Fréttablaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 46
30 7. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. ofneysla, 6. úr hófi, 8. upphrópun, 9. samræða, 11. pot, 12. jötun, 14. safna saman, 16. kveðja, 17. goð, 18. fiskur, 20. guð, 21. stígur. LÓÐRÉTT 1. fínt, 3. hvað, 4. óheilnæmur, 5. ílát, 7. lánsamur, 10. hjör, 13. tækifæri, 15. megin, 16. rámur, 19. fíngerð líkamshár. LAUSN LÁRÉTT: 2. óhóf, 6. of, 8. aha, 9. tal, 11. ot, 12. tröll, 14. smala, 16. hæ, 17. guð, 18. áll, 20. ra, 21. slóð. LÓÐRÉTT: 1. gott, 3. ha, 4. óhollur, 5. fat, 7. farsæll, 10. löm, 13. lag, 15. aðal, 16. hás, 19. ló. „Ég er á kafi í heimildarvinnu núna en ætla að reyna að koma henni út fyrir næstu jól,“ segir Ingibjörg Reynisdóttir, leikkona og rithöfundur. Hún er að skrifa barna- og unglingabók um einbúann Gísla Gíslason á Uppsölum. Ingibjörg segist alltaf hafa verið heilluð af Gísla og einföldu lífsmunstri hans og hún telur að nú sé einmitt rétti tíminn til að enduruppgötva lífspeki Gísla á tímum þegar allir vilja eiga og gera allt en gráta um leið horfinn heim efnishyggjunnar. Ingibjörg segist í fyrstu hafa viljað gera fremur einfalda og litla bók um Gísla með fallegum teikningum. En nú, þegar hún hafi kynnst þessari persónu betur í gegn- um margvíslegar heimildir, sé það ómögu- legt. „Ég er búin að viða að mér svo miklum upplýsingum og það verður erfitt að fórna miklu. En mig langar að hafa þetta einfalt og fallegt,“ útskýrir Ingibjörg. Rithöfundurinn segir að Gísli hafi komið henni á óvart. „Þetta er maður sem var mikið lagður í einelti í æsku. Hann átt sína góðu daga en líka sína slæmu. Gísli var nátengdur náttúrunni og það er ýmislegt annað sem neyslu- hyggjukynslóðin gæti lært af honum,“ útskýrir Ingibjörg sem sjálf hefur ákaflega breytt viðhorf til þessa þekktasta einbúa Íslands. „Ég leit á hann sem einhvern karlfausk en þær hugrenningar sem ég hef lesið eftir hann hafa leitt í ljós að hann var mjög hugs- andi maður sem spáði mikið og spekúleraði,“ segir Ingi- björg sem útilokar ekki að ráð- ast í gerð kvikmyndar um Gísla þegar bókin hefur komið út. - fgg Skrifar barnabók um Gísla á Uppsölum „Þetta gekk vel,“ segir hógværi snjóbretta- kappinn Halldór Helgason. Hinn 19 ára gamli Halldór stóð uppi sem sigurvegari á Oxborn Session-snjóbretta- mótinu í Tandålen í Svíþjóð í lok mars. Mótið er það sterkasta í Svíþjóð, en ásamt því að vinna aðalkeppnina fékk hann sérstök auka- verðlaun fyrir hæsta stökkið. Halldór fékk 50.000 sænskar krónur í sigurlaun, en það eru um 900.000 íslenskar krónur. Þegar Fréttablaðið náði í Halldór var hann staddur í Svíþjóð, þar sem hann stundar nám. Hann hefur reyndar lítið getað sinnt náminu undanfarna mánuði þar sem hann hefur verið upptekinn við að ferðast um heiminn og slá í gegn í snjóbrettaíþróttinni. Hann vann gullverðlaun á X-Games fyrr á þessu ári, en það er stærsta snjóbrettamót heims. Eru mót í Svíþjóð orðin of auðveld fyrir þig? „(Hlær) Nei. Þetta er enn þá erfitt. Maður veit aldrei hvenær maður á góðan dag,“ segir Halldór. Hann er á leiðinni til Bandaríkj- anna á næstunni þar sem hann ætlar að taka upp efni sem verður gefið út á snjóbretta- myndböndum. „Það er mikið að gerast. Ég er búinn að ferðast mikið og það er gaman. Ég er aldrei lengur en tvær vikur á sama stað.“ Halldór er styrktur af ýmsum snjóbretta- merkjum, sem gera honum kleift að ferð- ast eins mikið og hann vill. „Ef það er góður snjór einhvers staðar get ég farið og tekið upp og látið þá borga,“ segir hann. - afb Vann stærstu snjóbrettakeppni Svíþjóðar SIGRAÐI Í SVÍÞJÓÐ Halldór fékk um 900.000 íslenskar krónur fyrir sigurinn í stærsta snjóbrettamóti Svíþjóðar. HUGSANDI EINFARI Gísli á Uppsöl- um var hugsandi maður sem spáði mikið í lífið og tilveruna, segir Ingi- björg Reynisdóttir en hún vinnur að barnabók um einbúann. „Mér finnst besti bitinn vera kalkúnabáturinn á Super Sub á Nýbýlavegi. Unnur Tara Jónsdóttir körfuknattleiks- kona. „Ég ætla að syngja Sofðu hjá mér sem Baggalútur gerði. Þetta er lag sem hefur allt, flottan texta með góðri sögu og flotta laglínu,“ segir Áslákur Ingvarsson, sem er fulltrúi MH í Söngkeppni framhaldsskól- anna. Keppnin, sem er sú tuttug- asta í röðinni, verður haldin á Akur- eyri eins og undanfarin ár en hún hefur alið af sér margar af fremstu poppstjörnum Íslands á borð við Pál Óskar og Emilíönu Torrini. Áslákur er hins vegar þekktast- ur fyrir leik sinn í kvikmyndinni Kaldaljós eftir Hilmar Oddsson en hann var einmitt tilnefndur til Eddu-verðlaunanna árið 2004 fyrir frammistöðu sína í þeirri mynd. Hann varð þó að horfa á eftir stytt- unni góðu í hendurnar á föður sínum, Ingvari E. Sigurðssyni, en þeir feðgar léku einmitt aðalhlut- verkin í myndinni. Hann hefur einnig leikið á fjölum Þjóðleikhúss- ins og brá fyrir í Fornbókabúðinni, gamanþáttaröð sem sýnd var á Stöð 2. Þá er ótalið eitt Áramótaskaup. Áslákur segist þó ekki vita hvort hugurinn stefni í leiklistina þótt genin séu vissulega til staðar í bæði karl-og kvenlegg því móðir Ásláks er Edda Arnljótsdóttir leik- kona. „Nei, eins og er breytast hug- myndir mínar um framtíðina dag- lega. Ég fór ekki í inntökuprófið fyrir leiklistardeild Listaháskól- ans og veit ekkert hvort ég ætli að verða eðlisfræðingur, verkfræðing- ur, tónsmiður eða tónlistarstjóri,“ segir Áslákur sem auk námsins í Menntaskólanum við Hamrahlíð leggur stund á klassískt gítarnám hjá Páli Eyjólfssyni í Tónlistar- skóla Reykjavíkur. Áslákur segist raunar vera eina barnið á heimil- inu sem er að læra tónlist um þess- ar mundir, hinir bræður hans hafi orðið íþróttum að bráð. „En ég vona að þeir vitk ist og snúi aftur í tónlist- ina,“ segir Áslákur og hlær. Áslákur segir að hlustað sé mikið á tónlist á heimilinu. Og þá sér- staklega pabbi hans sem sé mikill grúskari þegar tónlist er annars vegar. „Hann á mjög gott safn af tónlist og maður fær alltaf iPodinn troðfullan af alls kyns lögum, popp- tónlist frá Tyrklandi, slagverkstón- list og svona mætti lengi telja. Við hlustum yfirleitt bara á þá tónlist sem okkur þykir góð, það skiptir minna máli hvaðan hún kemur.“ freyrgigja@frettabladid.is ÁSLÁKUR INGVARSSON: LEIÐIR EKKI HUGANN AÐ LEIKLISTARNÁMI Sonur Ingvars og Eddu syngur slagara Baggalúts FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V A LL I TÓNELSK FJÖLSKYLDA Áslákur Ingvarsson syngur Baggalúts- slagarann Sofðu hjá mér í Söngkeppni framhaldsskólanna fyrir MH. Hann er sonur Ingvars E. Sig- urðssonar og Eddu Arnljótsdóttur og segir föður sinn vera mikin pæl- ara þegar tónlistin er annars vegar. VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 10. 1 Steingrímur Ari Arason. 2 Félag almennra lækna. 3 Fimmtíu milljarðar króna. Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfið Blaðberinn... Blaðberinn bíður þín Auglýsingasími Allt sem þú þarft… Eldgosið á Fimmvörðuhálsi er orðið vinsælla umfjöllunarefni hjá erlendum fjölmiðlum en efnahagskreppan víðfræga. Því til staðfestingar má nefna að þýska sjónvarpsstöðin RTL kom hingað til lands á miðvikudeginum fyrir páska og tók upp innslag um eldgosið. RTL er stærsta einka- sjónvarpsstöðin í Þýskalandi. Svo vinsælt var innslagið að það var endursýnt alla páskana og er talið að alls hafi um tuttugu milljónir manna horft á þá. Sá sem hafði veg og vanda af ferðinni hing- að til lands var svo að sjálfsögðu Arthúr Björgvin Bollason. Nýtt leikhús verður kynnt til leiks í Víkingasafninu í Reykjanesbæ í dag. Það eru feðgarnir Einar Bene- diktsson, fyrrum sendi- herra í Washington, og sonur hans, Pétur Einarsson, sem eru hugmyndasmiðirnir á bak við leikhúsið en fyrsta verk þess verður sagan af Tyrkja-Guddu. María Ellingsen mun leikstýra því en Þórunn Clausen leikur sjálfa Guðríði. Fjölmenni var á Akureyri um helgina, enda skíðafæri í Hlíðar- fjalli með ágætum. Einn hópur karlmanna vakti meiri athygli en aðrir, en þar voru á ferð Jón Gunn- ar Geirdal, Hallur Dan Johansen, Sölvi Snær Magnússon og félagar þeirra. Hópinn leiddi Ásgeir Kolbeins- son, sem fékk viðurnefnið Geiri Kolla í ferðinni, en á Akureyri tíðkast að gefa mönnum viðurnefni að norð- lenskum sið. - fgg, afb FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.