Fréttablaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 32
16,61 10 99prósent eru hæstu stýrivextir í heimi og finnast í Venesúela. prósent er aukning smásölu í Bandaríkjunum í síðasta mánuði miðað við sama tíma í fyrra. milljónir króna er meðalveltan á hlutabréfamarkaði í Kauphöllinni í mars. SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is B A N K A H Ó L F I Ð Virði skuldabréfa gamla Landsbankans hefur hækkað um hundrað prósent frá því Ólafur Ragnar Grímsson forseti neitaði að staðfesta Icesave-lögin 5. jan- úar síðastliðinn. Kröfur vegna Icesave eru fremstar í kröfu- röð gamla Landsbankans og bera aðrir kröfuhafar minna úr býtum. Fjárfestar sem áttu skuldabréfin í fórum sínum reiknuðu almennt með því í kringum áramótin að fá um 4,75 prósent upp í kröfur sínar. Þegar ákveðið var að láta málið í hendur þjóðarinnar lyftist brún þeirra og hækkaði virði bréfanna um tæp sextán prósent. Lítið hefur þokast í samkomulagsátt í Icesave-málinu og hefur það kætt þá sem eiga skuldabréfin frekar. Í gær var búist við að fjárfest- ar fái 9,5 prósent upp í kröf- ur sínar. Vesen er gott Eins og áður hefur komið fram voru það erlendir fjárfestar sem keyptu skuldabréf gömlu bankanna á hrakvirði eftir fall þeirra haustið 2008. Mest voru þetta bandarískir og evrópskir sjóðir, sem sérhæfa sig í kaup- um á áhættusömum eignum á borð við skuldabréf fyrirtækja í fjárhagsvanda. Skuldabréf Landsbankans urðu næstum verðlaus eftir þrot bankans og eru dæmi um að þau hafi í fyrstu skipt um eigendur á innan við prósenti af virði þeirra. Nýir eig- endur bréfanna ættu að vera kátir þessa dagana enda má ætla að þeir hafi hagnast um mörg hundruð prósent frá banka- hruni. Góð kaup Og meira af hagstæðum kaupum. Gengi hlutabréfa stoðtækjafyr- irtækisins Össurar hefur hækk- að um tæp áttatíu prósent frá því þau voru skráð á markað í Dan- mörku í september í fyrra. Gengi þeirra endaði á miðvikudag fyrir páska í 8,85 dönskum krónum á hlut, sem jafngilti rúmum 204 íslenskum krónum. Á sama tíma skiptu þau um hendur hér á 185,5 krónur á hlut. Þarna munaði tíu prósentum á virði bréfanna hér og úti. Dæmi eru um að fjárfestar hafi nýtt gengismun- inn og fremur ákveð- ið að selja þau úti en hér enda verðið og mark- aður- inn mun hag- stæðari. Öðruvísi útflutningur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.