Fréttablaðið - 03.04.2010, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 03.04.2010, Blaðsíða 52
32 3. apríl 2010 LAUGARDAGUR BAKÞANKAR Davíðs Þórs Jónssonar ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Róðrarvél Skáklandsliðið hitar upp! Rólegir! HVAÐ VARSTU AÐ HUGSA?? Þú veist auðvitað alltaf hvernig allt virkar, ha? Ég er svo þreytt, nennir þú að baða Lóu í kvöld? Ætli það ekki. Er það? Ef hún var virkilega svona þreytt þá skil ég ekki hvernig hún gat farið þrjú handahlaup. Frábær tilboð á flottum símum Sumarsundkort Vodafone fylgir völdum símum. 0 kr. í sund í allt sumar. Nokia 2720 16.900 kr. Nokia 5230 33.900 kr. LG Viewty 29.900 kr. Sumar-sundkort fylgir* Sumar-sundkort fylgir* Sumar-sundkort fylgir* *Gildir fyrir 6 - 18 ára í allar sundlaugar ÍTR til 1. september 2010 Konan mín er utan af landi en ekki ég. Þótt þetta valdi ekki oft misskiln- ingi á heimilinu getur þó einstaka sinnum komið fyrir að menningarlegur bakgrunn- ur okkar er of ólíkur til að samstundis sé fyllilega ljóst hvað átt er við með sama orðalaginu. Til dæmis stakk konan mín upp á því við mig um daginn að við færum og kíktum á gosið þegar veður væri heppi- legt til þess. Þetta leist mér vel á og sam- þykkti ég hugmyndina samstundis. Þegar farið var að ræða ferðatilhögunina ítarleg- ar kom aftur á móti í ljós að það að „kíkja á gosið“ hafði ekki sömu merkingu í huga okkar beggja. Ég sá fyrir mér bíltúr út á Kambabrún til að athuga hvort við sæjum gosstrókinn bera við himin, hún sá fyrir sér göngu á Fimmvörðuháls. TIL að flækja málin enn meir þá heyrð- ist henni ég segja „Klambratún“ þegar ég sagði „Kambabrún“. Eftir að hún hafði þusað heillengi um höfuðborgar- hyski sem bæri ekkert skynbragð á vegalengdir og víðáttur landsins okkar tókst þó að leiðrétta þann misskilning. Að vísu sárnaði mér dálítið að konan mín skyldi álíta mig svo veruleikafirrtan Reykjavíkur- plebba að ég teldi mér virki- lega trú um að líklegra væri að sjá gosið af Klambratúninu en héðan af Hjarðarhaganum. Henni þótti það aftur á móti ekkert ótrúlegt að reykvískum mið- borgarrottum fyndust þær vera komn- ar langleiðina út á land þegar þær væru komnar vestan úr bæ alla leið á Klambra- túnið og að þar kynni jafnvel gosið í Eyja- fjallajökli að bera fyrir augu þeirra. ÞAÐ verður að viðurkennast að hugmynd- in um langar gönguferðir um óbyggðir vekur með okkur mjög ólík hughrif. Ég á í raun erfitt með að lýsa því með orðum hve mér finnst tilhugsunin um að ganga tímunum saman yfir móa og grjót til þess eins að sjá móa og grjót, sem er alveg eins og móinn og grjótið þar sem við lögðum bílnum, lítið heillandi. Ef vegurinn hefði verið lagður þar hefðum við lagt bíln- um þar og gengið þaðan til að sjá móann og grjótið þar sem við lögðum af stað og fundist hann miklu merkilegri en móinn og grjótið sem ferðinni var heitið að sjá. EN samband byggir á því að gefa og þiggja og þess vegna læt ég mig hafa það einu sinni til tvisvar á sumri að þramma eitthvert út í bláinn í fylgd konu minnar. Og þegar heim er komið er ég nú reyndar yfirleitt mjög ánægður. Tilhugsunin um ferðina reynist einatt mun kvíðvænlegri en ferðin sjálf. Utan af landi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.