Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.04.2010, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 03.04.2010, Qupperneq 54
34 3. apríl 2010 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is Djassarinn Árni Ísleifs- son hefur samið lög um alla vikudagana. Af því tilefni heldur hann tónleika með Stórsveit Öðlinga næstkom- andi þriðjudag. „Mér datt þetta allt í einu í hug,“ segir Árni. Undanfarin tíu ár hefur hann spilað með Dixieland- hljómsveit sinni og samdi lögin upphaflega fyrir hana. „Svo voru svokallaðir Öðlingar komnir með blásarasveit. Það voru svo marg- ir í hvort tveggja að við skelltum þessu saman í stórsveit. Ég þurfti að endurskrifa útsetningarnar því það bættust við fimm manns en það gekk þokkalega,“ segir Árni. Hann er 82 ára en Öðlingarnir eru í Öðlingaklúbb FÍH sem sam- anstendur af djössurum sem eru yfir sextugt. Árni segir að æfingarnar fyrir tónleikana, sem verða haldnir á Rosenberg, hafi gengið vel. Í framhaldi af þeim ætlar sveitin að spila í Ráðhúsi Reykjavíkur síðar í mánuðinum á svokölluðu maraþ- onstórsveitarmóti, þar sem stór- sveitir úr tónlistarskólum verða á meðal gesta. Árni er margreyndur píanó- leikari og djassari. Hann hóf feril sinn árið 1945 er hann spilaði með hljómsveit Björns R. Einarsson- ar í Listamannaskálanum, sem var við hliðina á Alþingishúsinu. Hann rak Djasshátíð Egilsstaða fyrstu átján árin og hefur á ferli sínum gefið út eina vinylplötu sem kom út 1984 og tvo geisladiska. Annar diskurinn hét Portrait of a Woman, sem hafði að geyma tíu lög um mismunandi líkamsparta kvenna, og sá síðasti hét Rökk- urblús sem kom út fyrir tveim- ur árum. Árni ætlar ekki að gefa lögin um vikudagana út á geisla- diski og stefnir frekar á dinner- plötu þar sem hann verður einn við píanóið í rólegheitagírnum. Djasssöngkonan Hildur Guðný Þórhallsdóttir hitar upp á tón- leikunum á þriðjudag, sem hefj- ast klukkan 21, með því að syngja nokkur lög eftir Árna. Að því loknu tekur Stórsveit Öðlinga við og flytur lögin sjö um vikudag- ana. freyr@frettabladid.is Samdi lög um vikudagana ÁRNI ÍSLEIFSSON Djassarinn reyndi hefur samið lög um alla vikudagana. Þau verða flutt á Rosenberg á þriðjudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON > LIFIR HÁTT Fatahönnuðurinn Donatella Versace eyddi um 650 þúsund krónum í sólgleraugu á tíu mínútum í New York. „Hún keypti bara allt sem hana langaði í,“ sagði viðskipta- vinur í Artsee þar sem Donatella sleppti sér. www.heilsuhusid.is DAVÍÐ KRISTINSSON næringar- og lífsstílsþerapisti heldur fyrirlestur um 30 daga hreinsun á mataræði. Gott tækifæri til að byrja núna að axla ábyrgð á eigin heilsu! Rúmlega 1000 manns hafa lokið 30 daga hreinsun með mjög góðum árangri! Heilsuhúsinu Lágmúla kl. 20-22 Glæsileg handbók fylgir með öllum upplýsingum sem þarf. Skráning og nánari upplýsingar á www.30.is og í síma 864 9155. Námskeiðsgjald kr. 6.900 kr. NÝTT NÁMSKEIÐ Golfklúbburinn Setberg hefur opnað fyrir inntöku nýrra félaga. Árgjald með GSÍ aðild er kr. 49.000,- Ekkert inntökugjald!!!!! Upplýsingar í síma 565 9092 Leikkonan Courteney Cox-Arquette segir að vinir hennar hafi hneyksl- ast á þeirri ákvörðun hennar að koma nakin fram í sjónvarpsþáttunum Coug- ar Town. Hún segist þó ekki sjá eftir neinu, það hafi verið mikilvægt að sýna hvernig „alvöru konur líti út“. Í sjónvarpsþáttunum Cougar Town leikur Courteney konu sem á í ástarsam- bandi við fjölda yngri manna. Í þáttun- um kemur hún nakin fram. „Mér fannst þetta mikilvægt. Í þættinum er fjallað um alvöru hluti og alvöru lífsreynslu svo mér fannst ég verða að gera þetta. Ég veit að Jennifer Aniston, vinkona mín, var hneyksluð á mér. Sumt fólk vill eflaust ekki sýna þá hluta af sér sem ekki eru fullkomn- ir og það er í góðu lagi. Ég ákvað að sýna þá og mér er alveg sama. Það var mikilvægt að sýna hvernig það er raun- verulega að vera orðin fertug,“ segir Courteney. Þó Courten- ey hafi ekkert á móti því að sýna sig á skján- um leggur hún mikla áherslu á að hún sé í eins góðu formi og mögulegt er. „Ég legg mikið á mig. Ég geng, ég hleyp, ég æfi í skíðavél, lyfti og dansa. Ég spila tennis og borða hollan mat,“ segir hún. Jennifer hneyksluð á Courteney HNEYKSLAÐI VINKON- UNA Courteny Cox- Arquette hneykslaði vinkonu sína Jenni- fer Aniston með því að koma nakin fram í sjónvarpsþætti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.