Fréttablaðið - 03.04.2010, Síða 54

Fréttablaðið - 03.04.2010, Síða 54
34 3. apríl 2010 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is Djassarinn Árni Ísleifs- son hefur samið lög um alla vikudagana. Af því tilefni heldur hann tónleika með Stórsveit Öðlinga næstkom- andi þriðjudag. „Mér datt þetta allt í einu í hug,“ segir Árni. Undanfarin tíu ár hefur hann spilað með Dixieland- hljómsveit sinni og samdi lögin upphaflega fyrir hana. „Svo voru svokallaðir Öðlingar komnir með blásarasveit. Það voru svo marg- ir í hvort tveggja að við skelltum þessu saman í stórsveit. Ég þurfti að endurskrifa útsetningarnar því það bættust við fimm manns en það gekk þokkalega,“ segir Árni. Hann er 82 ára en Öðlingarnir eru í Öðlingaklúbb FÍH sem sam- anstendur af djössurum sem eru yfir sextugt. Árni segir að æfingarnar fyrir tónleikana, sem verða haldnir á Rosenberg, hafi gengið vel. Í framhaldi af þeim ætlar sveitin að spila í Ráðhúsi Reykjavíkur síðar í mánuðinum á svokölluðu maraþ- onstórsveitarmóti, þar sem stór- sveitir úr tónlistarskólum verða á meðal gesta. Árni er margreyndur píanó- leikari og djassari. Hann hóf feril sinn árið 1945 er hann spilaði með hljómsveit Björns R. Einarsson- ar í Listamannaskálanum, sem var við hliðina á Alþingishúsinu. Hann rak Djasshátíð Egilsstaða fyrstu átján árin og hefur á ferli sínum gefið út eina vinylplötu sem kom út 1984 og tvo geisladiska. Annar diskurinn hét Portrait of a Woman, sem hafði að geyma tíu lög um mismunandi líkamsparta kvenna, og sá síðasti hét Rökk- urblús sem kom út fyrir tveim- ur árum. Árni ætlar ekki að gefa lögin um vikudagana út á geisla- diski og stefnir frekar á dinner- plötu þar sem hann verður einn við píanóið í rólegheitagírnum. Djasssöngkonan Hildur Guðný Þórhallsdóttir hitar upp á tón- leikunum á þriðjudag, sem hefj- ast klukkan 21, með því að syngja nokkur lög eftir Árna. Að því loknu tekur Stórsveit Öðlinga við og flytur lögin sjö um vikudag- ana. freyr@frettabladid.is Samdi lög um vikudagana ÁRNI ÍSLEIFSSON Djassarinn reyndi hefur samið lög um alla vikudagana. Þau verða flutt á Rosenberg á þriðjudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON > LIFIR HÁTT Fatahönnuðurinn Donatella Versace eyddi um 650 þúsund krónum í sólgleraugu á tíu mínútum í New York. „Hún keypti bara allt sem hana langaði í,“ sagði viðskipta- vinur í Artsee þar sem Donatella sleppti sér. www.heilsuhusid.is DAVÍÐ KRISTINSSON næringar- og lífsstílsþerapisti heldur fyrirlestur um 30 daga hreinsun á mataræði. Gott tækifæri til að byrja núna að axla ábyrgð á eigin heilsu! Rúmlega 1000 manns hafa lokið 30 daga hreinsun með mjög góðum árangri! Heilsuhúsinu Lágmúla kl. 20-22 Glæsileg handbók fylgir með öllum upplýsingum sem þarf. Skráning og nánari upplýsingar á www.30.is og í síma 864 9155. Námskeiðsgjald kr. 6.900 kr. NÝTT NÁMSKEIÐ Golfklúbburinn Setberg hefur opnað fyrir inntöku nýrra félaga. Árgjald með GSÍ aðild er kr. 49.000,- Ekkert inntökugjald!!!!! Upplýsingar í síma 565 9092 Leikkonan Courteney Cox-Arquette segir að vinir hennar hafi hneyksl- ast á þeirri ákvörðun hennar að koma nakin fram í sjónvarpsþáttunum Coug- ar Town. Hún segist þó ekki sjá eftir neinu, það hafi verið mikilvægt að sýna hvernig „alvöru konur líti út“. Í sjónvarpsþáttunum Cougar Town leikur Courteney konu sem á í ástarsam- bandi við fjölda yngri manna. Í þáttun- um kemur hún nakin fram. „Mér fannst þetta mikilvægt. Í þættinum er fjallað um alvöru hluti og alvöru lífsreynslu svo mér fannst ég verða að gera þetta. Ég veit að Jennifer Aniston, vinkona mín, var hneyksluð á mér. Sumt fólk vill eflaust ekki sýna þá hluta af sér sem ekki eru fullkomn- ir og það er í góðu lagi. Ég ákvað að sýna þá og mér er alveg sama. Það var mikilvægt að sýna hvernig það er raun- verulega að vera orðin fertug,“ segir Courteney. Þó Courten- ey hafi ekkert á móti því að sýna sig á skján- um leggur hún mikla áherslu á að hún sé í eins góðu formi og mögulegt er. „Ég legg mikið á mig. Ég geng, ég hleyp, ég æfi í skíðavél, lyfti og dansa. Ég spila tennis og borða hollan mat,“ segir hún. Jennifer hneyksluð á Courteney HNEYKSLAÐI VINKON- UNA Courteny Cox- Arquette hneykslaði vinkonu sína Jenni- fer Aniston með því að koma nakin fram í sjónvarpsþætti.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.