Fréttablaðið - 03.04.2010, Side 28
2 matur
Þetta er bráðsniðugt þegar maður býður fólki í mat og veit ekki hvað því þykir gott
og hefur auk þess ekki tíma til að
standa í eldhúsinu allan daginn,“
segir Bryndís Haraldsdóttir um þá
matreiðsluaðferð að elda á steini.
Henni og manni hennar, Örnólfi
Örnólfssyni, þykir skemmtileg
stemning myndast í kringum
slík matarboð. Enda hefur
myndast sú hefð að þau
bjóði stórum vinahópi
í steinasteik til sín á
nýárdag. „Þá kemur
hvert par með eigin
stein og hráefni,“ segir
Bryndís en því eru engin
takmörk sett hvað elda má á
steininum. „Mér finnst miklu
skipta að hafa fjölbreytni. Það þarf
ekki að vera dýrara, maður kaupir
bara lítið af hverju,“ segir hún og
nefnir sem dæmi nautakjöt, lamb,
svín, humar og hörpuskel. Þá megi
steikja hvaða grænmeti sem er.
Matmálstíminn er yfirleitt
lengri en gengur og gerist þegar
steinninn er á borðum. „Þetta
getur tekið frá tveimur upp í fimm
tíma,“ segir hún kímin og bætir
við að það sé hluti af sjarma steins-
ins enda gefist þá góður tími til að
spjalla.
En hvernig virkar stein-
ninn? „Hann er settur inn í
kaldan ofninn og hitaður í
tuttugu mínútur áður en
hann er settur á borðið.
Þá er kveikt upp í sérstök-
um ílátum með rauðspritti
eða geli sem heldur steinin-
um heitum,“ svarar Bryndís og
bendir á að slíka steina megi kaupa
í ýmsum búsáhaldabúðum. Þá dugi
einn steinn fyrir tvo til fjóra. - sg
HEILSUSTOFNUN NÁTTÚRULÆKNINGAFÉLAGS ÍSLANDS
AFSÖKUN FYRIR ÁTI
Júlía Margrét Alexandersdóttir
SKÝRINGAR Á UPPSKRIFTATÁKNUM:
matur kemur út mánaðarlega með laugardagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Roald Eyvindsson og Sólveig Gísladóttir
Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Stefán Karlsson Pennar: Gunnþóra Gunnardóttir, Júlía Margrét Alexandersdóttir,
Kjartan Guðmundsson, Ragnheiður Tryggvadóttir, Vera Einarsdóttir og Þórdís Lilja Gunnarsdóttir Ljósmyndir: Fréttablaðið
Auglýsingar: Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is
STEIKT Á STEINI
Matargestir Bryndísar Haraldsdóttur og Örnólfs Örnólfssonar njóta hvers einasta
bita enda fá þeir að elda matinn sjálfir á heitum steini á miðju matarborðinu.
Fjölbreytileiki hráefnisins er mikill og
hægt er að steikja allt frá nautakjöti og
hörpuskel til belgbauna og kartaflna.
Bryndís og Örnólfur halda nýársboð á hverju ári fyrir stóran vinahóp þar sem fólk kemur með eigin steina og hráefni á þá.
FRÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/STEFÁ
N
Á Heilsustofnun Náttúrulækn-
ingafélags Íslands í Hvera-
gerði er nær eingöngu boðið
upp á mat úr lífrænt rækt-
uðu hráefni og er grænmeti
og fiskur aðallega á borð-
um. Dvalargestum er boðið
upp á fullt fæði en matsalur-
inn er þó opinn öllum og er
vel hægt að koma og kaupa
sér staka máltíð. „Við leggj-
um mest upp úr hádegismatn-
um og erum með léttari mat á
kvöldin. Fólk getur til dæmis
komið hingað í hádegismat á
leið í bústaðinn eða gert sér
sérstaka ferð því það er ekk-
ert sem segir að það þurfi að
leggjast í sukk þó að fólk sé í
fríi. Eins erum við með brauð, heilsute og okkar eigin grænmeti til sölu sem er upplagt að kippa
með sér,“ segir Ingi Þór Jónsson markaðsstjóri Heilsustofnunar NLFÍ.
Starfsmenn Heilsustofnunarinnar rækta um 25-30 tonn af grænmeti á ári. Það er fyrst og
fremst hugsað fyrir dvalargesti en umframbirgðir eru seldar til verslana auk þess sem þær eru á
boðstólum fyrir almenning á staðnum. Ingi Þór bendir á að nýbúið sé að taka í notkun nýjan salat-
bar og fylgir salat, súpa og heilsute með öllum réttum.
Góður viðkomustaður
Ég ólst ekki upp við sumarbústaðamenningu og sumarbústaðaferðir í æsku get ég talið á fingrum annarrar handar. Síðustu þrjú, fjögur árin hef ég þó verið svo heppin að eiga þess kost að geta farið nær
hvenær sem er í sumarbústað í Úthlíð þar sem tengdaforeldrar mínir
eiga yndislegt lítið hús.
Fyrir mér er því að fara í bústað enn þá fremur nýtt fyrirbrigði og allt-
af pínu eins og að fara til útlanda þar sem maður leyfir sér oft meira í
mat og drykk en heima hjá sér. Úr æsku er mér sérstaklega minnisstætt,
úr einni af þessum fimm sumarbústaðaferðum, að við krakkarnir feng-
um kókópöffs í morgunmat. Af því að við vorum í sumarbústað. Næstum
30 árum síðar er sykrað morgunkorn því ofarlega á listanum yfir nauð-
synjavörur í sumarbústað. Auðvitað alltaf „keypt inn fyrir krakkana“,
enda eitthvað frekar sorrí að horfa á fullorðinn gúffa Lucky Charms eins
og tíu ára krakki. En þegar krakkarnir eru komnir út í móa er kappát
fullorðna fólksins í morgunkorni og margar skálar af Lucky Charms
torgaðar á mettíma.
Þær eru nokkrar matarsortirnar, auk morgunkornsins, sem mér finn-
ast eiga sérstaklega vel við í sumarbústað og ég snæði ekki innan borg-
armarkanna. Einhverra hluta vegna er möndlukaka með bleikum glassúr
þar ofarlega á lista en bæði er hún frábær í maulið og svo mjög falleg á
disk á sumarbústaðapalli. Kleinur sóma sér þar líka vel,
randalína, smjörkaka, egg og beikon, síld,
rúgbrauð, kartöflusalat og reyktur lax.
Einnig lakkrís, appelsín og æðisbitar.
Sveitin er tilvalin afsökun
fyrir gúff og um leið gott tæki-
færi til að komast í tæri við
matarbarnið í sjálfum sér.
Enda líklega hvergi annars
staðar en þar sem maður situr
með lakkrísreimar í skál, kókó-
mjólk, á náttfötunum og öskrar „Olsen,
olsen“.
Hvunndags/til
hátíðabrigða Kökur
Þarftu að skerpa
hugann fyrir prófin?
Énaxin jurtablandan eykur einbeitingu og úthald!
Fæst í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum apótekanna
ORKA & KRAFTUR ÚR NÁTTÚRUNNI
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
M Meðlæti