 22. mars 2010 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 SJÓNVARPSÞÁTTURINN Önnur plata Hjaltalín, Terminal, kemur út í Evrópu 24. maí með hjálp ýmissa útgáfu- og dreifingarfyrirtækja víða um álfuna. Sveitin er ekki með eiginlegan útgáfusamn- ing erlendis og er því með marga á sínum snærum við að koma sér á framfæri. „Þetta er eins og gengur og gerist núna á þessum tímum þegar plötusala er svona lítil,“ segir söngvarinn og gítarleikarinn Högni Egilsson. „Maður reynir að gera þetta til að platan sé til alls staðar og fólk geti nálgast hana. Svo spilar maður bara á tónleikum og vonar það besta.“ Þrír aðilar starfa á vegum Hjaltalín í Bretlandi, þar sem einna mikilvægast er að fanga athyglina. Einn bókar tónleika, annar er í samskiptum við dagblöð og sá þriðji reynir að koma sveitinni að í útvarpi. Högni segir mikilvægt að ýta á alla rétta takka til að ná eyrum almennings. „Þetta snýst um að pota og pota. Stór útgáfufyrir- tæki taka ekki bönd nema þau hafi gefið út tvær til þrjár plötur og séu með „nethæp“. Það eru engir peningar í plötusölu og á end- anum þurfa allir að spila músík til að afla sér tekna. Það er erfiðara fyrir bönd að vera bókuð því það eru allir að spila svo mikið.“ Hjaltalín fer í stóra tónleikaferð um Evr- ópu í haust til að fylgja plötunni eftir auk þess sem einhverjir tónleikar verða haldnir í maí. Tónleikaferð um Bandaríkin er einnig fyrirhuguð í haust en óvíst er hvenær platan kemur út þar í landi. Umsagnir um Terminal eru væntanlegar í bresku tónlistartímaritunum Q, Mojo og Clash og verður forvitnilegt að sjá hvaða móttökur platan fær. Hún var kjörin besta poppplatan á Íslensku tónlistarverðlaunum og var efst hjá tónlistarspekúlöntum Frétta- blaðsins yfir bestu plötur síðasta árs. -fb Terminal til Evrópu 24. maí HÖGNI EGILSSON Hljómsveitin Hjaltalín gefur út plötu sína Terminal í Evrópu 24. maí. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Chris Biggs, einn af framleiðend- um hryllingsmyndanna Hostel eftir Eli Roth, verður einn af framleiðendum íslensku glæpa- myndarinnar Svartur á leik sem byggð er á samnefndri bók Stef- áns Mána. Danski kvikmynda- leikstjórinn Nicholas Wind- ing Refn verður einnig einn af framleiðendum myndarinnar en hann er hvað þekktastur fyrir undirheimamyndir sínar Pusher sem nutu mikilla vinsælda hér á landi. Þórir Snær Sigurjónsson hjá ZikZak er náinn vinur Refns en Þórir framleiddi Valhalla- mynd leikstjórans sem skartaði Mads Mikkelsen í aðalhlutverki. Að sögn Óskars Þór Axels- sonar, leikstjóra myndarinnar og handritshöfundarins, er það mikill fengur fyrir myndina að fá þessa tvo aðila til liðs við mynd- ina. „Biggs er mikill Íslandsvin- ur, kemur hingað reglulega og hreifst af handritinu. Hann hefur sínar hugmyndir um hvernig hún getur verið eins íslensk og mögu- legt er,“ segir Óskar þegar Frétta- blaðið settist niður með honum og Stefáni Mána. Rithöfund- urinn sjálfur var ákaflega spenntur fyrir því að sjá bók- ina lifna við á hvíta tjaldinu og hann er sáttur við hand- ritið. „Það sem mér finnst eiginlega skemmtilegast er að bókin er ekki eins og kvikmyndin og kvik- myndin er ekki eins og bókin. Sá sem hefur lesið bókina er því ekki búin að sjá kvikmyndina og svo öfugt,“ segir Stefán. Ó sk a r s e g i r stefnt á tökur um miðjan júlí en eins og Fréttablað- ið hefur greint frá mun Þorvaldur Davíð Kristj- ánsson koma beint úr námi sínu við Julli- ard-skólann í New York og leika aðal- hlutverk- ið, sjálfan Stebba Sækó. Jóhannes Haukur Jóhann- esson mun síðan leika dyravörð- inn Tóta, hrottann ógurlega. „Hann þarf að leggja mikið á sig líkamlega, taka vel á því í rækt- inni, krúnuraka sig og safna hökutopp. En mér skilst að hann hlakki bara mikið til enda er þetta mesta áskorunin fyrir leik- ara, að taka svona hlutverk að sér,“ skýtur Stefán inn í en það eru framleiðslufyrirtækin Film- us og ZikZak sem standa að gerð myndarinnar. -fgg STEFÁN MÁNI SIGÞÓRSSON: GET EKKI BEÐIÐ EFTIR ÚTKOMUNNI Hostel-framleiðandi vinnur að íslenskri glæpamynd SPENNTIR Stefán Máni og Óskar Þór geta vart beðið eftir því að tökur á kvikmyndinni Svartur á leik hefjist. Myndin er gerð eftir samnefndri bók Stefáns en það eru þeir Þorvaldur Davíð og Jóhannes Haukur sem leika aðalhlutverkin. