Fréttablaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 30
MARKAÐURINN 7. APRÍL 2010 MIÐVIKUDAGUR10 F R É T T I R „Ansi ert þú vel akandi,“ heilsaði undirrituðum vinnufélagi á fyrsta degi reynsluaksturs 2006 árgerðar af Toyota Land Cruiser 120 jeppa sem finna má í deild notaðra bíla hjá Toyota í Kópavogi. Fleiri urðu til þess að hafa orð á bílakostinum. Jeppinn er þannig að eftir honum er tekið. Tilfinningin þegar stigið var upp í jeppann var heldur ekki að um notaðan bíl væri að ræða, svo vel hefur verið um hann hugsað. Þó er hann ekinn tæpa 80 þúsund kíló- metra. Ljóst leður er í sætum og innréttingin smekkleg. Milli sæta ökumanns og farþega er að finna glasa-/flöskuhaldara og rúmgott geymslubox. Bíllinn er mjög þægilegur í lang- keyrslu, krafturinn nægur og fyrir- hafnarlítið að halda lögbundnum hámarkshraða upp brekkur, hvort sem það eru Kambarnir eða Lög- bergsbrekka. Fremur er að maður þurfi að gæta sín á að fara ekki of greitt. Þá er líka gott að geta reitt sig á skriðstillinn (e. cruise control) til þess að halda sér innan ramma umferðarlaga og -reglna. (Og þarf vart að nefna að slík græja er nauð- synleg í forstjórabílnum, svona til þess að tryggja átakalítinn akstur heim eftir annasaman dag.) Annars býr ökutækið yfir öllum þeim kostum sem prýða eiga góðan jeppa. Há drif og lág, hægt að læsa mismunadrifi og svo er fjöðrunin þannig úr garði gerð að hægt er að hækka bílinn og lækka. Annars er það kannski helst fjöðrunin sem hægt er að hnýta í því undirrituð- um fannst bíllinn helst til of hast- ur og eins gott að hægja vel á yfir hraðahindranir. Líkast til er það þó nokkuð sem fylgir því að aka um á stórum jeppa. Þá er skemmtilegt að hafa meðal mælitækja í mælaborði hæðar- og loftþrýsingsmæli, en að auki er vitanlega hægt að sjá upplýsingar um lofthita og um eldsneytiseyðslu, hvort heldur sem er hverju sinni, eða jafnaðareyðslu. Af dísilbifreið af þessari stærð telst eyðslan líkast til ekki yfirdrif- in. Jafnaðarmæling sýndi 12 lítra á hverja hundrað kílómetra í blönd- uðum akstri. Þó er kannski ástæða til að staldra líka við uppsett verð, 6,7 milljónir króna, sem líkast til er í hærri kantinum miðað við sam- bærilega jeppa. Þó verður að skoða verðið í samhengi við að Toyota- bílar hafa alla jafna haldið sér vel í verði og verið eftirsóttir í endur- sölu. Þá er verðið ekki nema tæpur helmingur af verði nýs bíls af sömu gerð. Forstjórabíll þarf að standa undir nafni. Bílakosturinn má ekki gefa til kynna að fyrirtæki eigand- ans stefni hraðbyri í gjaldþrot. Þá þarf bíllinn að reynast vel jafnt í snatt innanbæjar og í hverjar þær ferðir aðrar sem starfið kann að kalla á. Blessunarlega eru flestar leið- ir sem kalla á forstjóraferðir inn- anlands malbikaðar og því engin nauðsyn að vera á jeppa. Tilfinn- ingin sem fylgir því að vera á Land Cruisernum var engu að síður sú að maður væri fær í flestan sjó. Breytir þá engu hvort haldið skuli á einhvern af golfvöllum landsins, í veiði, eða á fund. Bíllinn kemur manni á áfangastað. Þá er hann rúmgóður og sjálf- virkur hitastillir miðstöðvarinn- ar tryggir að þurfi maður að nota bílinn sem skrifstofu undir viðtal í næði, þá er vel hægt að halda í honum stuttan fund, hvar sem maður kýs að leggja. Dómurinn er því að hvaða for- stjóri sem er gæti verið stoltur af því að aka um á kolsvörtum Toy- ota Land Cruisernum, jafnvel þótt svo hann sé ekki alveg spánnýr. Bíllinn er sem nýr á að líta. Þá er ekki laust við að mann renni í grun að á þessum tímum veki forstjóri sem lætur sér nægja að eyða sex til sjö milljónum í bíl undir sjálf- an sig meira traust en sá sem er tilbúinn að henda 15 til 20 milljón- um í nýjan bíl. Þetta var algeng sjón á vorin fyrir ekki svo mörgum árum; grásleppukarlar að bjóða signa grásleppu eða rauðmaga við Æg- isíðu. Skúrarnir eru eitt þekkt- asta kennileiti borgarinnar og búa yfir miklu aðdráttarafli, þótt útgerð sé dottin upp fyrir þar. Þessi mynd var tekin fyrir 30 árum og einu betur, nánar til- tekið í maí 1979. Grásleppukarl hefur fengið unga pilta með sér í lið til að selja aflann. Í