Fréttablaðið - 03.04.2010, Blaðsíða 63
LAUGARDAGUR 3. apríl 2010 43
FÓTBOLTI Miðjumaðurinn meiðsl-
ahrjáð,i Owen Hargreaves, hefur
ekki spilað aðalliðsleik síðan í
september 2008. Hann hefur þó
getað æft með Manchester Unit-
ed af krafti undanfarna daga
og fær líklega pláss á bekknum
gegn Chelsea.
Hargreaves þurfti að gangast
undir uppskurð á báðum hnjám
og hefur verið á meiðslalistanum
síðan. John O’Shea er einnig að
snúa aftur eftir meiðsli og gæti
líka verið meðal varamanna í
þessum stórleik tímabilsins. - egm
Owen Hargreaves:
Verður til taks
á bekknum
FÓTBOLTI Wayne Rooney þarf að
sætta sig við að vera meðal áhorf-
enda í dag þegar Manchester Unit-
ed fær Chelsea í heimsókn í topp-
slag ensku úrvalsdeildarinnar.
Rooney verður frá næstu tvær til
þrjár vikurnar en Sir Alex Fergu-
son tilkynnti það á blaðamanna-
fundi í gær.
Búlgarinn Dimitar Berbatov fær
það hlutverk að taka stöðu Rooney
í fremstu víglínu í dag. Hann hefur
mátt þola mikla gagnrýni síðan
hann var keyptur fyrir morðfjár
frá Tottenham. Andy Cole, fyrr-
verandi sóknarmaður United,
treystir Berbatov vel til að fylla
þetta skarð.
„Wayne hefur verið stórfeng-
legur á þessu tímabili en án hans
burstuðum við Bolton um síðustu
helgi. Berbatov var þar aðalmað-
urinn og skoraði tvö mörk. Mér
fannst hann leika einstaklega vel,“
sagði Cole í viðtali við sjónvarps-
stöð United.
„Vissulega er Chelsea mun
sterkari andstæðingur en þetta er
tækifærið fyrir Berba til að sýna
hvers hann er megnugur. Þetta
gæti verið leikurinn þar sem hann
leikur listir sínar og allir skilja af
hverju félagið borgaði 30 milljónir
punda fyrir hann.“
Ferguson hefur ekki marga kosti
þar sem Michael Owen er einn-
ig á meiðslalistanum. Federico
Macheda og Mame Biram Diouf
eru sóknarmennirnir sem verða
til taks á bekknum.
„Þeir eru báðir ungir og með
fullri virðingu fyrir þeim þá er
bara einn leikmaður sem kemur til
greina í þessari stöðu. Sá maður er
Berbatov,“ sagði Cole. - egm
Búlgarinn Dimitar Berbatov fær það hlutverk að leysa af einn heitasta sóknarmann heims:
Vandfyllt skarð Rooney er hausverkur
DIMITAR BERBATOV Fær heldur betur
tækifæri til að láta ljós sitt skína.
NORDICPHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI D id ier D rogba ,
sóknarmaður Chelsea, hefur
síðustu mánuði verið að leika
í gegnum meiðsli. Hann var
hvíldur um síðustu helgi en Carlo
Ancelotti, stjóri Chelsea, segir
að meiðslin séu ekki alvarleg og
Drogba muni ekki missa af neinum
leikjum vegna þeirra.
„Hann hefur verið að glíma við
kviðslit og finnur smá sársauka
eftir leiki. Meiðslin eru þó ekki
alvarleg og há honum ekki neitt.
Ef hann þarf að gangast undir
aðgerð eftir tímabilið er hún
aðeins smávægileg og hann
verður bara frá í viku. Það er þó
ekki víst að hann þurfi í aðgerð,“
segir Ancelotti en þessi meiðsli
hans hafa staðið yfir í þrjá til fjóra
mánuði.
„Hann var nokkuð þreyttur
fyrir síðasta leik gegn Aston Villa
og ég ákvað að taka enga áhættu
og hvíldi hann. En hann er tilbúinn
í slaginn og leikur á Old Trafford,“
segir Ancelotti.
Drogba hefur gert tíu mörk
í síðustu átta deildarleikjum.
Endurkoma hans þýðir væntanlega
að Joe Cole sest aftur á tréverkið
og Nicolas Anelka færist örlítið
aftar á vellinum.
Ancelotti hefur gengið vel gegn
Sir Alex Ferguson og unnið fimm
af síðustu sex viðureignum þeirra
á milli. Hann veit þó vel að United
berst fram á síðustu sekúndu enda
var hann við stjórnvölinn hjá
Juventus þegar Rauðu djöflarnir
komu til baka og tryggðu sér sæti
í úrslitaleik Meistaradeildarinnar
1999.
Manchester United tapaði í
vikunni gegn Bayern München
í Þýskalandi en liðið hefur tapað
þremur af fjórum deildarleikjum
sínum í vetur sem koma í
kjölfarið á ósigri á útivelli í
Evrópukeppninni. - egm
Chelsea verður ekki án síns helsta sóknarmanns í stórslagnum á Old Trafford:
Drogba er tilbúinn í slaginn
MARKAHÆSTUR Drogba er markahæsti leikmaður Chelsea á tímabilinu en hann
hefur skorað 24 mörk í deildinni. NORDICPHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Carlo Ancelotti, stjóri
Chelsea, reyndi að láta leik-
mannahóp sinn hlaupa 1. apríl. Sú
tilraun misheppnaðist algjörlega.
„Ég sagði þeim að ég ætlaði
að hafa tvöfalt lengri æfingu en
venjulega þar sem ég ætlaði að
gera tilraunir með nýtt leikkerfi
gegn Manchester United. Michael
Ballack sá strax í gegnum þetta
og sagðist meðvitaður um að það
væri 1. apríl,“ sagði Ancelotti í
viðtali á heimasíðu Chelsea. - egm
Ancelotti ekki góður lygari:
Misheppnað
aprílgabb
ANCELOTTI Húmoristi. NORDICPH/GETTY
FÓTBOLTI Mike Dean fær það
verkefni að dæma stórleikinn
á Old Trafford í dag. Það kætir
Brian Laws, stjóra Burnley, ekki
að Dean fái þetta risaverkefni.
Dean dæmdi leik Burnley gegn
Blackburn um síðustu helgi og
dæmdi ranglega vítaspyrnu.
Blackburn skoraði úr vítinu og
vann leikinn 1-0.
„Það er algjör vitleysa að
verðlauna manninn með því að
láta hann dæma stærsta leik
tímabilsins,“ sagði Laws. - egm
Dómarinn Mike Dean:
Verðlaunaður
fyrir mistök
MIKE DEAN Gerði dýrkeypt mistök um
síðustu helgi. NORDICPHOTOS/GETTY