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Eina ráðið mitt í sambandi við konur er að halda við tvær eða þrjár,“ segir fótboltahetjan Dwight Yorke í viðtali við breska dagblaðið Daily Express. Yorke hefur reglulega boðið Akureyrarmær- inni Kristrúnu Ösp Barkardóttur út til sín und- anfarin misseri og nú síðast fóru þau í rómant- íska siglingu í Karíbahafinu. Ummælin koma ekki illa við Kristrúnu, sem ítrekar að þau séu ekki saman, þrátt fyrir að þau hafi verið að hittast í tvö ár. „Hann hefur ekki hugmynd um hvað ég er að gera þegar við erum ekki saman og ég veit ekki hvað hann er að gera heldur,“ segir hún. „Þó ég myndi ákveða að fara að vera með honum og flytja út til hans, þá myndi ég ekki vita það vegna þess að hann ferðast mikið. Ég geri mína hluti og hann gerir sína.“ Dwight Yorke gerði það gott með liðum á borð við Manchester United og Aston Villa á árum áður og var um tíma á meðal fremstu sóknarmanna heims. Kristrún segir að hann sé frábær, enda komi hann afar vel fram við hana. „Við erum alltaf að gera eitthvað skemmtilegt og kynlífið er gott,“ segir hún. „Ég er ekki tilbúin til að fara í samband og byrja að búa með einhverjum. Af hverju ætti ég þá að vera spá í því hvort hann sé með öðrum konum?“ Hvað framtíðin ber í skauti sér verður að koma í ljós segir Kristrún. „Við töluðum mikið saman þegar ég var úti í hjá honum i Englandi í vikunni og hann var að ýta undir að það yrði meira eitthvað meira úr þessu hjá okkur,“ segir hún. - afb Dwight gerir sína hluti og ég geri mína EKKI SAMAN Kristrún Ösp og Dwight Yorke eru ekki saman þótt þau hittist reglulega. LÁRÉTT 2. ómskoðun, 6. hola, 8. forsögn, 9. stilla, 11. fyrir hönd, 12. flatfótur, 14. kvk nafn, 16. skóli, 17. fax, 18. fugl, 20. skóli, 21. staðarnafn. LÓÐRÉTT 1. skítur, 3. fyrirtæki, 4. ósigur, 5. lík, 7. land í Evrópu, 10. írafár, 13. angan, 15. ilmur, 16. skammst., 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. ómun, 6. op, 8. spá, 9. róa, 11. pr, 12. ilsig, 14. lilja, 16. ma, 17. mön, 18. önd, 20. fg, 21. oddi. LÓÐRÉTT: 1. sori, 3. ms, 4. uppgjöf, 5. nár, 7. pólland, 10. asi, 13. ilm, 15. angi, 16. möo, 19. dd. „Sjónvarpsþátturinn minn er Nurse Jackie, ég sakna hans alveg ógurlega. Þetta var svo skemmtilega raunsæ týpa.“ Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur. Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfið Blaðberinn... Blaðberinn bíður þín Það var skammt stórra högga á milli hjá sjónvarpsmannin- um Ómari Ragnars- syni í fyrrakvöld. Hann kom sér fyrir í sjónvarpsveri Stöðvar 2 Sport og lýsti æsilegum bardaga Wladimirs Klitschko gegn Eddie Chambers þar sem rothöggið kom fimm sek- úndum áður en bardaginn var úti. Ómar hefur væntanlega búist við því að þar með væri dagurinn úti enda komið nálægt miðnætti. Ómar var hins vegar varla kominn til síns heima en hann var sestur upp í jeppabifreið sína og keyrði ásamt dóttur sinni og fréttamanni RÚV, Láru Ómars- dóttur, í átt að Fimmvörðuhálsi þar sem byrjað var að gjósa. Og ævintýrin virtust elta Ómar uppi þetta kvöld því hann aðstoðaði á leið sinni jarðfræðinga sem höfðu komist í hann krapp- an. Garðbæingar tryggðu sér sæti í úrslitum Útsvars, spurningakeppni sveitarfélaganna eftir æsispenn- andi keppni við Fljótdalshérað. Vilhjálmur Bjarnason sýndi óvænta kunnáttu í páfa-fræðum Vatíkansins þótt hann vildi ekki gefa upp hvaðan sú vitneskja væri komin. Það ræðst síðan í næstu viku hvort það verð- ur Reykjanesbær eða Reykjavík sem mæta Vilhjálmi og félögum. -fgg FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.