Fréttablaðið - 03.04.2010, Page 44

Fréttablaðið - 03.04.2010, Page 44
6 matur Ma mma er mjög, mjög g ó ð a ð baka,“ segir Friðrik Óskar Reynisson með áherslu. Hann er fimm ára, að verða sex, sem honum finnst líka mjög mikilvægt að komi fram. Spurður hvort hann sé aðalsmakkarinn segir hann svo vera. „Ég segi hvort kökurnar séu góðar eða vondar. Þær eru alltaf góðar. Á sunnudögum fæ ég alltaf pönnukökur með sírópi og ávöxt- um,“ segir hann. En þegar hann sér að mamma hans, Jenný Björk Olsen, verður svolítið skrítin á svipinn, er hann fljótur að bæta við: „Sko stundum, ef ég bið vel.“ Sjálf segist Jenný hafa haft gaman af eldamennsku og bakstri frá unglingsaldri. „Ég leita að uppskriftum í blöðum og tímarit- um og klippi út. Ég á því dágott úrklippusafn af uppskrift- um. Þær vil ég helst hafa fljótleg- ar og einfaldar og góðar.“ Hún seg- ist oft skella í köku um helgar eða pönnukökur á sunnudagsmorgn- um. „Það síðarnefnda er vinsælt hjá sumum,“ segir hún og bros- ir. Berglind, tveggja ára dóttir Jennýjar, á lokaorðið í þessu við- tali þegar hún bendir á girnilega kökuna sem mamma hennar hefur búið til, brosir og segir:, „Namm, namm.“ Og það er svo sannarlega satt. - uhj Mamma er „Ég segi hvort kökurnar séu góðar eða vondar,” segir Friðrik, sonur Jennýjar, sem sést hér ásamt systur sinni Berglindi. Börnin halda mikið upp á kökuna. Ostarétturinn er ekki síður í miklum metum hjá þeim. SÚKKULAÐIKAKA 5 msk. smjör 100 g suðusúkkulaði 3 egg 3 dl sykur 1 tsk. vanilludropar 1½ dl hveiti 1 tsk. salt 4 msk. smjör 1 dl púðursykur 2 msk. rjómi 1 poki pekanhnetur eða valhnetur 100-150 g suðu- súkkulaði, saxað. Bræðið smjör og súkkulaði saman yfir vatnsbaði og geymið. Þeytið egg og sykur vel saman. Bætið van- illudropunum út í eggjablönduna. Þá er þurrefnunum bætt var- lega saman við. Hellið nú súkkulaðinu saman við deigið og hellið því svo í form. Kakan er bökuð í 15 mínút- ur við 175 C. Á meðan kakan er í ofninum hitið þá í potti 4 msk. af smjöri, 1 dl af púð- ursykri og setjið síðast rjómann. Látið blönd- una sjóða í um eina mínútu. Þegar kakan er tilbú- in er einum poka af pekan- eða valhnetum dreift yfir kökuna og síðan er púðursykur- skaramellunni hellt yfir. Kakan er síðan sett aftur í ofninn og bökuð áfram í u.þ.b. 20 mín- útur. Þegar hún er full- bökuð er 100-150 g af söxuðu suðusúkku- laði stráð yfir kökuna. Frábær eftirréttur með sterku, góðu kaffi. EINFALDUR SÆL- KERAOSTARÉTTUR Þennan rétt má bæði nota sem forrétt eða eftirrétt. Ostur eins og Bónda- brie, Kastali eða Camembert Hlynsíróp Pekanhnetur eða val- hnetur, saxað gróft Í einfalda ostarétt- inn er hægt að nota marga osta eins og bóndabrie, kastala- ost eða camembert. Jenný notaði bónda- brie í þann sem er á myndinni. Setjið ostinn í eldfast mót og stráið gróft söxuðum pekanhnet- um eða valhnetum yfir hann. Hellið hlynsírópi yfir og setjið ostinn inn í ofn í nokkrar mínút- ur eða þar til hann er mjúkur en ekki farinn að renna út. Ostinn má bera fram með kexi en hann er mjög góður einn og sér. SÚKKULAÐIKAKA OG SÆLKERAOSTARÉTTUR Nammi namm! FRÉTTA B LA Ð IÐ /STEFÁ N BESTI BAKARINN Jenný Björk Oslen hefur haft gaman af bakstri frá unglingsaldri. Hún deilir með lesendum uppskrift að súkkulaðiköku sem er í miklu dálæti hjá börnunum hennar. BREYTT AUSTUR Veitingastaðurinn Austur – Fusion steikhús kynn- ir breytingar á matseðli og áherslum veitingastaðarins um næstu helgi, nánar tiltekið 10. apríl. Til liðs við Austur hafa gengið nokkrir reynslumikl- ir matreiðslumenn sem innleiða nýjan matseðil sem kynntur verður. þar munu renna saman alþjóðlegir straumar í matreiðslu með íslensku hráefni í forgrunni. Þannig verður allt nautakjöt sem borið verður fram á staðn- um frá Hellu og lambakjötið kemur beint frá býli í Öxnadalnum. Þess má geta að sett hefur verið upp sérsmíðað viðarkolagrill í eldhúsi staðarins þar sem allt kjöt verð- ur eldað. Þá hefur Austur látið framleiða fyrir sig sérstakan bjór, Austurbjór, sem framleiddur er af Borgum, litlu brugghúsi Öl- gerðarinnar. LÉTT OG GOTT Frekar þungur matur einkennir oftar en ekki sumar- bústaðaferðir. Slíkt þarf þó ekki að vera neitt lögmál. Gráupplagt er til dæmis að henda í eins og eitt stykki guacamole-salat, en til þess þarf einungis avókadó, tómat, rauðlauk, sítrónusafa og salt. Borið fram með brauði eða flögum og góðri samvisku. ÞROSKAÐUR OSTUR Nýr mygluostur, dalahringur, er kominn á markað. Um er að ræða hringlaga hvítmygluost með gati í miðjunni. í tilkynningu frá MS kemur fram að lögunin á Dalahring geri það að verkum að hann þroskist hraðar og verði fyrr tilbúinn til neyslu en aðrir mygluostar á markaði. Í nafninu Dalahringur er, auk lögunar ostsins, skírskotað til Dalanna og Búðardals þar sem hann er framleiddur. margt smátt Auglýsingasími Allt sem þú þarft… Ítalskar snittur að hætti Jóa Fel -frábærar á veisluborðið Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfið Blaðberinn... Blaðberinn bíður þín

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.