Fréttablaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 10
10 7. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR SKATTAR Sextán sveitarfélög á landinu innheimta hærra hlut- fall af fasteignamati íbúðarhús- næðis í skatt á þessu ári en þau gerðu í fyrra. Álftanes sker sig úr hvað hækk- anir varðar, þar er fasteignaskatt- ur á íbúðarhúsnæði nú 0,4 prósent af fasteignamati en var 0,28 pró- sent árið 2009. Hækkunin er 42,86 prósent. Til hennar var gripið vegna þeirra miklu fjárhagserf- iðleika sem Álftanes á nú við að eiga. Eins og kunnugt er hefur sveitarfélagið verið svipt eigin fjárforræði og því skipuð sérstök fjárhagsstjórn. Af öðrum stærri sveitarfélög- um hækkaði Árborg fasteigna- skatt um 26,8 prósent, Kópavog- ur um 8,11 prósent, Akranes um 4,8 prósent og Akureyri um 4 prósent. Álftanes er einnig með hæsta útsvar á landinu, 14,61 prósent. Almennt hámarksútsvar er 13,28 prósent en vegna fjárhagserfið- leikanna hefur er lagt sérstakt tíu prósent álag á útsvar Álft- nesinga. Fimm prósenta álag vegna fjárhagserfiðleika er lagt á útsvar Bolvíkinga. Þar er pró- sentan nú 13,94 prósent. Aðeins 16 af 77 sveitarfélögum í landinu eru með útsvarsprósentu undir 13,28 prósenta hámarkinu. Íbúar þriggja fámennra hreppa greiða lágmarksútsvar, 11,24 pró- sent, Það eru Skorradalshreppur, Ásahreppur og Helgafellssveit. Þrettán sveitarfélög eru á bilinu 11,24-13,28 prósent. Fyrir utan Álftnesinga hækk- uðu sjö sveitarfélög útsvarspró- sentu sína milli áranna 2009 og 2010. Í þessum hópi eru Grinda- Fasteignaskattur og útsvar hækkaði mest á Álftanesi Sextán sveitarfélög hækkuðu fasteignaskatta milli ára. Hækkunin á Álftanesi nemur 42,86 prósentum en sveitarfélagið er með hæsta útsvarið og hæstu fasteignaskattana. Átta sveitarfélög hækkuðu útsvarið. 1. Hvað heitir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands sem heilbrigðisráðherra hyggst áminna? 2. Hvað heitir félagið sem áður hét Félag ungra lækna? 3. Hvað er bilið stórt sem brúa þarf á fjárlögum fyrir næsta ár? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 46 vík, Vogar, Svalbarðshreppur og Ölfushreppur. Íbúar þeirra greiða hámarksútsvar í ár en voru undir þeim mörkum á síðasta ári. Upplýsingar um helstu breyt- ingar sveitarfélaga á útsvari og fasteignaskatti er að finna í töfl- unum með fréttinni. Betri sam- anburður fæst við það að bera saman hækkanir milli ára en álagningarprósentu. Álagningin er hlutfall af fateignamati, sem aftur endurspeglar áætlað stað- greiðsluverð eigna. Sá sem býr í sveitarfélagi eins og Kópavogi þar sem skatturinn er 0,28 prósent af fasteignamati greiðir því líklegra fleiri krónur í skattinn af en íbúi í Breiðdalshreppi mundi greiða af sambærilegri eign þótt skatturinn þar sé er 0,625 prósent. - pg BRETLAND Gordon Brown, for- sætisráðherra Bretlands, til- kynnti í gær að þingkosningar fari fram í landinu 6. maí næstkomandi. Brown gekk á fund Elísabetar II Bretadrottn- ingar í gær- morgun og bað hana að leysa upp þingið og boða til kosninga. Óvissa er um stöðu stjórn- málaflokkanna þar sem skoðana- kannanir eru misvísandi. Flestar benda þær til þess að Íhalds- flokkurinn hafi forskot. Hins vegar er það sagt vera allt frá tveimur prósentum upp í tíu. Ef hvorugur flokkurinn nær meirihluta gætu Frjálslyndir lent í oddastöðu. Einnig er sá möguleiki fyrir hendi að það verði stjórnar- kreppa sem staðið gæti nokkra mánuði. - ót Brown boðar til þingkosninga: Kosningar í byrjun maí GORDON BROWN LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Sel- fossi hefur til rannsóknar þrjár líkamsárásir sem áttu sér stað um páskahelgina. Tvær árás- anna áttu sér stað á skemmti- staðnum 800 bar en sú þriðja í heimahúsi. Þá