Fréttablaðið - 03.04.2010, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 03.04.2010, Blaðsíða 50
30 3. apríl 2010 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Pétur Eysteinn Stefánsson Hraunbæ 8, lést 26. mars sl. á Landakotsspítala. Útför hans fer fram frá Árbæjarkirkju fimmtudaginn 8. apríl kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Þórhalla Björgvinsdóttir Ólafur B. Pétursson Bjarney Sif Ólafsdóttir Stefán Víðir Martin Maria Irena Martin. Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, Birna Árnadóttir Hamraborg 32, Kópavogi (áður Kópavogsbraut 82) sem lést á Landspítalanum 24. mars, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju 7. apríl kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á blóðlækningadeild 11G, Landspítala við Hringbraut í síma 543-1159. Árni Steingrímsson Valborg Björgvinsdóttir Jóhanna Steingrímsdóttir Stefán Árni Arngrímsson Birna Steingrímsdóttir Hafþór Freyr Víðisson Ásdís Steingrímsdóttir Gunnar Carl Zebitz Sigríður Steingrímsdóttir Bjarki Þór Sigurðsson barnabörn, barnabarnabörn og systkini hinnar látnu. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, systur, mágkonu, ömmu og langömmu, Jónu Guðrúnar Ólafsdóttur Hraunbúðum, Vestmannaeyjum og heiðruðu minningu hennar. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hraunbúða. Ólafur Eggertsson Gunnar Marel Eggertsson Þóra Guðný Sigurðardóttir Guðfinna Edda Eggertsdóttir Kristinn Hermansen Sigurlaug Eggertsdóttir Halldór Kristján Sigurðsson Einar Ólafsson Viktoría Ágústa Ágústsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. EDDIE MURPHY ER 49 ÁRA „Kvikmyndagerð er samvinna. Stund- um ganga hlutirnir ekki upp. Ég veit að það mun koma fyrir að ég leiki í lélegri kvikmynd.“ Eddie Murphy sló í gegn í bandarísku grínþáttunum Saturday Night Live árið 1980 og skaust upp á stjörnuhimininn í kvikmyndunum 48 Hrs frá 1982 og Bever- ly Hills Cop I, II og III. Hann hefur átt brokkgengan feril síðustu ár. Murphy á átta börn, þar af eina dóttur með Mel B., söngkonu Spice Girls. Harry S. Truman, forseti Bandaríkjanna, sem tók við af Franklin D. Roosevelt og sat árin 1945 til 1953, staðfesti Marshall-áætlunina svokölluðu á þessum degi fyrir 62 árum. Bandaríska utanríkisráðuneytið átti hugmyndina að áætluninni sem fól í sér fjárhagslegan stuðning við þau lönd í Evrópu sem orðið höfðu illa úti í seinni heimsstyrjöld- inni. Framleiðsla í mörgum löndum hafði nær stöðvast og áttu þau afar lítinn erlendan gjaldeyri til milliríkjaviðskipta. Sextán Evrópulönd fengu aðstoðina, sem ekki síst var ætlað að sporna gegn útbreiðslu kommúnisma frá þáverandi Sovétríkjunum. Íslendingar högnuðust mjög á Marshall-áætluninni enda runnu hingað 43 milljónir dala frá Bandaríkjunum. Fyrir hana var togaraflot- inn endurnýjaður, keyptar dráttarvélar, og landbúnað- arvélar auk þess sem ráðist var í byggingu frystihúsa og aðrar framkvæmdir. Á meðal þess sem enn stendur eftir Marshall-áætlunina eru Sogsvirkjun og Laxárvirkjun. ÞETTA GERÐIST: 3. APRÍL 1948 Marshall-áætlunin fer af stað MERKISATBURÐIR 1948 Harry S. Truman, forseti Bandaríkjanna, kynnir Marshall-áætlun til stuðn- ings stríðshrjáðum löndum Evrópu. Íslendingar áttu eftir að fá umtalsvert fé í gegnum þá áætlun. 1975 Bobby Fischer neitaði að mæta Anatoly Karpov í heimsmeistaraeinvígi í skák. Karpov verður heims- meistari. 1984 Banni við hundahaldi í Reykjavík, sem staðið hafði síðan 1971, aflétt. 