bak- grunni glittir í Sörlaskjól og Faxaskjól. Áform voru uppi um að rífa gömlu grásleppuhjallana en við þau var hætt. Þeir fá því að standa áfram svo lengi sem þeir kæra sig um. Hrogn grásleppunnar eru eft- irsótt útflutningsvara, ekki síst nú um stundir, en verð á hrogn- um hefur hækkað um 50 prósent á milli ára. Verslað með grásleppu í miðri Reykjavík HÖNDLAÐ MEÐ FISKINN Ungir piltar námu af þeim eldri að selja signa grásleppu og annan afla á árum áður. Sala sem þessi heyrir nú sögunni til. MARKAÐURINN/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR TOYOTA LAND CRUISER 120 Kolbikasvartur og vel við haldinn jeppinn vekur athygli þar sem á honum er komið. Bíllinn er verulega lipur í akstri þótt ökumaður glati samt aldrei tilfinningunni sem því fylgir að vera undir stýri á jeppa. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM YFIR HEIÐINA MEÐ ÓLA KRISTJÁNI Bíll sem eftir er tekið Toyota Land Cruiser 120, árgerð 2006 Ásett verð: 6.740.000 krónur Ekinn: 79.900 km Lengd: 471,5 cm Breidd: 188,5 cm Litur: Svartur Sætafjöldi: 5 Þyngd: 2.175 kg Burðargeta: 725 kg Slagrými: 2.982 cm3 Afl: 122 kW Eldsneyti: Dísilolía H E L S T U S T A Ð R E Y N D I R Óli Kristján Ármannsson blaðamaður tekur til kost- anna notaða bíla og metur hvort þeir fái staðið undir því að kall- ast forstjórabílar. Ú R F O R T Í Ð I N N I „Andrés Önd er aðeins til á raf- rænu formi á ensku. Þetta er ekki til hér og verður bylting í útgáfu- geiranum,“ segir fjölmiðlamaður- inn Jón Axel Ólafsson, markaðs- stjóri útgáfufélagsins Eddu, sem hefur lagt grunninn að því að gera eigendum iPad-tölva kleift að lesa Andrés-blöðin. Jón Axel hefur um árabil verið aðdáandi bandaríska tækniris- ans Apple, sem setti iPad-tölvuna á markað um páskana. Jón pant- aði eina slíka og ætlaði vinafólk hans að færa h o n u m h a n a þegar það snýr heim að utan á föstudag. Jóni leiddist biðin og útvegaði sér hana eftir öðrum leið- um. „Þetta er betri græja en ég átti von á,“ segir hann. Tölva Jóns er sú stærsta af i Pad- tölvunum þremur sem koma á mark- að að þessu sinni, eða með 64 gígabæta harð- an disk. Líkt og fram kom í Fréttablað- inu í gær er ekki búist við að iPad-tölv- ur verði fáan- legar með ís- lensku lyklaborði fyrr en í fyrsta lagi um næstu jól. Jón Axel segir það ekki verða til trafala. Jón Axel segir iPad-tölvuna ekki koma í stað fartölva. „Ég held að hún sé sniðug fyrir þá sem eru á ferðinni. Hún er fín fyrir minni háttar mál. Þetta er ekki græja fyrir skólafólk.“ - jab Andrés Önd ryður iPad-brautina JÓN AXEL ÓLAFSSON Markaðsstjóri útgáfufélagsins Eddu gat ekki beðið fram á föstudag eftir nýjustu tölvunni frá Apple. „Við höfum haft nóg fyrir stafni öll þessi ár að framleiða hug- myndir fyrir aðra,“ segir Sig- urður Kaldal, annar stofnenda fyrirtækisins Koma. Sigurður og Gotti Bernhöft stofnuðu fyr- irtækið fyrir sex árum og hafa þeir frá upphafi unnið með hönn- uðum sem vilja raungera hug- myndir auk þess að sérmerkja vörur fyrir fyrirtæki. Fastir starfsmenn eru þrír. Segja má að Koma brúi bilið á milli hugmynda og fram- leiðslu. „Stundum hefur hingað komið fólk með hugmyndir og við höfum hjálpað því að fjölda- framleiða hlutinn fyrir heim- inn,“ segir Sigurður en frá Koma hefur komið fjöldi þekktra hluta í daglegu lífi, svo sem Blaðber- inn svokallaði auk vinsælla borð- spila. Á meðal þekktari afurða Koma um þessar mundir er segul- snúruhaldarinn Magnet, sem kom á markað í kringum síð- ustu jól. Þróunarvinna tók eitt ár og sá Koma um framleiðsluna á skrifstofu fyrirtækisins í Kína. Þar er jafnframt einn starfsmað- ur sem ræður aukafólk til stærri verka. Þar er líka lager fyrir- tækisins og hefur snúruhaldar- anum verið dreift þaðan til rúm- lega tuttugu landa. - jab Framleiða hugmyndir fyrir heiminn STOFNENDURNIR Þeir Gotti Bernhöft og Sigurður Kaldal hafa gert hugmyndir að veruleika í sex ár. MARKAÐURINN/GVA Suðurhraun 1 - Garðabær - Sími 595 0300 - www.isafold. is Eitt nafnspjald? 100.000 bæklingar? Leitið tilboða F Y R I R T Æ K I

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.