Fréttablaðið - 03.04.2010, Page 48

Fréttablaðið - 03.04.2010, Page 48
 3. apríl 2010 LAUGARDAGUR Kristján Freyr Halldórsson flutti frá æskustöðvum sínum í Hnífsdal árið 1998. Hann ber sterkar taugar til Vestfjarða, fer þangað oft á ári og er einn skipuleggjenda hátíðarinnar Aldrei fór ég suður. Kristján tók nýverið við stöðu framkvæmdastjóra AfKima eftir að hafa unnið hjá Pennanum um árabil. Hann er trommuleikari í hljómsveitinni Reykjavík!, en hefur að auki spil- að með Geirfuglunum og Dr. Gunna. Hann býr í Barmahlíðinni með fjölskyldu sinni. Hengir upp plaköt á MYNDBROT ÚR DEGI Þriðjudagurinn 30. mars 2010 l Símamyndir/ Nokia og Macbook. 1 Dagurinn byrjaði á því að fæða og klæða börnin árla morguns. Þau eru komin í páskafrí og við fjölskyldan drifum okkur því vestur á Ísafjörð eins og flesta tyllidaga sem upp koma. Ég reyni þó að verða að einhverju gagni, fer yfir verkefni dagsins hjá Kimi records í tölvunni eftir morgunmatinn og leyfi börnunum að horfa á skrípó í sjónvarpinu. Þau horfðu á Wallace and Gromit. 2 Eftir hádegi var ég kominn á stöðufund vegna hátíðarinnar Aldrei fór ég suður. Þarna erum við nokkrir af skipuleggjend- um að fara yfir stöðuna og má þarna sjá stjórnarformanninn Mugga með makkann í fanginu og þeir Háli Slikk og Öddi fylgj- ast spenntir með. Þó svo að Öddi haldi um haus, þá eru engin vandamál hjá okkur, aðeins verkefni. 3 Eftir fundinn fórum við Öddi að hengja upp veggspjöld, fengum lánaðan bíl hjá Ísafjarðarhöfn og keyrðum af stað. Þarna er ég nýbúinn að líma veggspjald á súlu fyrir utan Vínbúðina en þar er víst algjör þorláksmessusala fyrir Aldrei fór ég suður.Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ði r á sk ilj a sé r r ét t t il le ið ré tt in ga á s lík u. A th . a ð ve rð g et ur b re ys t á n fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 41 61 9 Borgarveisla í vor Barcelona 22. apríl (Sumardagurinn fyrsti) Sértilboð - frá kr. 86.900 Flug & gisting í 4 nætur Prag 22. apríl (Sumardagurinn fyrsti) Sértilboð - frá kr. 69.900 Flug & gisting í 3 nætur Sevilla 13. maí (Uppstigningardagur) Frábær kjör - frá kr. 99.900 Flug & gisting í 4 nætur Búdapest 22. og 29. apríl Sértilboð - frá kr. 74.700 Flug & gisting í 4 nætur Allra síðu stu sætin - frábær sértilboð ! Páskaveiði íHvammsvík! Nú ber vel í veiði fyrir stangveiðifólk á öllum aldri, því vertíðin hefst í Hvammsvík um páskana. Svæðið verður opið á skírdag, laugardag og annan í páskum á milli kl. 10–18. Við bjóðum veiðikort sem kostar aðeins 1.500 kr., gefur inneign upp á fimm fiska og gildir í allt sumar. Kíktu í Hvammsvík um páskana og komdu þér í veiðigírinn fyrir sumarið! Nánari upplýsingar í síma 695 5123 www.hvammsvik.is | hvammsvik@itr.is Kaffisala n opin! HVAMMSVÍK

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.