2004 Ráðist að húsi á Spáni þar sem íslamskir hryðju- verkamenn sem tengd- ust sprengingum á lestar- stöðvum í Madríd 11. mars héldu sig. Þeir fyrirfóru sér. Fjögur ár eru liðin frá því að MFM- miðstöðin tók til starfa. Á þeim tíma hafa um 700 manns leitað sér hjálp- ar við matarfíkn og skyldum kvillum hjá Esther Helgu Guðmundsdóttur og samstarfsmönnum hennar. „Árangurinn hefur verið alveg stór- kostlegur,“ segir Esther. „Við höfum fengið einstaklinga sem hafa alla tíð verið of þungir. Við höfum verið með fólk alveg upp í 200 kíló sem hefur tekist að komast í þetta svokallaða fráhald og fundið batalausn fyrir sig til framtíðar,“ segir hún. Esther segir að vandamál tengd mat séu oft öll sett undir sama hattinn og kölluð offita. Í raun sé hins vegar um þrjá sjúkdóma að ræða. „Offita er sjúkdómur út af fyrir sig ef þú ert of þungur, síðan eru það átraskanir sem er tilfinningalega tengt át, og loks matarfíkn, sem er fíkn í ákveðin efni í matvælum,“ útskýrir Esther. Hjá MFM-miðstöðinni sé áherslan á matarfíknina, en einnig sé reynt að ráða bót á hinum tveimur sjúkdóm- unum enda séu þeir nátengdir mat- ar fíkninni og fylgi henni gjarnan. Esther segir meðferðina við mat- arfíkninni áþekka því sem tíðkast við alkóhólisma. „Það sem við gerum í meðferðarmiðstöðinni er að hjálpa fólki að finna mataræði sem inni- heldur ekki þessar fæðutegundir sem valda löngun og fíkn hjá viðkomandi. Þetta eru svipuð vísindi og liggja að baki alkóhólisma og annarri vímu- efnanotkun. Fólk er í rauninni í sama vítahring nema að það hefur verið að nota sykur og hveiti og annað slíkt og þessi efni virka eins í líkama þeirra sem eru fíknir í þau eins og áfengi fyrir alkóhólista,“ segir Esther sem hefur persónulega reynslu af sjúk- dómnum og hefur verið í samfelldum bata í sjö ár. Meðferðin byggist upp á námskeið- um, hópfundum og einstaklingsviðtöl- um og í náinni framtíð stefnir Esther að því að bjóða einnig upp á innlagnir. Ekki er óalgengt, eins og með önnur meðferðarúrræði, að fólk þurfi að sækja sér hjálp oftar en einu sinni. Meðferðin getur tekið frá þremur mánuðum og allt upp í tvö ár. Sjálf telur Esther eins árs meðferð, eða þar um bil, árangursríkasta. Fimm manns starfa hjá MFM-miðstöðinni; fíkniráð- gjafar og næringarfræðingur. stigur@frettabladid.is ESTHER HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR: REKUR MFM-MIÐSTÖÐINA Matarfíklum hjálpað í fjögur ár 700 HJÁLPAÐ Esther Helga er stofnandi og framkvæmdastjóri MFM-miðstöðvarinnar. Hún hefur sjálf reynslu af matarfíkn en hefur verið í sam- felldum bata í sjö ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hreinn Óskarssonar, skógarvörður á Suðurlandi, tók í vik- unni á móti verðlaunagrip sem handhafi Uppsveitabross- ins 2009. Hreinn tók á móti verðlaununum fyrir hönd Skógræktar ríkisins á Suðurlandi, sem þykir hafa staðið sig með ein- dæmum vel í að auka veg sunnlenskra skóga og gera þá að vinsælum útivistarsvæðum allt árið um kring, jafnt fyrir heimamenn sem ferðamenn. Eru Haukadalsskógur og Þjórsárdalsskógur sérstaklega nefndir í því samhengi, en þar má meðal annars finna merkta göngustíga og sér- hannaða stíga fyrir hjólastóla. Uppsveitabrosið er óáþreifanlegt en því fylgir ævinlega gripur úr smiðju handverks- eða listamanns úr uppsveitum Árnessýslu. Að þessu sinni er gripurinn eftir listakonuna Önnu Magnúsdóttur á Flúðum – máluð mynd af tré í haust- litum sem ber heitið Úr sálargarðinum. Brosið er á hverju ári veitt einstaklingi eða fyrirtæki sem þykir hafa lagt ferðaþjónustunni í uppsveitum Árnes- sýslu lið á jákvæðan og uppbyggilegan hátt og stuðlað að samvinnu. Þetta er í sjötta sinn sem brosið er afhent. Fær Uppsveitabros fyrir skógrækt HREINN MEÐ VERÐLAUNAGRIPINN Hreinn tekur við verðlaunagripn- um, listaverki eftir Önnu Magnúsdóttur á Flúðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.