Fréttablaðið - 03.04.2010, Síða 34

Fréttablaðið - 03.04.2010, Síða 34
KRISTJÁN JÓHANNSSON og söngvinir verða með tón- leika í KA heimilinu í dag klukkan 17. Með honum koma fram Diddú, Hulda Björk Garðarsdóttir og Gissur Páll Gissurarson. „Þetta verður gaman. Mér hefur alltaf þótt þetta frábært fram- tak hjá Mugison og þessum strák- um og þetta er lyftistöng fyrir bæ sem hefur verið kvótalaus í mörg ár,“ segir Rúnar Þór Pétursson, eða Rúnar Péturs Geirs eins og hann er betur þekktur fyrir vest- an, sem kemur fram ásamt hljóm- sveit á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði í kvöld. Að því loknu blæs Rúnar til balls á Krús- inni, en Mugison mun ætla að taka lagið með Rúnari á báðum stöð- um. Rúnar er Ísfirðingur að upplagi en flutti til Reykjavíkur um tví- tugt. Hann heimsækir þó heima- bæinn reglulega til að koma þar fram. Hann á íbúð á Ísafirði og segist alltaf vera á leiðinni vest- ur aftur. Þrettán ár eru liðin síðan Rúnar Þór sendi síðast frá sér plötu. Hann segist hafa verið orðinn þreyttur eftir gegndarlausa keyrslu síðustu tíu árin þar á undan, þar sem hann spilaði nánast á hverju kvöldi auk hljóðversvinnu. „Það er fínt að vera ófrægur. Það er kannski dónalegt að segja það, en þá sleppur maður við alla styrktartónleikana og fleira sem maður er endalaust í annars,“ segir Rúnar Þór. Útgáfuleysið varir þó að öllum líkindum ekki lengi enn hjá Rún- ari, en þessa dagana vinnur hann að gerð plötu ásamt sjálfum Meg- asi og Gylfa Ægissyni. „Þetta eru kallarnir sem tóku mig undir sinn verndarvæng þegar ég kom frá Ísa- firði. Fyrst þvældist ég mikið með Gylfa Ægis, en svo þegar hann hætti að drekka fór ég að þvælast með Megasi. Við höfum alltaf ætlað að vinna saman, en það tók þennan tíma,“ segir Rúnar Þór. Hann segir tríóið þegar hafa tekið upp fyrsta lagið sem sett verður í spilun af plötunni, og mun það væntanlega bera titilinn Gígja. Lagið er eftir Rúnar Þór og textinn eftir Megas. „Megas er sérstakur textahöfundur og ég hugsa að lagið verði kannski bannað, en þá verður bara að hafa það. Það hljómar eins og klám, en við syngjum um gígju sem gítar, að riðlast á gígjunni,“ segir Rúnar Þór og hlær. „Svo munum við líklega taka lög sem við höfum gert vinsæl í gegnum tíð- ina og syngja þau saman eða skipt- ast á og hafa gaman af þessu. Ég gæti trúað að þetta verði sérstakt, að hlusta á gömlu sukkarana taka lagið saman,“ bætir hann við. Rúnar segir þá félaga ætla að reyna að koma plötunni út fyrir sumarið. Gangi það ekki eftir verði hún gefin út í síðasta lagi fyrir jólin næstu. kjartan@frettabladid.is Vinnur að plötu ásamt Megasi og Gylfa Ægis Heimamaðurinn Rúnar Þór Pétursson kemur fram á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði í kvöld ásamt hljómsveit. Að því loknu blæs hann til balls á Krúsinni, þar sem Mugison kíkir í heimsókn. Rúnar Þór segist hafa spilað um hverja helgi í 25 ár, þar af oft á Ísafirði eins og í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is sími 512 5447 Þriðjudaga Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.