Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.04.2010, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 03.04.2010, Qupperneq 6
 3. apríl 2010 LAUGARDAGUR ELDGOS „Dagurinn byrjaði rólega en umferð jókst mjög þegar líða tók á daginn. Göngufólk er ekki eins fjölmennt og verið hefur, aðallega vegna versnandi veðurs,“ sagði Víðir Reynisson, deildar- stjóri hjá Almannavörnum, í gær- kvöldi. Að sögn Víðis skyggði það á annars góðan dag að tveir ferða- menn slösuðu sig þegar þeir duttu í mikilli hálku. Annar þeirra var fluttur með þyrlu Norðurflugs til aðhlynningar, en talið er að hann hafi farið úr axlarlið. Virkni í eldstöðinni á Fimm- vörðuhálsi hefur verið stöðug síðan nýja sprungan opnaðist á miðvikudag. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur á Raunvís- indastofnun, segir að lítils háttar hraun hafi runnið til vesturs í gær. Eins sé gígur að hlaðast upp á nýju sprungunni þótt hann sé enn mun lægri en þar sem gosið hófst. „Allt er þetta eftir bókinni og kannski helst til rólegra en í upphafi.“ Fjöldi fólks leggur leið sína að gosstöðvunum eins og áður og áætlað er að á fimmta þúsund manns hafi safnast saman við gosið eða dáðst að því úr fjarlægð þegar mest hefur verið. Þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir Almannavarna um erfiðar aðstæð- ur gengur vanbúið fólk enn frá Skógum og björgunarsveitir hafa aðstoðað fjölmarga við að komast til byggða á nýjan leik. Nokkrir þeirra voru örmagna. Víðir segir enn brögð að því að ferðamenn reyni að komast inn á lokuð svæði. Tveir reyndu að kom- ast á Heljarkamb í gær; þeir voru handteknir og fluttir til skýrslu- töku. Víðir staðfestir jafnframt að björgunarsveitarmenn hafi lent í stimpingum við fólk sem sættir sig ekki við að komast ekki inn á þau svæði sem eru lokuð í örygg- isskyni. Segir hann þetta mjög miður og gera störf björgunar- sveitarfólks erfiðari. Hann hvetur ferðalanga til að sýna því skilning að viss svæði séu hættuleg og þeim sé ekki lokað að ástæðulausu. Þeir sem hafa lagt leið sína á Mýrdalsjökul hafa sífellt verið að færa sig utar í þá slóð sem þar hefur myndast. Þetta þýðir að slóðin var komin hættulega nærri Námskeið um ræktun matjurta og kryddjurta til heimilisnota Heiður Björnsdóttir kennir hvernig rækta má grænmeti og kryddjurtir með lítilli fyrirhöfn! www.heilsuhusid.is Áhugasamir skrái sig á lagmuli@heilsuhusid.is eða í síma 578 0300 kl:10-18 alla virka daga. Verð kr. 4.500.-Fimmtud. 8. apríl Þriðjud. 13. apríl Þriðjud. 20. apríl NÝ NÁMSKEIÐ Eldgosið á Fimmvörðuhálsi AF MORINSHEIÐI Dagurinn í gær var engin undantekning og fjöldi fólks hópaðist að gosstöðvunum. Um fimm þúsund manns hafa notið útsýnisins nær og fjær þegar mest hefur verið. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR NÝR GÍGUR Nýja sprungan opnaðist á miðvikudag og gosvirknin hefur verið stöðug síðan. Gígur hleðst nú upp og barmarnir taldir vera orðnir um tuttugu metrar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Örmagna göngufólk aðstoðað til byggða Tveir voru fluttir til byggða eftir að hafa slasað sig við gosstöðvarnar á Fimm- vörðuhálsi í gær. Björgunarsveitir og lögregla hafa haft afskipti af ferðafólki sem neitar að virða svæðalokanir og tveir voru handteknir. ■ Virknin á gosstöðvunum við Fimmvörðuháls er stöðug í meginatriðum. ■ Gosstrókarnir í nýja gígnum ná um hundrað metra hæð. ■ Litlar hraunspýjur hafa runnið til vesturs. ■ Virknin í gamla gígnum virðist lítið sem ekkert minni, þrátt fyrir að búist hafi verið við öðru. ■ Lítil jarðskjálftavirkni hefur verið undir og við gosstöðvarnar undanfarinn sólarhring en þó mældist skjálfti upp á 2,8 á Richter við rætur Krossár- jökuls laust eftir klukkan tíu í gærmorgun. Gosið stöðugt í nýja og gamla gígnum Auglýsingasími Allt sem þú þarft… sprungusvæði og var vélsleða ekið ofan í sprungu um sexleytið í gær. Enginn slasaðist að sögn lögreglu. Eins bar á því að ökumenn tækju ekki tillit til þeirra er fara gang- andi um svæðið og voru dæmi um að lægi við slysum. svavar@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.