Fréttablaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 29
Í mars á þessu ári eru 20 ár liðin frá því VALITOR (VISA Ísland) braut blað í íslenskum viðskiptaháttum með því að kynna posa til sögunnar og greiða þannig leið fyrir rafrænum kortaviðskiptum Forysta og reynsla VALITOR í posaþjónustu síðastliðin tuttugu ár skapar félaginu traustan grunn og sem fyrr mun VALITOR kappkosta að veita viðskiptavinum sínum öruggar lausnir og faglega þjónustu. FYRIRTÆKJALAUSNIR VALITOR • Laugavegi 77 • 101 Reykjavík • Sími 525 2080 • fyrirt@valitor.is • www.valitor.is E F L IR Á þeim tíma voru ávísanir og peningar vinsælasti greiðslumátinn, en söluaðilar höfðu jafnframt vanist því að notast við þrykkivélar í kortaviðskiptum, handskrifa sölunótur og hringja eftir heimildarnúmerum ef úttektir fóru fram yfir viðmiðunarmörk. Kostir þessara breyttu viðskiptahátta urðu söluaðilum fljótt ljósir ekki síst hvað vinnu- og tímasparnað snerti og á skömmum tíma varð þetta greiðslufyrirkomulag ríkjandi á Íslandi. Framundan eru tímamót í rafrænni greiðslumiðlun á Íslandi. Ný tækni Kort og PIN mun á næstunni leysa af hólmi lestur segulranda og undirskriftir korthafa við staðfestingu á greiðslum í kortaviðskiptum. VALITOR hefur þegar hafið dreifingu á posum sem nýta þessa tækni en hún mun auka enn frekar öryggi í kortaviðskiptum öllum til hagsbóta.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.