Fréttablaðið - 03.04.2010, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 03.04.2010, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 3. apríl 2010 17 Fermingargjöf sem vex Hafðu samband — Framtíðarbók Arion banka Framtíðarbók er góð gjöf frá þeim sem vilja leggja traustan grunn að framtíð fermingarbarnsins. Framtíðarbók er verðtryggður innlánsreikningur sem gefur hæstu vexti almennra verðtryggðra innlánsreikninga. Innistæðan er laus til úttektar við 18 ára aldur. Nánari upplýsingar fást hjá þjónusturáðgjöfum í útibúum eða á . Öll fermingarbörn sem leggja 25 þúsund kr. eða meira inn á Framtíðarbók fá bol að eigin vali úr versluninni Dogma. „Ég spurði hann á leiðinni niður eftir hvað hann byggist við að margir kæmu. Ég hélt það kæmu nú kannski aðeins fleiri en það. En það mættu þúsund manns á leikinn,“ segir Inga María Friðriksdóttir, um styrktarleikinn sem gamlir Þróttarar og vinir mannsins hennar, Sigurðar Hallvarðssonar, stóðu fyrir til styrktar honum og fjölskyldu hans í nóvember síðastliðnum. Sigurður er þekkt fótboltakempa og er í 8. sæti yfir mestu markaskorara í meistara- deild frá því á árum sínum í Þrótti. „Það var stór hópur vina sem stóðu að þessu fyrir okkur. Ég held að hann hafi kennt íslenskum karlmönnum að gráta þennan dag, því hann stóð á vellinum og grét og öll stúkan grét með honum,“ segir Inga María. „Á leikinn mætti ótrúlegasta fólk og sýndi okkur mikinn stuðning. Þegar þetta gerðist var hann í endurhæfingu inni á Grensási og hann fylltist fítonskrafti eftir þetta.“ Fjárhæðin sem safnaðist var mikil búbót fyrir þessa stóru fjölskyldu enda þarf fjársterkt fólk til að takast á við langvarandi veikindi. Inga María segir þó andlega stuðninginn ekki hafa verið síðri. Allur sá stuðningur sem fjölskyld- unni hafi borist hafi verið ómetanlegur og honum muni þau aldrei gleyma. ➜ ÓMETANLEGUR STUÐNINGUR FRÁ VINUM VIÐ UPPHAF LEIKSINS Sigurður og Inga María fylgja leikmönnum inn á völlinn við upphaf styrktarleiksins fyrir Sigurð. kannski ekki skrýtið að litli prisn- inn minn, ellefu ára, segi stundum: „Veistu það mamma, ég er ógeðs- lega óheppinn! Ég á pabba sem er með krabbamein, systir mín er fík- ill og svo þarf ég að alast upp með frændum mínum!“ Kletturinn í öldurótinu Inga María segir börnin sín öll standa sig vel í þeim verkefnum sem þau eru að takast á við frá degi til dags og hún er ánægð því í dag gengur Írisi dóttur hennar vel að halda fíklinum í sér í skefjum. En hún er meðvituð um hlutverk sitt sem klettur fjölskyldunnar. „Ég finn að ég er kletturinn sem þau hin reiða sig á. Þau halda að ekk- ert bíti á mér. Það er kannski ekki alveg þannig, það kemur til dæmis alveg fyrir að ég gráti. En ég kikna aldrei. Margir óttast að ég gleymi að hugsa um sjálfa mig. En ég er mjög eigingjörn og ég tek mig fram yfir marga aðra. Ég væri ekki hér ef ég hugsaði ekki vel um sjálfa mig. Ég á líka alltaf mína drauma. Ég get alltaf hoppað í þá og látið einn og einn þeirra rætast. Og þá hugsa ég: jess! nú lét ég þennan rætast.“ Þótt verkefnin séu ærin í tengsl- um við veik- indi eigin- mannsins og þess a stóru fjöl- skyldu vinn- ur Inga sína dagvinnu líka. Hún er kennari við Rimaskóla og hefu r kennt sama bekknum frá því börn- in voru sex ára en þau eru tólf ára í dag. „Mér finnst bara gott að fara í vinnuna, inn í bekkinn minn, þar sem er ekk- ert óvænt og maður ræður við aðstæðurn- ar. Þetta er það skemmti- legasta sem ég geri og ég hlakka til þess að mæta í skólann á hverjum ein- asta morgni. Skólastjór- inn hefur verið alveg yndisleg- ur og hjálp- legur. Það spyrja mig sumir hvað ég hafi eigin- lega á hann. Ég hef ekkert á hann. Hann er bara mannlegur. Stuðning- ur hans og allra minna góðu vina í gegnum tíðina hefur verið ómet- anlegur.“ Framtíðin skipulögð Nú, þegar Sigurður hefur verið útskrifaður af Grensási og hefur lokið lyfjameðferð, er sá tími kom- inn, í fyrsta skipti um langa hríð, að Inga María er farin að skipu- leggja framtíðina. „Um jólin síð- ustu gat ég ekki hugsað nema um einn klukkutíma í einu. Svo fékk ég daginn og svo sem kennari verð ég að plana vikuna. Nú er ég farin að hugsa fram á sumar, sem er mikil framför.“ Óvissan er þó ekki langt undan, enda niðurstöðunnar úr myndatök- unni af höfði Sigurðar að vænta á næstu dögum. „Ég er tilbúin í hvað sem er og tek því sem að höndum ber. Það eina sem ég veit núna er að ég held utan um manninn minn í kvöld.“ Inga fær oft þá spurningu hvað- an hún sæki eiginlega allan þann styrk sem hún svo greinilega býr yfir. „Ég á mína barnatrú. En ég get sagt þér það að ég fæ styrkinn ekki í gegnum nein æðri máttarvöld. Ég fæ hann bara frá sjálfri mér. ÉG ræð sjálf mínum farvegi.“ Vandamál er eitthvað sem hægt er að leysa. En það er ekki svo- leiðis með okkar að- stæður. Flest af þessu get- um við ekki lagað og við verðum þá bara að lifa með því. Og lífið er bara skemmtilegt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.