hefur lögreglan til rann- sóknar kæru tryggingafélags á hendur tveimur mönnum. Mennirnir eru sakaðir um að hafa sviðsett árekstur og síðan reynt að fá bætur frá trygginga- félaginu. Mennirnir hafa verið yfirheyrðir af lögreglu. Niður- staða málsins liggur ekki fyrir en rannsókn mun að sögn ljúka innan skamms. Annríki hjá lögreglu á Selfossi: Líkamsárásir og tryggingasvik ALÞINGI Embætti umboðsmanns skuldara er ætlað mun viðameira hlutverk en Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna hefur haft með höndum. Embættið verður reist á grunni Ráðgjafarstofunnar og tekur til starfa við samþykkt frum- varps félags- og tryggingamálaráð- herra þar um. Meðal þess sem breytist er að umboðsmaður skuldara á að gæta hagsmuna skuldara og bregðast við þegar brotið er á þeim. Þá á hann að hafa milligöngu um samskipti og samninga við lánardrottna með hagsmuni skuldara að leiðarljósi. Samkvæmt frumvarpinu getur umboðs- maður krafið stjórnvöld, fyr- irtæki og sam- tök um allar þær upplýsingar sem hann telur nauð- synlegar til að hann geti sinnt hlutverki sínu, jafnvel þó lög mæli fyrir um þagn- arskyldu. Starfsmönnum Ráðgjafarstof- unnar verða boðin störf hjá nýja embættinu. Lánastofnunum verður gert að standa straum af kostnaði við rekstur umboðsmanns skuldara. Áætlað er að árlegur rekstrarkostn- aður nemi 330 milljónum króna auk þess sem stofnkostnaður á þessu ári verði 33 milljónir. Samkvæmt frumvarpinu eiga lánastofnanir að greiða gjöld vegna starfseminnar beint til umboðs- manns. Fjármálaráðuneytið hefur gert athugasemd við þá tilhögun og telur rétt að gjöldin renni í ríkissjóð og fjármunum verði veitt til emb- ættisins á fjárlögum hverju sinni. - bþs Hlutverk umboðsmanns skuldara verður mun veigameira en Ráðgjafarstofunnar: Veitir aðstoð og rekur erindi skuldara ÁRNI PÁLL ÁRNASON FÓLK Blindrafélagið hefur komið á fót hjálpartækjaleigu fyrir blinda og sjónskerta. Leigunni er meðal annars ætlað að veita skólum leigu á hjálpartækj- um fyrir blinda og sjónskerta nemendur, í stað þess að þurfa að ráðast í dýrar fjárfesting- ar á tækjum. Þannig geti skólar landsins átt auðveldara með að uppfylla skyldur sínar gagnvart blindum og sjónskertum nem- endum og tryggt jafnt aðgengi þeirra að menntun. - þeb Hjálpartækjaleiga stofnuð: Hjálpar blind- um nemendum FASTEIGNASKATTUR Sveitarfélag 2010 2009 Breyting Akranes 0,325 0,31 4,84% Akureyri 0,3328 0,32 4,00% Breiðdalshreppur 0,625 0,5 25,00% Dalvík 0,44 0,4 10,00% Djúpavogshreppur 0,625 0,55 13,64% Fjallabyggð 0,44 0,4 10,00% Grundarfjarðarbær 0,4 0,34 17,65% Húnavatnshreppur 0,43 0,36 19,44% Kópavogur 0,28 0,259 8,11% Mýrdalshreppur 0,5 0,56 -10,71% Reykhólahreppur 0,5 0,45 11,11% Súðavíkurhreppur 0,42 0,45 -6,67% Álftanes 0,4 0,28 42,86% Árborg 0,35 0,276 26,81% Vopnafjarðarhreppur 0,5 0,4 25,00% Þingeyjarsveit 0,625 0,5 25,00% ÚTSVARSPRÓSENTA Átta sveitarfélög hækkuðu útsvarsprósentu sína frá 2009 til 2010. Sveitarfélag 2009 2010 Hækkun Álftanes 13,28 14,61 10% Grindavík 13,03 13,28 1,9% Mosfellsbær 13,03 13,19 1,2% Sandgerði 12,7 13,1 3,1% Vogar 13,03 13,28 1,9% Eyja- og Miklaholtshr. 12,8 13,03 1,8% Svalbarðshreppur 13 13,28 2,1% Ölfus 13,03 13,28 1,9% Sextán sveitarfélög hafa útsvarsprósentu undir leyfðu hámarki. Sveitarfélag 2010 Seltjarnarnes 12,10 Reykjavík 13,03 Garðabær 12,46 Kjósarhreppur 12,53 Garður 13,03 Skorradalshreppur 11,24 Hvalfjarðarsveit 13,03 Helgafellssveit 11,24 Arnarneshreppur 13,0 Tjörneshreppur 12,85 Fljótsdalshreppur 12,0 Ásahreppur 11,24 Grímnes- og Grafningshreppur 12,74 Mosfellsbær 13,19 Sandgerði 13,10 Eyja- og Miklaholtshreppur 13,03 lágmarksútsvarsprósenta hámarksútsvarsprósenta VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.