Fréttablaðið - 03.04.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.04.2010, Blaðsíða 4
4 3. apríl 2010 LAUGARDAGUR Í grein eftir Loft Jóhannsson flug- umferðarstjóra um verkfallsrétt og stjórnarskrána brenglaðist merking setningar í upphafi greinarinnar. Setningin á að hljóma svona: „Í mars 2010, nánar til tekið þann 11. mars, ákvað ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðar- dóttur og Steingríms J. Sigfússonar að afnema verkfallsrétt flugumferð- arstjóra með lögum.“ Grein Lofts má lesa í heild sinni á Vísi.is. LEIÐRÉTTING STJÓRNMÁL Steingrímur J. Sig- fússon fjármálaráðherra segist ekki hissa á orðum Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), um að tryggja þurfi meirihluta- stuðning í stjórn sjóðsins áður en verði af endurskoðun efnahagsá- ætlunar Íslands. Hann sé frekar hissa á að Strauss-Kahn hafi sagt þetta opinberlega. „Það má lesa það úr orðum hans að málið strandi á pólitík- inni, starfsfólk sjóðsins metur það þannig að ekkert standi efnislega í vegi fyrir endurskoðuninni. Það vantar pólitískan stuðning og það hefur maður lengi vitað.“ Strauss-Kahn sagði, í sam- tali við Bloomberg, að ekki yrði nein endurskoðun án meirihluta í stjórn. „Ef enginn er meirihlutinn höldum við ekki áfram. Sjálfur tel ég að gagnlegt væri að halda áfram með málið núna. En ég get ekki sagt fyrir um hvort meiri- hluti er fyrir því.“ Steingrímur segir að framkvæmdastjórinn hafi viðrað þessi sjónarmið við Íslendinga áður. Engar formlegar viðræður hafa farið fram við Breta og Hollend- inga frá því að upp úr viðræð- um slitnaði 5. mars. Steingrímur segir þó óformleg samskipti hafa átt sér stað. „Menn eru að tala saman yfir línuna og við vonumst til að hreyf- ing komi á málið eftir páska. Það átta sig allir á því að ef gera á tilraun til að leysa málið verður hún að vera fljótlega eftir páska.“ Steingrímur segir að annars muni málið líklega frestast fram yfir Endurskoðun AGS strandar á pólitík Fjármálaráðherra segist bjartsýnn á að endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands fari fram á næstu vikum hjá AGS. Efnislegar forsendur séu til staðar en strandi á pólitík. Ef eigi að gera tilraun með Icesave verði það fljótlega eftir páska. kosningar í Bretlandi og Hol- landi. Spurður hvaða áhrif það hefði á stöðu Íslands segir Steingrímur það skipta máli hvernig málum er búið. Ef sátt sé um að setja málið í bið þá hafi það minna neikvæð áhrif en ef viðræður væru upp í loft. Ef ekki náist að klára málið verði reynt að búa svo um hnútana að sátt náist um frestun. Steingrímur segist vonast til að endurskoðun AGS fari fram sem fyrst, hvað sem samningum um Icesave líður. Hann er bjartsýnn á að það gangi eftir. Best væri þó að ljúka Icesave-málinu um leið. kolbeinn@frettabladid.is 2008 október nóvember desember 2009 janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember 2010 janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember Ferill Icesave-málsins 5. desember 2008 - Alþingi samþykkir þingsályktun um samninga. 6. október 2008 - Neyðarlög sett 8. október 2008 - Bretar beita hryðjuverkalögum 24. febrúar 2009 - Ný samninganefnd undir forystu Svav- ars Gestssonar. 5. júní 2009 - Samið um Icesave 28. ágúst 2009 - Alþingi samþykkir samning með fyr- irvörum. Forsetinn staðfestir nokkrum dögum síðar. 5. janúar 2010 - Forsetinn synjar lögun- um staðfest- ingar. 6. mars 2010 - Þjóðar- atkvæða- greiðsla. 17. september - Bretar og Hollend- ingar hafna fyrirvörum. 