Fréttablaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 7. apríl 2010 11 SNJÓFLÓÐ Skemmdir urðu á mann- virkjum þegar snjóflóð féll á skíðasvæðinu á Siglufirði um kvöldmat á páskadag. Nýlega var búið að loka svæðinu. Flóðið féll meðal annars á lyftu- skúr á milli barnabrautar og svo- nefndrar T-brautar auk þess sem það braut niður sjálfvirka veður- athugunarstöð. Að kvöldi mánudags féllu svo tvö flóð milli Ólafsfjarðar og Dal- víkur og þurftu björgunarsveitir að aðstoða fólk úr tveimur bílum sem óku inn í flóðin. Súðavíkurvegur var svo lokað- ur framan af morgni í gær vegna snjóflóðs sem þar féll. - óká Snjóflóð féll á skíðasvæði: Braut veðurat- hugunarstöð SNJÓFLÓÐAÆFING Frá æfingu Lands- bjargar á viðbúnaði vegna snjóflóða árið 2008. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÞÝSKALAND, AP Þúsundir Þjóðverja tóku þátt í mótmælagöngum um páskana gegn stríðinu í Afgan- istan. Misfjölmenn mótmæli voru haldin í tugum borga og bæja víðs vegar um Þýskaland, og segja skipuleggjendur mótmæl- anna að samtals hafi tugir þús- unda tekið þátt. Á föstudag létu þrír þýskir her- menn lífið í Afganistan, en sama dag urðu þýskir hermenn sex Afgönum að bana, að sögn fyrir slysni. - gb Þúsundir Þjóðverja mótmæla: Stríði í Afgan- istan mótmælt HEILBRIGÐISMÁL Grunur leikur á að salmonellu-smit sé að finna í kjúklingi framleiddum af Mat- fugli ehf. Frekari rannsókn- ir munu fara fram en þangað til þykir fyrirtækinu rétt að inn- kalla vöruna. Um er að ræða kjúkling með rekjanleikanúmerið 215-10-08-1- 03. Í samræmi við innra eftir- lit fyrirtækisins og í samráði við heilbrigðisyfirvöld hefur verið unnið að innköllun vörunnar. Hafi fólk fest kaup á kjúklingi með fyrrnefndu númeri má skila vörunni í viðkomandi verslun eða beint til Matfugls. Fyrirtækið tekur jafnframt fram að kjúklingurinn er hættu- laus fari neytendur eftir leiðbein- ingum um eldamennsku, steiki í gegn og gæti þess að blóðvökvi fari ekki í aðra vöru. Kjúklingur innkallaður: Grunur um salmonellu Margir teknir Átján manns voru teknir fyrir ölvun- arakstur á höfuðborgarsvæðinu um páskana. Þá voru níu teknir fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Ellefu þeirra sem voru stöðvaðir höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi. LÖGREGLUFRÉTTIR Afhenti trúnaðarbréf Gunnar Snorri Gunnarsson hefur afhent Ivo Josipovic, forseta Króatíu, trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands gagnvart landinu. Það gerði hann á fundi þeirra hinn 1. apríl síðastliðinn. UTANRÍKISMÁL Fermingargjöf sem vex Hafðu samband — Framtíðarbók Arion banka Framtíðarbók er góð gjöf frá þeim sem vilja leggja traustan grunn að framtíð fermingarbarnsins. Framtíðarbók er verðtryggður innlánsreikningur sem gefur hæstu vexti almennra verðtryggðra innlánsreikninga. Innistæðan er laus til úttektar við 18 ára aldur. Nánari upplýsingar fást hjá þjónusturáðgjöfum í útibúum eða á . Öll fermingarbörn sem leggja 25 þúsund kr. eða meira inn á Framtíðarbók fá bol að eigin vali úr versluninni Dogma. ALÞINGI Ráðherrar geta kallað til varamenn til setu á Alþingi verði frumvarp nítján þing- manna úr öllum flokkum að lögum. Í því er gert ráð fyrir að þingmaður geti, meðan hann gegnir ráðherraembætti, ákveð- ið að sitja á Alþingi samkvæmt embættis- stöðu sinni sem ráðherra en ekki þingmaður. Missir hann því atkvæðisrétt en getur tekið þátt í umræðum. Flutningsmenn telja þetta ráðslag til þess fallið að styrkja ákvæði stjórnarskrárinn- ar um þrískiptingu valdsins enda séu skilin á milli löggjafarvaldsins og framkvæmd- arvaldsins óljós. Í greinargerð er bent á að fyrir þinginu liggi frumvarp um breytingu á stjórnarskrá þess efnis að skýrt verði kveðið á um að þingmaður sem skipaður verði ráð- herra skuli víkja úr þingsæti á meðan hann gegnir ráðherraembætti og varamaður hans taka sæti hans á meðan. „Verði það frum- varp samþykkt getur breytingin eðli máls samkvæmt ekki tekið gildi fyrr en á nýju kjörtímabili. Það frumvarp sem nú er lagt fram gerir þeim sem svo kjósa kleift að hafa þennan háttinn á strax á þessu kjörtímabili,“ segir í greinargerðinni. Í frumvarpinu er miðað við að ráðherra sem ákveður að kalla til varamann haldi kjörum sínum. Í því felst að útgjöld Alþingis aukast sem nemur þingfararkaupi og öðrum greiðslum til varaþingmannsins. - bþs Þingmenn úr öllum flokkum telja nauðsynlegt að treysta þrískiptingu valdsins: Ráðherrar geti kallað til varamenn FRÁ ALÞINGI Í nýju frumvarpi er gert ráð fyrir að þingmaður sem verður ráðherra geti setið á þingi sem ráðherra en ekki þingmaður.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.