30. desember - Lög um breytingar á lögunum frá í ágúst samþykkt. BRUSSEL, AP Styrkveitingar Evrópusambandsins í sjávarútvegi hafa orðið til þess að auka ofveiði frekar en að draga úr henni, samkvæmt nýrri skýrslu frá rannsóknarstofnuninni Pew Envi- ronment Group. Evrópusambandið hefur reynt að draga úr fiskveiðum með því að greiða sjávarútvegsfyrir- tækjum fyrir að taka eitthvað af skipum sínum úr notkun. Vandinn er sá, segir í skýrslunni, að útgerðir hafa fengið meira fé til að smíða ný skip og endurnýja þau gömlu heldur en veitt hefur verið til þess að fækka fiskveiðiskipum. Þannig hafa útgerðir í raun aukið fiskveiði- getu sína − með beinum fjárstuðningi Evrópu- sambandsins. „Fé úr opinberum sjóðum hefur verið notað til að styrkja ofveiði með skelfilegum afleiðing- um fyrir lífið í hafinu,“ segir Markus Knigge, framkvæmdastjóri hjá Pew Environment Group. „Það ætti ekki að fjármagna neitt slíkt lengur.“ Samkvæmt skýrslunni fengu tíu ríki megnið af heildarstyrkveitingu ESB til sjávarútvegs á árunum 2000 til 2006. Spánn fékk mest, en hin fiskveiðiríkin eru Ítalía, Frakkland, Grikkland, Danmörk, Bretland, Portúgal, Þýskaland, Pól- land og Svíþjóð. Pólland er eina ríkið sem notaði meirihluta styrkjanna til að draga úr ofveiði. - gb Styrkveitingar Evrópusambandsins virka þveröfugt við sjávarútvegsstefnuna: Enn meiri ofveiði í krafti ESB-styrkjanna EVRÓPSK FISKISKIP Skip við bryggju í Portúgal. NORDICPHOTOS/AFP Fréttablaðið brá á leik á skír- dag, 1. apríl, og birti tvær ósannar fréttir í því skyni að fá landsmenn til að hlaupa apríl. Sú fyrsta snerist um hol- lenska hernaðarfyrirtækið E.C.A. sem sagt var ætla að bjóða fólki í ókeypis flug yfir gosstöðvarnar á Fimmvörðu- hálsi í stærðarinnar herflug- vélum. Í hinni var fullyrt að Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunar hjá Listaháskóla Íslands, hefði verið ráðin list- rænn ráðunautur í búningadeild Ríkissjónvarpsins og að hún hygðist sýna afrakstur fyrstu búningagerðar sinnar í húsa- kynnum Listaháskólans. Þátttakendum í aprílgöbbun- um er hér með þakkað liðsinnið. Lesendur látnir hlaupa apríl: Ókeypis flug reyndist gabb VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 19° 8° 13° 9° 11° 8° 9° 9° 20° 10° 19° 23° 30° 4° 10° 15° 7°Á MORGUN Fremur hæg breytileg átt. MÁNUDAGUR NA kaldi eða strekkingur. 2 1 -1 -2 -4 0 -2 1 2 4 -6 6 9 7 6 10 10 5 8 5 10 5 0 -1 -2 0 1 2 -1 0 2 4 GLEÐILEGA PÁSKA Í dag má búast við snjó- komu eða éljum á norðanverðu landinu. Á morgun, páskadag, verð- ur hægur vindur. Horfur eru á éljum NV-lands en ann- ars staðar verður úrkomulítið að mestu. Á mánu- daginn hvessir töluvert. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður LONDON, AP Vísindamenn telja að hugsanlega megi spá fyrir um jarðskjálfta með því að fylgjast með atferli froska. Þetta er niðurstaða breskra vísindamanna sem fylgdust með froskum á Ítalíu á síðasta ári. Ætlun Rachel Grant og félaga var að fylgjast með áhrifum tungslins á atferli froskanna. Þremur dögum áður en jarð- skjálfti að stærðinni 6,3 reið yfir og olli miklum skemmdum og manntjóni í bænum L‘Aquila tóku þau eftir því að allir froskar voru horfnir af svæðinu. - pg Tímamót í jarðskjálftaspám? Froskar hurfu fyrir skjálftann GRAFIÐ Í RÚSTUM Þremur dögum áður en skjálfti að stærðinni 6,3 reið yfir á Ítalíu voru allir froskar horfnir. BRUSSEL, AP Air Koryo, ríkisflug- félag Norður-Kóreu, og angólska flugfélagið TAAG hafa verið tekin af lista Evrópusambandsins yfir flugfélög sem bannað er með öllu að fljúga til ríkja ESB. Starf- semi þeirra á svæðinu er enn háð takmörkunum, en ekki jafn- ströngum og áður. Samkvæmt nýjum lista, sem birtur var í gær, hefur öllum flugfélögum frá Súdan og Fil- ipps eyjum verið bannað að fljúga til ríkja Evrópusambandsins og þrengt hefur verið að möguleik- um hins íranska Iran Air til að fljúga til Evrópu. Um 300 flugfélög víða að úr heiminum eru á þessum svarta lista ESB. Svartur listi flugfélaga: Slakað á banni gagnvart Norður-Kóreu AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 31.03.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 228,1856 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,81 128,43 193,58 194,52 172,03 172,99 23,103 23,239 21,46 21,586 17,692 17,796 1,368 1,376 193,89 195,05 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.